Fótbolti

Hollenskur framherji til skoðunar hjá Fylki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dion Esajas lék síðast með Paderborn í Þýskalandi.
Dion Esajas lék síðast með Paderborn í Þýskalandi. Nordic Photos / Bongarts

Landsbankadeildarlið Fylkis hefur fengið hollenska framherjann Dion Esajas til skoðunar og mun hann taka þátt í æfingaleik Fylkis og HK á laugardaginn kemur.

Esajas er 27 ára gamall og hefur á sínum ferli leiki ðmeð Haarlem, Volendam og Zwolle í heimalandi sínu og nú síðast með Paderborn í Þýskalandi. Hann á einnig leiki að baki með U-17 og U-18 landsliðum Hollands.

Fylkismenn hafa þegar misst tvo framherja frá síðasta tímabili, þá Christian Christiansen og Albert Brynjar Ingason. Þeir hafa þó fengið Allan Dyring til liðs við sig frá FH. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×