Hanna Björk talar frá Teheran: Á snjóbretti í Íran Hanna Björk Valsdóttir skrifar 17. febrúar 2007 00:01 Í baksýn mengaðrar höfuðborgar Írans, Teheran, gnæfa fagrir snæviþaktir tindar. Það var ekki það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég lagði af stað til Íran að ég ætti eftir að geta stundað eina uppáhalds-íþróttina mína þar. Nefnilega snjóbretti. En um leið og ég lenti eldsnemma morguns í Teheran blöstu við mér tignarleg fjöll með snævi þökktum toppum og ég fékk smá spenning í magann. Og jú, viti menn. Í kringum Teheran, í Alborz-fjöllunum, eru fjögur fyrsta flokks skíðasvæði. Ég var ekki lengi að spurjast fyrir og kom þá í ljós að bróðir vinar míns er mikill skíðagarpur og mér var skipað að hringja í hann. Tveimur dögum síðar klukkan sjö um morguninn sóttu Arash og vinur hans mig til að fara upp í fjall. Ég var búin að segja honum að ég hefði ekki tekið með mér neitt skíðadót en hann sagðist redda því. Það næsta sem ég vissi var að við komum við í snjóbrettabúð sem frændi hans á og þar var valinn á mig snjóbrettagalli og ég dressuð frá toppi til táar. Allt í láni. Þegar við nálguðumst fjallið stoppaði Arash í litlu þorpi þar sem leigt var bretti fyrir mig og ekki nóg með það, það var leigður brettakennari með, stelpa til að hanga með mér meðan strákarnir brunuðu á skíðunum sínum. Og að sjálfsögðu mátti ég ekki borga neitt. Þegar maður er gestur í Íran þá er maður gestur.Dizin-skíðasvæðið rétt fyrir utan Teheran en þar eru fyrsta flokks skíðafjöll.Ég þurfti svo sem ekki á kennara að halda eftir áralanga snjóbrettaiðkun en komst svo að því að það var nauðsynlegt að hafa hana með í för, því þegar kom að því að fara í lyfturnar er sér röð fyrir stráka og sér röð fyrir stelpur. Kynin geta ekki farið saman í lyftu. Ég hefði því endað ein ef Vida hefði ekki leitt mig um svæðið. Þetta var ennþá Íran. Það var samt fyndið að sjá að allt í einu máttu allar stelpur vera í venjulegum skíðagöllum og flestar voru þær í mittisúlpum. Skyndilega voru allar slæðurnar og treflarnir horfnir og stelpurnar komnar með húfur á hausinn í staðinn en þannig er það jú alltaf á skíðum. Þetta var eins og að koma inn á eitthvert frísvæði þar sem íslömsku fatareglurnar áttu ekki lengur við þó það stæði skýrum stöfum á dagspassanum mínum: „Please respect the Islamic code of conduct.“ Dizin International Skiing Area er stærsta og besta svæðið í Alborz-fjöllunum og skemmtilegt hvernig „International“ er tekið fram í nafninu. Þetta hefði getað verið hvaða skíðasvæði sem er í Evrópu eða Bandaríkjunum og fólkið eins. Nema hvað að þarna var unga kynslóðin búin að taka völdin. Langflestir voru undir þrítugu og ör-fáir yfir fertugu. Í dag eru Íranar mjög ung þjóð. Fólksfjölgun á seinni hluta tuttugustu aldar sló öll met og fólksfjöldi í Íran tvöfaldaðist eftir íslömsku byltinguna 1979 þegar getnaðarvarnir voru bannaðar. 70% af Írönum eru því undir þrítugu í dag. Og það er greinilegt þegar maður gengur um götur Teheran að þar er ungt fólk í miklum meirihluta. Þetta unga fólk er menntað eða í háskóla og styður ekki íslam. Það er því ekki skrítið að þetta unga fólk sæki í staði eins og Dizin-skíðasvæðið sem er eins og einhvers konar vestrænt frísvæði þar sem hægt er að skemmta sér á eðlilegan hátt.Hanna Björk Valsdóttir blaðamaður skartar bleikum klút til að hylja hár sitt samkvæmt írönskum sið.Það var líka nokkuð ljóst að þarna var ríka og fallega fólkið. „Jet set Teheran“ liðið var mætt á svæðið. Þó að dagspassinn sé hræódýr (700 kr.) þá er það bara efnaða fólkið sem getur stundað skíðaíþróttina. Þarna voru allir með merkin á hreinu og flestir með Burton-bretti og klæddir í Burton frá toppi til táar. Þetta unga Teheran-lið var með „outfittið“ alveg á hreinu og útlitið skipti ennþá mestu máli. Stelpurnar voru til dæmis ekkert að spara „meiköppið“ þó þær væru komnar upp í fjall. Fegurðin skiptir öllu máli. Í Teheran er ekki hægt að labba út á götu án þess að mæta 3 til 4 stelpum með umbúðir eftir nefaðgerð. Hér er jafn eðlilegt að fara í lýtaaðgerð eins og að fara til tannlæknis á Íslandi. Eftir að hafa unnið á skíðasvæði í austurrísku Ölpunum átti ég ekki von á svona geggjuðum brekkum hér. En Dizin hafði upp á allt það besta að bjóða. Brattar brekkur, frábær snjór, nóg af púðursnjó fyrir „off-piste“ en helsti kosturinn var samt sá að þó að Alborz-fjöllin séu sambærileg við Alpafjöllin þá eru þau laus við túrismann. Raðir í lyftur voru nánast engar og brekkurnar ekki troðnar. Sólin skein og snjórinn var eins og hann gerist bestur. Fyrir þá sem vilja smá ævintýri í skíðafríið sitt mæli ég með Íran þar sem hægt er að heimsækja Teheran og upplifa persneska menningu í leiðinni. Hér fyrir neðan er hægt að sjá skemmtilega heimildarmynd um skíðaiðkun í Íran. Tengdar fréttir Hanna Björk talar frá Teheran: Vegatálmar og vestræn viðhorf Í Íran er föstudagur frídagur, eins og sunnudagur heima. Fimmtudagskvöld eru því partíkvöld hér í Teheran. Það tók mig smá tíma að venjast því að hér byrjar vinnuvikan á laugadegi sem er eins og hver annar mánudagur heima. Svona eru hlutirnir oft öfugsnúnir í Íran. Dagatalið er allt annað, hér er árið 1385, og persneska er skrifuð og lesin í öfuga átt, frá hægri til vinstri. 10. mars 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Diskóljós og “meiköpp” rassía í Íran Sumarið er komið og moskítóflugurnar með. Næturnar fara nú í það að berjast við suðið í þeim í eyranu á mér og reyna að drepa þær áður en þær bíta mig. Sumarfiðringur er kominn í fólkið og flestir vilja bara vera úti að leika. Teheran hefur breytt um svip, trén urðu græn á einni viku, bleik blóm eru úti um allt og himininn fagurblár. 28. apríl 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: 67 km til Írak Ég endaði dvöl mína hér í Teheran á að flýja stórborgina og eyddi síðustu helginni minni með nokkrum vinum í Suður-Íran í ríkasta héraðinu, nefnilega Khuzestan. Khuzestan er olíufylkið, flestir skýjagljúfrar í Teheran eru byggðir fyrir peninga sem koma þaðan. Samt sem áður er fólkið þar fátækt. Peningarnir fara allir til borgarinnar. Það eru flug á 20 mínútna fresti til Ahvaz og flugvélin var full af olíubransafólki. 19. maí 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Ananasgos, bananatyggjó og ís Þegar maður dvelur í útlöndum í lengri tíma þá fer maður alltaf að sakna fáránlegra hluta frá Íslandi eins og til dæmis SS-pylsna og ópals. En mér finnst reyndar ennþá skemmtilegra að vera í útlöndum og smakka mat sem mér finnst skrítinn. Í Íran er mikil matarmenning og ég hef verið mjög dugleg við að smakka allan mat sem mér er boðinn og yfirleitt er hann mjög góður, þótt Íranar séu óþarflega mikið fyrir að hafa súrsað grænmeti sem meðlæti. 17. mars 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Bíó og brjálæði! Jæja, þá er ég komin frá Teheran til meginlands Evrópu. Ég fékk meira menningarsjokk við að lenda í Cannes heldur en í Teheran fyrir fjórum mánuðum. Cannes er mjög fallegur staður og ströndin og sólin lofuðu góðu. En svo fór ég á hátíðarsvæðið og geðveikin byrjaði. Fólk, fólk, fólk alls staðar. Höstl og læti. 26. maí 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Nætursöngur hermanna Ég átti ekki von á því að geta haldið páskana hátíðlega í íslamska lýðveldinu Íran. En eins og um flest annað sem ég hafði gert mér í hugarlund áður um þetta land þá hafði ég rangt fyrir mér. 14. apríl 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Á slóðum Alexander mikla Ég gleymi stundum hvað Íran er ævafornt land, hvað menningin er rík og fáguð og hvað gamla Persía var mikið heimsveldi áður, þegar hún náði yfir öll Mið-Austurlönd, hluta af Afríku og alla leið til Indlands. 4000 ára saga þessa lands skiptist í mörg tímabil velmegunar og hnignunar, þrjú heimsveldi Persíu, konungsveldi og klerkaveldi. 11. febrúar 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Ný byrjun, nýr dagur í Íran Vorið er komið í Teheran. Það kom með nýja árinu aðfaranótt miðvikudags klukkan þrjú nákvæmlega. Þá vöknuðu þeir Íranar sem höfðu ekki haldið sér vakandi og fögnuðu nýja árinu með því að kyssa fjölskyldumeðlimi og stökkva yfir þröskuld með hægri fæti áður en þeir fóru aftur að sofa. Á hverju ári breytist dagurinn og tímasetningin vegna þess að koma vorsins og nýja ársins er nákvæmlega reiknuð út eftir staðsetningu himintunglanna. 24. mars 2007 00:01 Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Fleiri fréttir Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Sjá meira
Það var ekki það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég lagði af stað til Íran að ég ætti eftir að geta stundað eina uppáhalds-íþróttina mína þar. Nefnilega snjóbretti. En um leið og ég lenti eldsnemma morguns í Teheran blöstu við mér tignarleg fjöll með snævi þökktum toppum og ég fékk smá spenning í magann. Og jú, viti menn. Í kringum Teheran, í Alborz-fjöllunum, eru fjögur fyrsta flokks skíðasvæði. Ég var ekki lengi að spurjast fyrir og kom þá í ljós að bróðir vinar míns er mikill skíðagarpur og mér var skipað að hringja í hann. Tveimur dögum síðar klukkan sjö um morguninn sóttu Arash og vinur hans mig til að fara upp í fjall. Ég var búin að segja honum að ég hefði ekki tekið með mér neitt skíðadót en hann sagðist redda því. Það næsta sem ég vissi var að við komum við í snjóbrettabúð sem frændi hans á og þar var valinn á mig snjóbrettagalli og ég dressuð frá toppi til táar. Allt í láni. Þegar við nálguðumst fjallið stoppaði Arash í litlu þorpi þar sem leigt var bretti fyrir mig og ekki nóg með það, það var leigður brettakennari með, stelpa til að hanga með mér meðan strákarnir brunuðu á skíðunum sínum. Og að sjálfsögðu mátti ég ekki borga neitt. Þegar maður er gestur í Íran þá er maður gestur.Dizin-skíðasvæðið rétt fyrir utan Teheran en þar eru fyrsta flokks skíðafjöll.Ég þurfti svo sem ekki á kennara að halda eftir áralanga snjóbrettaiðkun en komst svo að því að það var nauðsynlegt að hafa hana með í för, því þegar kom að því að fara í lyfturnar er sér röð fyrir stráka og sér röð fyrir stelpur. Kynin geta ekki farið saman í lyftu. Ég hefði því endað ein ef Vida hefði ekki leitt mig um svæðið. Þetta var ennþá Íran. Það var samt fyndið að sjá að allt í einu máttu allar stelpur vera í venjulegum skíðagöllum og flestar voru þær í mittisúlpum. Skyndilega voru allar slæðurnar og treflarnir horfnir og stelpurnar komnar með húfur á hausinn í staðinn en þannig er það jú alltaf á skíðum. Þetta var eins og að koma inn á eitthvert frísvæði þar sem íslömsku fatareglurnar áttu ekki lengur við þó það stæði skýrum stöfum á dagspassanum mínum: „Please respect the Islamic code of conduct.“ Dizin International Skiing Area er stærsta og besta svæðið í Alborz-fjöllunum og skemmtilegt hvernig „International“ er tekið fram í nafninu. Þetta hefði getað verið hvaða skíðasvæði sem er í Evrópu eða Bandaríkjunum og fólkið eins. Nema hvað að þarna var unga kynslóðin búin að taka völdin. Langflestir voru undir þrítugu og ör-fáir yfir fertugu. Í dag eru Íranar mjög ung þjóð. Fólksfjölgun á seinni hluta tuttugustu aldar sló öll met og fólksfjöldi í Íran tvöfaldaðist eftir íslömsku byltinguna 1979 þegar getnaðarvarnir voru bannaðar. 70% af Írönum eru því undir þrítugu í dag. Og það er greinilegt þegar maður gengur um götur Teheran að þar er ungt fólk í miklum meirihluta. Þetta unga fólk er menntað eða í háskóla og styður ekki íslam. Það er því ekki skrítið að þetta unga fólk sæki í staði eins og Dizin-skíðasvæðið sem er eins og einhvers konar vestrænt frísvæði þar sem hægt er að skemmta sér á eðlilegan hátt.Hanna Björk Valsdóttir blaðamaður skartar bleikum klút til að hylja hár sitt samkvæmt írönskum sið.Það var líka nokkuð ljóst að þarna var ríka og fallega fólkið. „Jet set Teheran“ liðið var mætt á svæðið. Þó að dagspassinn sé hræódýr (700 kr.) þá er það bara efnaða fólkið sem getur stundað skíðaíþróttina. Þarna voru allir með merkin á hreinu og flestir með Burton-bretti og klæddir í Burton frá toppi til táar. Þetta unga Teheran-lið var með „outfittið“ alveg á hreinu og útlitið skipti ennþá mestu máli. Stelpurnar voru til dæmis ekkert að spara „meiköppið“ þó þær væru komnar upp í fjall. Fegurðin skiptir öllu máli. Í Teheran er ekki hægt að labba út á götu án þess að mæta 3 til 4 stelpum með umbúðir eftir nefaðgerð. Hér er jafn eðlilegt að fara í lýtaaðgerð eins og að fara til tannlæknis á Íslandi. Eftir að hafa unnið á skíðasvæði í austurrísku Ölpunum átti ég ekki von á svona geggjuðum brekkum hér. En Dizin hafði upp á allt það besta að bjóða. Brattar brekkur, frábær snjór, nóg af púðursnjó fyrir „off-piste“ en helsti kosturinn var samt sá að þó að Alborz-fjöllin séu sambærileg við Alpafjöllin þá eru þau laus við túrismann. Raðir í lyftur voru nánast engar og brekkurnar ekki troðnar. Sólin skein og snjórinn var eins og hann gerist bestur. Fyrir þá sem vilja smá ævintýri í skíðafríið sitt mæli ég með Íran þar sem hægt er að heimsækja Teheran og upplifa persneska menningu í leiðinni. Hér fyrir neðan er hægt að sjá skemmtilega heimildarmynd um skíðaiðkun í Íran.
Tengdar fréttir Hanna Björk talar frá Teheran: Vegatálmar og vestræn viðhorf Í Íran er föstudagur frídagur, eins og sunnudagur heima. Fimmtudagskvöld eru því partíkvöld hér í Teheran. Það tók mig smá tíma að venjast því að hér byrjar vinnuvikan á laugadegi sem er eins og hver annar mánudagur heima. Svona eru hlutirnir oft öfugsnúnir í Íran. Dagatalið er allt annað, hér er árið 1385, og persneska er skrifuð og lesin í öfuga átt, frá hægri til vinstri. 10. mars 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Diskóljós og “meiköpp” rassía í Íran Sumarið er komið og moskítóflugurnar með. Næturnar fara nú í það að berjast við suðið í þeim í eyranu á mér og reyna að drepa þær áður en þær bíta mig. Sumarfiðringur er kominn í fólkið og flestir vilja bara vera úti að leika. Teheran hefur breytt um svip, trén urðu græn á einni viku, bleik blóm eru úti um allt og himininn fagurblár. 28. apríl 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: 67 km til Írak Ég endaði dvöl mína hér í Teheran á að flýja stórborgina og eyddi síðustu helginni minni með nokkrum vinum í Suður-Íran í ríkasta héraðinu, nefnilega Khuzestan. Khuzestan er olíufylkið, flestir skýjagljúfrar í Teheran eru byggðir fyrir peninga sem koma þaðan. Samt sem áður er fólkið þar fátækt. Peningarnir fara allir til borgarinnar. Það eru flug á 20 mínútna fresti til Ahvaz og flugvélin var full af olíubransafólki. 19. maí 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Ananasgos, bananatyggjó og ís Þegar maður dvelur í útlöndum í lengri tíma þá fer maður alltaf að sakna fáránlegra hluta frá Íslandi eins og til dæmis SS-pylsna og ópals. En mér finnst reyndar ennþá skemmtilegra að vera í útlöndum og smakka mat sem mér finnst skrítinn. Í Íran er mikil matarmenning og ég hef verið mjög dugleg við að smakka allan mat sem mér er boðinn og yfirleitt er hann mjög góður, þótt Íranar séu óþarflega mikið fyrir að hafa súrsað grænmeti sem meðlæti. 17. mars 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Bíó og brjálæði! Jæja, þá er ég komin frá Teheran til meginlands Evrópu. Ég fékk meira menningarsjokk við að lenda í Cannes heldur en í Teheran fyrir fjórum mánuðum. Cannes er mjög fallegur staður og ströndin og sólin lofuðu góðu. En svo fór ég á hátíðarsvæðið og geðveikin byrjaði. Fólk, fólk, fólk alls staðar. Höstl og læti. 26. maí 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Nætursöngur hermanna Ég átti ekki von á því að geta haldið páskana hátíðlega í íslamska lýðveldinu Íran. En eins og um flest annað sem ég hafði gert mér í hugarlund áður um þetta land þá hafði ég rangt fyrir mér. 14. apríl 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Á slóðum Alexander mikla Ég gleymi stundum hvað Íran er ævafornt land, hvað menningin er rík og fáguð og hvað gamla Persía var mikið heimsveldi áður, þegar hún náði yfir öll Mið-Austurlönd, hluta af Afríku og alla leið til Indlands. 4000 ára saga þessa lands skiptist í mörg tímabil velmegunar og hnignunar, þrjú heimsveldi Persíu, konungsveldi og klerkaveldi. 11. febrúar 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Ný byrjun, nýr dagur í Íran Vorið er komið í Teheran. Það kom með nýja árinu aðfaranótt miðvikudags klukkan þrjú nákvæmlega. Þá vöknuðu þeir Íranar sem höfðu ekki haldið sér vakandi og fögnuðu nýja árinu með því að kyssa fjölskyldumeðlimi og stökkva yfir þröskuld með hægri fæti áður en þeir fóru aftur að sofa. Á hverju ári breytist dagurinn og tímasetningin vegna þess að koma vorsins og nýja ársins er nákvæmlega reiknuð út eftir staðsetningu himintunglanna. 24. mars 2007 00:01 Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Fleiri fréttir Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Sjá meira
Hanna Björk talar frá Teheran: Vegatálmar og vestræn viðhorf Í Íran er föstudagur frídagur, eins og sunnudagur heima. Fimmtudagskvöld eru því partíkvöld hér í Teheran. Það tók mig smá tíma að venjast því að hér byrjar vinnuvikan á laugadegi sem er eins og hver annar mánudagur heima. Svona eru hlutirnir oft öfugsnúnir í Íran. Dagatalið er allt annað, hér er árið 1385, og persneska er skrifuð og lesin í öfuga átt, frá hægri til vinstri. 10. mars 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: Diskóljós og “meiköpp” rassía í Íran Sumarið er komið og moskítóflugurnar með. Næturnar fara nú í það að berjast við suðið í þeim í eyranu á mér og reyna að drepa þær áður en þær bíta mig. Sumarfiðringur er kominn í fólkið og flestir vilja bara vera úti að leika. Teheran hefur breytt um svip, trén urðu græn á einni viku, bleik blóm eru úti um allt og himininn fagurblár. 28. apríl 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: 67 km til Írak Ég endaði dvöl mína hér í Teheran á að flýja stórborgina og eyddi síðustu helginni minni með nokkrum vinum í Suður-Íran í ríkasta héraðinu, nefnilega Khuzestan. Khuzestan er olíufylkið, flestir skýjagljúfrar í Teheran eru byggðir fyrir peninga sem koma þaðan. Samt sem áður er fólkið þar fátækt. Peningarnir fara allir til borgarinnar. Það eru flug á 20 mínútna fresti til Ahvaz og flugvélin var full af olíubransafólki. 19. maí 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: Ananasgos, bananatyggjó og ís Þegar maður dvelur í útlöndum í lengri tíma þá fer maður alltaf að sakna fáránlegra hluta frá Íslandi eins og til dæmis SS-pylsna og ópals. En mér finnst reyndar ennþá skemmtilegra að vera í útlöndum og smakka mat sem mér finnst skrítinn. Í Íran er mikil matarmenning og ég hef verið mjög dugleg við að smakka allan mat sem mér er boðinn og yfirleitt er hann mjög góður, þótt Íranar séu óþarflega mikið fyrir að hafa súrsað grænmeti sem meðlæti. 17. mars 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: Bíó og brjálæði! Jæja, þá er ég komin frá Teheran til meginlands Evrópu. Ég fékk meira menningarsjokk við að lenda í Cannes heldur en í Teheran fyrir fjórum mánuðum. Cannes er mjög fallegur staður og ströndin og sólin lofuðu góðu. En svo fór ég á hátíðarsvæðið og geðveikin byrjaði. Fólk, fólk, fólk alls staðar. Höstl og læti. 26. maí 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: Nætursöngur hermanna Ég átti ekki von á því að geta haldið páskana hátíðlega í íslamska lýðveldinu Íran. En eins og um flest annað sem ég hafði gert mér í hugarlund áður um þetta land þá hafði ég rangt fyrir mér. 14. apríl 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: Á slóðum Alexander mikla Ég gleymi stundum hvað Íran er ævafornt land, hvað menningin er rík og fáguð og hvað gamla Persía var mikið heimsveldi áður, þegar hún náði yfir öll Mið-Austurlönd, hluta af Afríku og alla leið til Indlands. 4000 ára saga þessa lands skiptist í mörg tímabil velmegunar og hnignunar, þrjú heimsveldi Persíu, konungsveldi og klerkaveldi. 11. febrúar 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: Ný byrjun, nýr dagur í Íran Vorið er komið í Teheran. Það kom með nýja árinu aðfaranótt miðvikudags klukkan þrjú nákvæmlega. Þá vöknuðu þeir Íranar sem höfðu ekki haldið sér vakandi og fögnuðu nýja árinu með því að kyssa fjölskyldumeðlimi og stökkva yfir þröskuld með hægri fæti áður en þeir fóru aftur að sofa. Á hverju ári breytist dagurinn og tímasetningin vegna þess að koma vorsins og nýja ársins er nákvæmlega reiknuð út eftir staðsetningu himintunglanna. 24. mars 2007 00:01