Mosley lofar flugeldasýningu í kvöld 10. nóvember 2007 15:11 Shane Mosley NordicPhotos/GettyImages Von er á fjörugum bardaga í nótt þegar hinn ósigraði Miguel Cotto frá Portó Ríkó tekur á móti goðsögninni Shane "Sykurpúða" Mosley í veltivigt hnefaleika. Bardaginn verður í beinni á Sýn og hefst útsending klukkan eitt í nótt. Miguel Cotto hefur farið mikinn undanfarið og er taplaus með 30 sigra, þar af 25 á rothöggi. Andstæðingur hans í kvöld er enginn viðvaningur heldur. Shane Mosley hefur unnið 44 sigra (37 á rothöggi) og tapað 4 viðureignum á ferlinum. Hann hefur orðið heimsmeistari í þremur þyngdarflokkum. Sigurvegarinn í kvöld mun væntanlega reyna að skora á sigurvegarann í einvígi Ricky Hatton og Floyd Mayweather í næta mánuði. "Þetta er erfiðasti bardagi minn á ferlinum á pappírunum en ég ætla heim með titlana. Ég er tilbúinn í slaginn fyrir besta bardaga minn til þessa. Shane er frábær hnefaleikari en hann tapar þessum bardaga. Ég mun ganga út úr hringnum sem ósigraður heimsmeistari," sagði Cotto, sem sigraði Zab Judah nokkuð sannfærandi í síðasta bardaga sínum. Mosley er 35 ára gamall og er með mjög sannfærandi ferilskrá, þar sem hann hefur m.a. unnið Oscar de la Hoya og Fernando Vargas í tvígang. Hann vann síðast Luis Collazo í bardaga um WBC beltið í febrúar. "Cotto er frábær boxari en það er ég líka. Við eigum eftir að kveikja vel í Madison Square Garden og ég held ég hafi aldrei verið spenntari fyrir nokkrum bardaga - ég get ekki beðið. Þetta verður flugeldasýning," sagði Mosley. Box Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Von er á fjörugum bardaga í nótt þegar hinn ósigraði Miguel Cotto frá Portó Ríkó tekur á móti goðsögninni Shane "Sykurpúða" Mosley í veltivigt hnefaleika. Bardaginn verður í beinni á Sýn og hefst útsending klukkan eitt í nótt. Miguel Cotto hefur farið mikinn undanfarið og er taplaus með 30 sigra, þar af 25 á rothöggi. Andstæðingur hans í kvöld er enginn viðvaningur heldur. Shane Mosley hefur unnið 44 sigra (37 á rothöggi) og tapað 4 viðureignum á ferlinum. Hann hefur orðið heimsmeistari í þremur þyngdarflokkum. Sigurvegarinn í kvöld mun væntanlega reyna að skora á sigurvegarann í einvígi Ricky Hatton og Floyd Mayweather í næta mánuði. "Þetta er erfiðasti bardagi minn á ferlinum á pappírunum en ég ætla heim með titlana. Ég er tilbúinn í slaginn fyrir besta bardaga minn til þessa. Shane er frábær hnefaleikari en hann tapar þessum bardaga. Ég mun ganga út úr hringnum sem ósigraður heimsmeistari," sagði Cotto, sem sigraði Zab Judah nokkuð sannfærandi í síðasta bardaga sínum. Mosley er 35 ára gamall og er með mjög sannfærandi ferilskrá, þar sem hann hefur m.a. unnið Oscar de la Hoya og Fernando Vargas í tvígang. Hann vann síðast Luis Collazo í bardaga um WBC beltið í febrúar. "Cotto er frábær boxari en það er ég líka. Við eigum eftir að kveikja vel í Madison Square Garden og ég held ég hafi aldrei verið spenntari fyrir nokkrum bardaga - ég get ekki beðið. Þetta verður flugeldasýning," sagði Mosley.
Box Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira