Innlent

Argóarflísin gerir það gott í Danmörku

MYND/Vilhelm

Argóarflísin, bók rithöfundarins SJÓN, sem kom út í fyrra, hefur fengið lofsamlega dóma í Danmörku og verið valin ein af bókum ársins í einu dagblaða landsins.

Fram kemur í tilkynningu frá Bjarti að Argóarflísin feti þar með sömu slóð og Skugga-Baldur sem SJÓN fékk Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir árið 2005 og sat vikum saman á dönskum metsölulistum. Dagblaðið Information valdi Argóarflísina eina af bókum ársins 2006 og þá fékk bókin lofsamlega dóma í Politiken, Berlingske Tidende og Jyllands Posten. Argóarflísin hefur verið gefin út í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð og kemur út í fleiri löndum á næstunni að sögn Bjarts.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×