Enski boltinn

Defoe ætlar ekki að fara frá Tottenham

NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Jermaine Defoe hjá Tottenham ætlar ekki að láta það á sig fá þó liðið hafi keypt Darren Bent frá Charlton fyrir metfé á dögunum og ætlar að berjast áfram fyrir sæti sínu í liðinu á komandi leiktíð.

Defoe átti ekki fast sæti í liði Tottenham á síðustu leiktíð en var þó iðinn við að skora. Auk þeirra Defoe og Bent eru fyrir hjá Tottenham framherjarnir Dimitar Berbatov og Robbie Keane, svo ljóst er að keppnin um sæti í byrjunarliði Martin Jol verður hörð í vetur.

"Ég er mjög spenntur fyrir næsta tímabili og því að spila í Evrópukeppninni annað árið í röð. Við erum búnir að styrkja lið okkar vel í sumar og ég held að hópurinn sé orðinn betur í stakk búinn til að keppa á öllum vígstöðvum. Það er hörð samkeppni um stöður í liðinu og það er af hinu góða," sagði Defoe brattur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×