Magni syngur bandaríska þjóðsönginn 4. júlí 2007 10:15 Magni Ásgeirsson fékk að kynnast bandarískum siðvenjum með þátttöku sinni í Rockstar. Hann hefur þó aldrei sungið bandaríska þjóðsönginn. Samsett mynd/olga „Ég spurði hvort ég mætti taka Hendrix-útgáfuna. Það var ekki tekið neitt sérstaklega vel í það,“ segir söngvarinn Magni Ásgeirsson, en hann mun syngja bandaríska þjóðsönginn í einkasamkvæmi á vegum ameríska sendiráðsins í dag í tilefni af þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. Magni segir verkefnið leggjast vel í sig þrátt fyrir að hann hafi aldrei spreytt sig á söngnum áður og þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær var hann ekki búinn að læra textann. Auk þess hafði lítið verið um æfingar. „Ég verð með textann á blaði og treysti mér varla í annað. Þótt lagið sé mjög stutt er textinn mjög erfiður. Það eru nokkur mjög flókin orð þarna sem heyrast aldrei í hefðbundnu talmáli,“ segir Magni en líklegt er að hann verði með gítarinn sér til halds og trausts í flutningnum. Alla jafna þykir það mikill heiður að syngja þjóðsöng Bandaríkjanna og kveðst Magni vissulega stoltur yfir því að hafa verið beðinn um að taka lagið fyrir sendiráðið. „En það yrði miklu meiri heiður fyrir mig að syngja íslenska þjóðsönginn,“ segir Magni sem þó telur hæpið að hann muni spreyta sig á þeim íslenska á opinberum vettvangi. „Nei, varla. Það er eiginlega aðeins á færi lærðra óperusöngvara að syngja íslenska þjóðsönginn. Lagið fer alveg niður í Johnny Cash og upp í Josh Groban svo að ég ætti ekkert auðvelt með það. En það mætti alveg reyna það.“ Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Ég spurði hvort ég mætti taka Hendrix-útgáfuna. Það var ekki tekið neitt sérstaklega vel í það,“ segir söngvarinn Magni Ásgeirsson, en hann mun syngja bandaríska þjóðsönginn í einkasamkvæmi á vegum ameríska sendiráðsins í dag í tilefni af þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. Magni segir verkefnið leggjast vel í sig þrátt fyrir að hann hafi aldrei spreytt sig á söngnum áður og þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær var hann ekki búinn að læra textann. Auk þess hafði lítið verið um æfingar. „Ég verð með textann á blaði og treysti mér varla í annað. Þótt lagið sé mjög stutt er textinn mjög erfiður. Það eru nokkur mjög flókin orð þarna sem heyrast aldrei í hefðbundnu talmáli,“ segir Magni en líklegt er að hann verði með gítarinn sér til halds og trausts í flutningnum. Alla jafna þykir það mikill heiður að syngja þjóðsöng Bandaríkjanna og kveðst Magni vissulega stoltur yfir því að hafa verið beðinn um að taka lagið fyrir sendiráðið. „En það yrði miklu meiri heiður fyrir mig að syngja íslenska þjóðsönginn,“ segir Magni sem þó telur hæpið að hann muni spreyta sig á þeim íslenska á opinberum vettvangi. „Nei, varla. Það er eiginlega aðeins á færi lærðra óperusöngvara að syngja íslenska þjóðsönginn. Lagið fer alveg niður í Johnny Cash og upp í Josh Groban svo að ég ætti ekkert auðvelt með það. En það mætti alveg reyna það.“
Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“