Innlent

Varað við óveðri á Holtavörðuheiði

Það fennti hressilega á suðvesturhluta landsins í dag.
Það fennti hressilega á suðvesturhluta landsins í dag.

Ört versnandi veður er á Holtavörðuheiði og Vegagerðin biður fólk um að vera þar ekki á ferðinni að óþörfu. Mikil hálka er á Kjalarnesi og hálka er á Reykjanesbraut. Hálka og éljagangur er á Hellisheiði og í Þrengslum.

Á Vesturlandi er hálka, snjóþekja og snjókoma. Hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum er hálka og snjóþekja.

Á Norðurlandi er hálka og hálkublettir. Hálka er á Öxnadalsheiði. Á Norðausturlandi er hálka og hálkublettir, snjókoma og éljagangur er víða.

Á Austfjörðum er hálka og hálkublettir. Öxi er þungfær og Breiðdalsheiði ófær.

Á Suðausturlandi er hálka og snjóþekja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×