Innlent

Björk heldur tónleika í Höllinni í kvöld

Stórsöngkonan Björk Guðmundsdóttir heldur tónleika í Laugardalshöllinni í kvöld. Tónleikarnir marka upphaf heimstónleikaferðar til að kynna Volta, nýja breiðskífu Bjarkar. Anthony Hegarthy, söngvari hljómsveitarinnar Anthony and the Johnsons mun meðal annar stíga á svið með Björk.

Þetta verða fyrstu tónleikar söngkonunnar hér á landi í sex ár en breiðskífa hennar Volta kemur út 7. maí. Tónleikaferðalag Bjarkar tekur á annað ár og mun hún meðal annars spila á Hróarskelduhátíðinni í sumar.

Ákveðið var með skömmum fyrirvara að bæta tónleikunum á Íslandi við í upphafi ferðarinnar. Enn eru miðar til sölu á tónleikana og er hægt að kaupa miða í miðsölunni í Laugardalshöllinni.

Björk fer á svið klukkan átta og síðan stígur breska hljómsveitin Hot Chip á svið. Hljómsveitin hefur tvisvar áður spilað hér á landi og segja hljómsveitarmeðlimir það alltaf ánægjulegt að spila á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×