Öðruvísi saga - Fjórar stjörnur 16. janúar 2007 07:45 Öðruvísi saga Guðrún Helgadóttir, myndlýsingar gerir Anna Cynthia Leplar. Þriðja bókin um Karen Karlottu eftir Guðrúnu Helgadóttur, Öðruvísi saga, rekur eftirminnilegt sumar og óvenjulegt ferðalag til Englands. Líkt og í fyrri „Öðruvísi“ bókum höfundarins drífur margt á daga Kæju og vina hennar en bakland sögunnar og forsagan sem lesendur kynntust betur í fyrri bókunum tveimur ná nú ákveðnu hámarki í sameiningu fjölskyldunnar. Sagan stendur þó fyllilega ein og sér enda eru helstu atriði fyrri bókanna reifuð í upphafskafla hennar. Sögumaðurinn Karen Karlotta er ósköp venjuleg tíu ára stelpa sem pælir í mörgu, hún er athugul á umhverfi sitt, gamansöm og umhyggjusöm enda leitar margt á hana - hvort sem það er tengt uppeldisaðferðum, heimspólitík eða tilfinningalífi fólksins sem stendur henni næst. Bókin er skreytt myndum eftir Önnu Cynthiu Leplar sem undirstrika vel víða tíðarandaskírskotun bókarinnar, myndirnar eru hlýlegar og kómískar og hefðu að ósekju mátt vera fleiri. Eitt leiðarstef „Öðruvísi“ bókanna er hugmynd barna um stríð og átök. Nú kynnist Kæja betur fortíð ömmu sinnar og afa, sem líkt og fjölskylduvinurinn Elísabet upplifðu seinni heimsstyrjöldina, en öll eru þau enn að vinna úr þeirri reynslu sinni. Önnur stríð koma einnig við sögu, hvort heldur í einkalífi eða fréttunum sem Kæja horfir á. Frásögn Kæju er mjög tilgerðarlaus enda hefur höfundurinn afbragðslag á því að ljá börnum raddir í bókum sínum. Kæja er hrifnæm og tilfinningasöm og það gerir hana að enn skemmtilegri sögumanni þó að maður óskaði þess stundum að hún væri ekki svona agalega vel upp alin. Sagan er samt mjög skondin á köflum - grínið er ekki aðeins fólgið í fyndnum aðstæðum heldur getur Kæja líka verið óttalegur grínisti sjálf án þess að vita of mikið að því. Líkt og í sumum fyrri bóka sinna dregur Guðrún upp fjölskrúðugt persónusafn þar sem hver og einn fær notið sín. Fjölskylda Kæju er langt því frá að vera staðalmynduð kjarnafjölskylda - enda er yfirskrift hennar réttnefni - í fjölskyldunni hafa allir sína kosti og lesti sem auðga frásögnina og gera hana trúverðugri fyrir vikið. Bókin hentar vel ungum lesendum og er ég viss um að fólk á þeim aldri hefur oft leitt hugann að svipuðum aðstæðum og Kæja hugsar um. Hugleiðingar hennar gætu þannig vakið fleiri spurningar og veitt kjörið tækifæri fyrir hina eldri að ræða við hina yngri um stríðsátök, söguna og ástandið í dag. Það er margt sem Kæja skilur ekki enn í bókarlok þó að hún hafi orðið margs vísari með hjálp fjölskyldu sinnar, en hún er í það minnsta bjartsýn á að skilja það einhvern daginn. Kristrún Heiða Hauksdóttir Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira
Þriðja bókin um Karen Karlottu eftir Guðrúnu Helgadóttur, Öðruvísi saga, rekur eftirminnilegt sumar og óvenjulegt ferðalag til Englands. Líkt og í fyrri „Öðruvísi“ bókum höfundarins drífur margt á daga Kæju og vina hennar en bakland sögunnar og forsagan sem lesendur kynntust betur í fyrri bókunum tveimur ná nú ákveðnu hámarki í sameiningu fjölskyldunnar. Sagan stendur þó fyllilega ein og sér enda eru helstu atriði fyrri bókanna reifuð í upphafskafla hennar. Sögumaðurinn Karen Karlotta er ósköp venjuleg tíu ára stelpa sem pælir í mörgu, hún er athugul á umhverfi sitt, gamansöm og umhyggjusöm enda leitar margt á hana - hvort sem það er tengt uppeldisaðferðum, heimspólitík eða tilfinningalífi fólksins sem stendur henni næst. Bókin er skreytt myndum eftir Önnu Cynthiu Leplar sem undirstrika vel víða tíðarandaskírskotun bókarinnar, myndirnar eru hlýlegar og kómískar og hefðu að ósekju mátt vera fleiri. Eitt leiðarstef „Öðruvísi“ bókanna er hugmynd barna um stríð og átök. Nú kynnist Kæja betur fortíð ömmu sinnar og afa, sem líkt og fjölskylduvinurinn Elísabet upplifðu seinni heimsstyrjöldina, en öll eru þau enn að vinna úr þeirri reynslu sinni. Önnur stríð koma einnig við sögu, hvort heldur í einkalífi eða fréttunum sem Kæja horfir á. Frásögn Kæju er mjög tilgerðarlaus enda hefur höfundurinn afbragðslag á því að ljá börnum raddir í bókum sínum. Kæja er hrifnæm og tilfinningasöm og það gerir hana að enn skemmtilegri sögumanni þó að maður óskaði þess stundum að hún væri ekki svona agalega vel upp alin. Sagan er samt mjög skondin á köflum - grínið er ekki aðeins fólgið í fyndnum aðstæðum heldur getur Kæja líka verið óttalegur grínisti sjálf án þess að vita of mikið að því. Líkt og í sumum fyrri bóka sinna dregur Guðrún upp fjölskrúðugt persónusafn þar sem hver og einn fær notið sín. Fjölskylda Kæju er langt því frá að vera staðalmynduð kjarnafjölskylda - enda er yfirskrift hennar réttnefni - í fjölskyldunni hafa allir sína kosti og lesti sem auðga frásögnina og gera hana trúverðugri fyrir vikið. Bókin hentar vel ungum lesendum og er ég viss um að fólk á þeim aldri hefur oft leitt hugann að svipuðum aðstæðum og Kæja hugsar um. Hugleiðingar hennar gætu þannig vakið fleiri spurningar og veitt kjörið tækifæri fyrir hina eldri að ræða við hina yngri um stríðsátök, söguna og ástandið í dag. Það er margt sem Kæja skilur ekki enn í bókarlok þó að hún hafi orðið margs vísari með hjálp fjölskyldu sinnar, en hún er í það minnsta bjartsýn á að skilja það einhvern daginn. Kristrún Heiða Hauksdóttir
Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira