The Stooges: The Weirdness - þrjár stjörnur 16. apríl 2007 08:15 Þó að platan standi gömlu meistaraverkunum langt að baki er á henni nóg af tilþrifum til að gleðja gamla aðdáendur. Detroit-sveitin The Stooges kom saman aftur fyrir fjórum árum og hefur verið að spila saman síðan, meðal annars í Hafnarhúsinu í fyrra. Þrír af upprunalegu meðlimunum, Iggy Pop og bræðurnir Ron og Scott Asheton, eru í bandinu í dag. Iggy syngur, Ron spilar á gítar og Scott á trommur, en fyrrum Minutemen-bassaleikarinn Mike Watt er kominn í stað þess fjórða, Dave Alexander sem lést árið 1975. Auk þess spilar saxófónleikarinn Steve Mackay á nýju plötunni, en hann vakti mikla athygli fyrir sinn hlut á Funhouse á sínum tíma. Fyrstu þrjár Stooges-plöturnar, The Stooges (1969), Funhouse (1970) og Raw Power (1973), eru allar á meðal merkustu verka rokksögunnar og hafa haft mikil áhrif á þær kynslóðir rokktónlistarmanna sem hafa komið fram síðan þær komu út. Það átti enginn von á því að The Weirdness yrði jafn mögnuð og fyrri plöturnar og það er hún sannarlega ekki. Í fyrsta lagi hafa þrjár fyrstu plöturnar hver sín sérkenni á meðan The Weirdness reynir bara að endurskapa hljóm fortíðarinnar. Í öðru lagi eru lagasmíðarnar ekki jafn sterkar og í þriðja lagi hafa textarnir ekki sama vægi. Þrátt fyrir þetta er The Weirdness ekkert slæm plata. Það er enn gaman að Stooges-sándinu og þó að tilþrif bræðranna Ron og Scott hljómi ekki jafn byltingarkennd í dag og fyrir tæpum fjörutíu árum er samt gaman að hlusta á þau ennþá. Steve Albini stjórnar upptökunum og hljómurinn er þar af leiðandi fínn, trommusándið er til dæmis frábært. Ef það er hægt að tala um einhverja breytingu á tónlistinni þá má kannski segja að það sé aðeins minni sýra í þessum nýju Stooges lögum og aðeins meiri blús. The Weirdness gleður gamla Stooges-hunda, en aðrir ættu frekar að snúa sé að gömlu meistaraverkunum. Trausti Júlíusson Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Detroit-sveitin The Stooges kom saman aftur fyrir fjórum árum og hefur verið að spila saman síðan, meðal annars í Hafnarhúsinu í fyrra. Þrír af upprunalegu meðlimunum, Iggy Pop og bræðurnir Ron og Scott Asheton, eru í bandinu í dag. Iggy syngur, Ron spilar á gítar og Scott á trommur, en fyrrum Minutemen-bassaleikarinn Mike Watt er kominn í stað þess fjórða, Dave Alexander sem lést árið 1975. Auk þess spilar saxófónleikarinn Steve Mackay á nýju plötunni, en hann vakti mikla athygli fyrir sinn hlut á Funhouse á sínum tíma. Fyrstu þrjár Stooges-plöturnar, The Stooges (1969), Funhouse (1970) og Raw Power (1973), eru allar á meðal merkustu verka rokksögunnar og hafa haft mikil áhrif á þær kynslóðir rokktónlistarmanna sem hafa komið fram síðan þær komu út. Það átti enginn von á því að The Weirdness yrði jafn mögnuð og fyrri plöturnar og það er hún sannarlega ekki. Í fyrsta lagi hafa þrjár fyrstu plöturnar hver sín sérkenni á meðan The Weirdness reynir bara að endurskapa hljóm fortíðarinnar. Í öðru lagi eru lagasmíðarnar ekki jafn sterkar og í þriðja lagi hafa textarnir ekki sama vægi. Þrátt fyrir þetta er The Weirdness ekkert slæm plata. Það er enn gaman að Stooges-sándinu og þó að tilþrif bræðranna Ron og Scott hljómi ekki jafn byltingarkennd í dag og fyrir tæpum fjörutíu árum er samt gaman að hlusta á þau ennþá. Steve Albini stjórnar upptökunum og hljómurinn er þar af leiðandi fínn, trommusándið er til dæmis frábært. Ef það er hægt að tala um einhverja breytingu á tónlistinni þá má kannski segja að það sé aðeins minni sýra í þessum nýju Stooges lögum og aðeins meiri blús. The Weirdness gleður gamla Stooges-hunda, en aðrir ættu frekar að snúa sé að gömlu meistaraverkunum. Trausti Júlíusson
Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira