Innlent

Íslendingar stórveldi í jarðhitaheiminum

Útrás íslenskra orkufyrirtækja getur orðið stór þáttur í efnahagslífi landsmanna á næstu árum. Þetta er mat forstjóra Geysis Green Energy sem segir Íslendinga vera stórveldi í jarðhitaheiminum sem heimsbyggðin horfi til.

Áhersla á hreina orku hefur verið að aukast á síðustu árum. Mikill áhugi er á því að fara frá því að framleiða raforku með kolum, gasi, olíu og jafnvel kjarnorku yfir í framleiðslu sem mengar minna eins og framleiðslu raforku með jarðvarma.

Geysir Green Energy er alþjóðlegt fjárfestingarfélag um sjálfbæra orkuvinnslu. Félagið er í eigu FL Group, Glitnis, VGK Hönnunar og stefnir að því að fjárfesta fyrir hátt í sjötíu milljarða íslenskra króna víða um heim í verkefnum tengdum sjálfbærri orkuframleiðslu.

Ásgeir Margeirsson forstjóri fyrirtækisins segir mikil tækifæri fyrir Íslendinga á þessu sviði. Hann telur að útrás orkufyrirtækjanna geti orðið stór þáttur í íslensku efnahagslífi en Íslendingar séu stórveldi í jarðhitaheiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×