Innlent

Vestmannaeyjabær selur hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja

Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar ákvað í morgun að selja hlut Vestmannaeyjabæjar í Hitaveitu Suðurnesja. Kaupandinn er Geysir Green Energy. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Vestmannaeyja bæ. Þá segir að einhugur ríki meðal bæjarfulltrúa um söluna.

„Vestmannaeyjabær hefur alla tíð lagt áherslu á góða þjónustu við bæjarbúa og telur það hlutverk sitt að haga fjárfestingum sínum í samræmi við það. Í kjölfarið á þessari sölu mun bæjarstjórn leggja áherslu á að greiða niður skuldir bæjarfélagsins og vill horfa til þess að rekstrarforsendur þess til lengri tíma litið verði í kjölfarið sterkari.

Um leið og sala þessi gefur Vestmannaeyjabæ aukin tækifæri til að ráðast í þarfar framkvæmdir sem auka þjónustu við bæjarbúa verður áhersla áfram lögð á hagræðingu og aðhald í rekstri," segir ennfremur í tilkynningunni.

Nafnvirði hlutarins er 512.756.280 og var hann seldur á genginu 7,1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×