Kristinn Jakobsson verður fjórði dómari á EM í fótbolta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. desember 2007 18:14 Kristinn Jakobsson knattspyrnudómari. Mynd/Daníel Kristinn Jakobsson er einn átta dómara í Evrópu sem var valinn til að starfa sem fjórði dómari á leikjum úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu næsta sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu UEFA í dag en Kristinn fékk símtalið í morgun. „Þetta er mikill heiður," sagði Kristinn við Vísi. „Það er eins og að jólin hafi komið aðeins fyrr þetta árið." Kristinn segir að þetta sé skref upp á við fyrir sig. „Það er ekki spurning að þetta er mikil viðurkenning fyrir mig." Hann segir að það sé vissulega gamall draumur sinn að starfa í kringum stórmót í knattspyrnu. „Þetta er auðvitað keppikefli allra dómara að komast í stóru keppnirnar og vonandi er ég með þessu að uppskera laun erfiðisins." Kristinn hefur klifið metorðastigann hægt og rólega í dómgæslunni. „Ég byrjaði á úrslitakeppni U16 landsliða, svo U17, U19 og nú þetta. En þetta er vissulega stærra skref en ég átti von á." Spurður hvort hann vonist til að verða einhverntímann valinn til að starfa sem aðaldómari á stórmóti segir hann að tíminn einn verði að leiða það í ljós. „Ég á jafn mikið von á því og ég átti von á þessu. Það eru margir um hituna og sjálfsagt vildu margir hafa fengið það símtal sem ég fékk í morgun." Kristinn má starfa sem alþjóðadómari í sjö ár í viðbót. „Ef guð og lukka leyfir mun ég klára þessi sjö ár. En næsti leikur getur líka breytt öllu, þannig er það nú bara." Dómarar á EM 2008: Aðaldómarar: Konrad Plautz, Austurríki Frank De Bleeckere, Belgíu Howard Webb, Englandi Herbert Fandel, Þýskalandi Kyros Vassaras, Grikklandi Roberto Rosetti, Ítalíu Pieter Vink, Hollandi Tom Henning Övrebö, Noregi Lubos Michel, Slóvakíu Manuel Enrique Mejuto Gonzalez, Spáni Peter Fröjfeldt, Svíþjóð Massimo Busacca, Sviss Fjórði dómari: Ivan Bebek, Króatíu Stephane Lannoy, Frakklandi Viktor Kassai, Ungverjalandi Kristinn Jakobsson Grzegorz Gilewski, Póllandi Olegaria Benquerenca, Portúgal Craig Thomson, Skotlandi Damir Skomina, Slóveníu Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Sjá meira
Kristinn Jakobsson er einn átta dómara í Evrópu sem var valinn til að starfa sem fjórði dómari á leikjum úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu næsta sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu UEFA í dag en Kristinn fékk símtalið í morgun. „Þetta er mikill heiður," sagði Kristinn við Vísi. „Það er eins og að jólin hafi komið aðeins fyrr þetta árið." Kristinn segir að þetta sé skref upp á við fyrir sig. „Það er ekki spurning að þetta er mikil viðurkenning fyrir mig." Hann segir að það sé vissulega gamall draumur sinn að starfa í kringum stórmót í knattspyrnu. „Þetta er auðvitað keppikefli allra dómara að komast í stóru keppnirnar og vonandi er ég með þessu að uppskera laun erfiðisins." Kristinn hefur klifið metorðastigann hægt og rólega í dómgæslunni. „Ég byrjaði á úrslitakeppni U16 landsliða, svo U17, U19 og nú þetta. En þetta er vissulega stærra skref en ég átti von á." Spurður hvort hann vonist til að verða einhverntímann valinn til að starfa sem aðaldómari á stórmóti segir hann að tíminn einn verði að leiða það í ljós. „Ég á jafn mikið von á því og ég átti von á þessu. Það eru margir um hituna og sjálfsagt vildu margir hafa fengið það símtal sem ég fékk í morgun." Kristinn má starfa sem alþjóðadómari í sjö ár í viðbót. „Ef guð og lukka leyfir mun ég klára þessi sjö ár. En næsti leikur getur líka breytt öllu, þannig er það nú bara." Dómarar á EM 2008: Aðaldómarar: Konrad Plautz, Austurríki Frank De Bleeckere, Belgíu Howard Webb, Englandi Herbert Fandel, Þýskalandi Kyros Vassaras, Grikklandi Roberto Rosetti, Ítalíu Pieter Vink, Hollandi Tom Henning Övrebö, Noregi Lubos Michel, Slóvakíu Manuel Enrique Mejuto Gonzalez, Spáni Peter Fröjfeldt, Svíþjóð Massimo Busacca, Sviss Fjórði dómari: Ivan Bebek, Króatíu Stephane Lannoy, Frakklandi Viktor Kassai, Ungverjalandi Kristinn Jakobsson Grzegorz Gilewski, Póllandi Olegaria Benquerenca, Portúgal Craig Thomson, Skotlandi Damir Skomina, Slóveníu
Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Sjá meira