Annað kvöld verður landskeppni í hnefaleikum milli Íslendinga og Dana. Keppnin fer fram í húsakynnum Hnefaleikafélags Hafnarfjarðar við Dalshraun 10.
Alls verða bardagarnir 14 annað kvöld. Þar af verður einn kvennabardagi þegar Arndís Birta Sigursteinsdóttir mætir Önnu Hansen í 63 kílógramma flokki. Margir bíða spenntir eftir viðureign Skúla Ármannssonar og Kim Formanns en þeir berjast í þyngsta flokknum, plús 91 kílógrammaflokki.
Ísland - Danmörk í Hafnarfirði annað kvöld
