Innlent

Ekkert aðhafst vegna kvörtunar Loftmynda

MYND/E.Ól

Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til aðhafast vegna kvörtunar Loftmynda ehf. sem sneri að starfsemi Landmælinga Íslands.

Greint er frá því á vef Samkeppniseftirlitsins að kvartað hafi verið yfir annars vegar meintum einkakaupasamningum Landmælinga Íslands við opinbera aðila um afnot af hæðarlíkönum og hins vegar yfir því að ekki sé fjárhagslegur aðskilnaður á milli samkeppnisrekstrar stofnunarinnar og verndaðs rekstrar hennar.

Samkeppniseftirlitið telur að þar sem umræddir einkakaupasamningar hafi enn sem komið er ekki verið gerðir sé ástæðulaust að hafast að vegna þeirra. Þá séu verkefni Landmælinga Íslands að öllu leyti lögbundin og því ekki lagagrundvöllur til að kveða á um fjárhagslegan aðskilnað hjá stofnuninni. „Með vísan til þessa telur Samkeppniseftirlitið ekki ástæðu til að hafast frekar að vegna kvörtunar Loftmynda ehf," segir á vef Samkeppnieftirlitsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×