Gróska í óperusmíð 18. maí 2007 07:00 Vaxandi áhugi á óperuforminu. Fráfarandi óperustjóri Íslensku óperunnar, Bjarni Daníelsson, er bjartsýnn á framhaldið. MYND/Heiða Heimsókn óperustjóra sem halda samráðsfund hér á landi um framtíðarhorfur listgreinarinnar er kærkomið innlegg í umræðu um tónlistarhús og óperuflutning. Í dag verða einnig kynntar þrjár nýjar íslenskar óperur sem eru í smíðum. Árlegur samráðsfundur óperustjóra í Íslensku óperunni við Ingólfstræti hefst í dag. Það eru óperustjórar og nánustu samstarfsmenn þeirra frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum sem koma saman og er yfirskriftin „nýsmíði óperuverka“. Nýjar óperur setja mark sitt á starfsemi gamalla og nýrra óperuhúsa austan hafs og vestan. Munu óperustjórarnir bera saman bækur sínar og meðal annars fjalla um aukna nýsmíði ópera sem hefur átt sér stað í Evrópu á undanförnum árum. Óperustjórarnir á þinginu koma frá Konunglegu dönsku óperunni, Norsku óperunni, Konunglegu óperunni í Stokkhólmi, Gautarborgaróperunni, Óperunni í Malmö, Óperunni í Umeå í Svíþjóð, Finnsku þjóðaróperunni, Lettnesku þjóðaróperunni og Eistnesku þjóðaróperunni. Þeir munu ekki síður ræða þá uppsveiflu sem hefur verið í byggingu óperuhúsa í Evrópu á undanförnum árum og nokkrir þátttakendur á þinginu stjórna nýbyggðum óperuhúsum. Til dæmis er Konunglega danska óperan í nýju húsnæði, nýtt húsnæði er í smíðum fyrir Norsku óperuna og er áætlað að það opni í apríl 2008. Ekki er langt síðan Finnska þjóðaróperan flutti í nýtt húsnæði sem og Gautaborgaróperan. Því er heimsókn óperustjóranna hingað kærkomin, beint inn í umræðu hér á landi um tónlistarhús með einhverja möguleika til óperuflutnings og ekki síður þá framtíðarsýn að nýtt óperu- og söngleikjahús rísi í Kópavogi. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, hefur skipað undirbúningsnefnd fyrir byggingu á húsnæði fyrir Íslensku óperuna í Kópavogi og er nýráðinn óperustjóri, Stefán Baldursson, fulltrúi Óperunnar í nefndinni. Gunnar I. Birgisson, Ómar Stefánsson, og Guðríður Arnardóttir sitja í nefndinni fyrir hönd Kópavogsbæjar og Jón Helgi Guðmundsson fyrir hönd BYKO. Aðrir fjárfestar hafa ekki enn tilnefnt aðila í nefndina en áætlað er að fyrsti fundur verði í næstu viku. Bjarni segir mikinn áhuga meðal tónskálda og annarra óperulistamanna á að endurskoða óperuformið og færa það meira til nútímans. „Það er víða mikil gróska í óperuritun og það hefur gerst á mjög skömmum tíma,“ segir hann og kveðst afar bjartsýnn á framtíð íslenskrar óperuritunar. „Við Íslendingar erum nú vanalega ekki neinir eftirbátar þegar kemur að nýjum straumum,“ segir hann að lokum. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Heimsókn óperustjóra sem halda samráðsfund hér á landi um framtíðarhorfur listgreinarinnar er kærkomið innlegg í umræðu um tónlistarhús og óperuflutning. Í dag verða einnig kynntar þrjár nýjar íslenskar óperur sem eru í smíðum. Árlegur samráðsfundur óperustjóra í Íslensku óperunni við Ingólfstræti hefst í dag. Það eru óperustjórar og nánustu samstarfsmenn þeirra frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum sem koma saman og er yfirskriftin „nýsmíði óperuverka“. Nýjar óperur setja mark sitt á starfsemi gamalla og nýrra óperuhúsa austan hafs og vestan. Munu óperustjórarnir bera saman bækur sínar og meðal annars fjalla um aukna nýsmíði ópera sem hefur átt sér stað í Evrópu á undanförnum árum. Óperustjórarnir á þinginu koma frá Konunglegu dönsku óperunni, Norsku óperunni, Konunglegu óperunni í Stokkhólmi, Gautarborgaróperunni, Óperunni í Malmö, Óperunni í Umeå í Svíþjóð, Finnsku þjóðaróperunni, Lettnesku þjóðaróperunni og Eistnesku þjóðaróperunni. Þeir munu ekki síður ræða þá uppsveiflu sem hefur verið í byggingu óperuhúsa í Evrópu á undanförnum árum og nokkrir þátttakendur á þinginu stjórna nýbyggðum óperuhúsum. Til dæmis er Konunglega danska óperan í nýju húsnæði, nýtt húsnæði er í smíðum fyrir Norsku óperuna og er áætlað að það opni í apríl 2008. Ekki er langt síðan Finnska þjóðaróperan flutti í nýtt húsnæði sem og Gautaborgaróperan. Því er heimsókn óperustjóranna hingað kærkomin, beint inn í umræðu hér á landi um tónlistarhús með einhverja möguleika til óperuflutnings og ekki síður þá framtíðarsýn að nýtt óperu- og söngleikjahús rísi í Kópavogi. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, hefur skipað undirbúningsnefnd fyrir byggingu á húsnæði fyrir Íslensku óperuna í Kópavogi og er nýráðinn óperustjóri, Stefán Baldursson, fulltrúi Óperunnar í nefndinni. Gunnar I. Birgisson, Ómar Stefánsson, og Guðríður Arnardóttir sitja í nefndinni fyrir hönd Kópavogsbæjar og Jón Helgi Guðmundsson fyrir hönd BYKO. Aðrir fjárfestar hafa ekki enn tilnefnt aðila í nefndina en áætlað er að fyrsti fundur verði í næstu viku. Bjarni segir mikinn áhuga meðal tónskálda og annarra óperulistamanna á að endurskoða óperuformið og færa það meira til nútímans. „Það er víða mikil gróska í óperuritun og það hefur gerst á mjög skömmum tíma,“ segir hann og kveðst afar bjartsýnn á framtíð íslenskrar óperuritunar. „Við Íslendingar erum nú vanalega ekki neinir eftirbátar þegar kemur að nýjum straumum,“ segir hann að lokum.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira