Kristinn Jakobsson verður fjórði dómari á EM í fótbolta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. desember 2007 18:14 Kristinn Jakobsson knattspyrnudómari. Mynd/Daníel Kristinn Jakobsson er einn átta dómara í Evrópu sem var valinn til að starfa sem fjórði dómari á leikjum úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu næsta sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu UEFA í dag en Kristinn fékk símtalið í morgun. „Þetta er mikill heiður," sagði Kristinn við Vísi. „Það er eins og að jólin hafi komið aðeins fyrr þetta árið." Kristinn segir að þetta sé skref upp á við fyrir sig. „Það er ekki spurning að þetta er mikil viðurkenning fyrir mig." Hann segir að það sé vissulega gamall draumur sinn að starfa í kringum stórmót í knattspyrnu. „Þetta er auðvitað keppikefli allra dómara að komast í stóru keppnirnar og vonandi er ég með þessu að uppskera laun erfiðisins." Kristinn hefur klifið metorðastigann hægt og rólega í dómgæslunni. „Ég byrjaði á úrslitakeppni U16 landsliða, svo U17, U19 og nú þetta. En þetta er vissulega stærra skref en ég átti von á." Spurður hvort hann vonist til að verða einhverntímann valinn til að starfa sem aðaldómari á stórmóti segir hann að tíminn einn verði að leiða það í ljós. „Ég á jafn mikið von á því og ég átti von á þessu. Það eru margir um hituna og sjálfsagt vildu margir hafa fengið það símtal sem ég fékk í morgun." Kristinn má starfa sem alþjóðadómari í sjö ár í viðbót. „Ef guð og lukka leyfir mun ég klára þessi sjö ár. En næsti leikur getur líka breytt öllu, þannig er það nú bara." Dómarar á EM 2008: Aðaldómarar: Konrad Plautz, Austurríki Frank De Bleeckere, Belgíu Howard Webb, Englandi Herbert Fandel, Þýskalandi Kyros Vassaras, Grikklandi Roberto Rosetti, Ítalíu Pieter Vink, Hollandi Tom Henning Övrebö, Noregi Lubos Michel, Slóvakíu Manuel Enrique Mejuto Gonzalez, Spáni Peter Fröjfeldt, Svíþjóð Massimo Busacca, Sviss Fjórði dómari: Ivan Bebek, Króatíu Stephane Lannoy, Frakklandi Viktor Kassai, Ungverjalandi Kristinn Jakobsson Grzegorz Gilewski, Póllandi Olegaria Benquerenca, Portúgal Craig Thomson, Skotlandi Damir Skomina, Slóveníu Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Kristinn Jakobsson er einn átta dómara í Evrópu sem var valinn til að starfa sem fjórði dómari á leikjum úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu næsta sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu UEFA í dag en Kristinn fékk símtalið í morgun. „Þetta er mikill heiður," sagði Kristinn við Vísi. „Það er eins og að jólin hafi komið aðeins fyrr þetta árið." Kristinn segir að þetta sé skref upp á við fyrir sig. „Það er ekki spurning að þetta er mikil viðurkenning fyrir mig." Hann segir að það sé vissulega gamall draumur sinn að starfa í kringum stórmót í knattspyrnu. „Þetta er auðvitað keppikefli allra dómara að komast í stóru keppnirnar og vonandi er ég með þessu að uppskera laun erfiðisins." Kristinn hefur klifið metorðastigann hægt og rólega í dómgæslunni. „Ég byrjaði á úrslitakeppni U16 landsliða, svo U17, U19 og nú þetta. En þetta er vissulega stærra skref en ég átti von á." Spurður hvort hann vonist til að verða einhverntímann valinn til að starfa sem aðaldómari á stórmóti segir hann að tíminn einn verði að leiða það í ljós. „Ég á jafn mikið von á því og ég átti von á þessu. Það eru margir um hituna og sjálfsagt vildu margir hafa fengið það símtal sem ég fékk í morgun." Kristinn má starfa sem alþjóðadómari í sjö ár í viðbót. „Ef guð og lukka leyfir mun ég klára þessi sjö ár. En næsti leikur getur líka breytt öllu, þannig er það nú bara." Dómarar á EM 2008: Aðaldómarar: Konrad Plautz, Austurríki Frank De Bleeckere, Belgíu Howard Webb, Englandi Herbert Fandel, Þýskalandi Kyros Vassaras, Grikklandi Roberto Rosetti, Ítalíu Pieter Vink, Hollandi Tom Henning Övrebö, Noregi Lubos Michel, Slóvakíu Manuel Enrique Mejuto Gonzalez, Spáni Peter Fröjfeldt, Svíþjóð Massimo Busacca, Sviss Fjórði dómari: Ivan Bebek, Króatíu Stephane Lannoy, Frakklandi Viktor Kassai, Ungverjalandi Kristinn Jakobsson Grzegorz Gilewski, Póllandi Olegaria Benquerenca, Portúgal Craig Thomson, Skotlandi Damir Skomina, Slóveníu
Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn