Öðruvísi saga - Fjórar stjörnur 16. janúar 2007 07:45 Öðruvísi saga Guðrún Helgadóttir, myndlýsingar gerir Anna Cynthia Leplar. Þriðja bókin um Karen Karlottu eftir Guðrúnu Helgadóttur, Öðruvísi saga, rekur eftirminnilegt sumar og óvenjulegt ferðalag til Englands. Líkt og í fyrri „Öðruvísi“ bókum höfundarins drífur margt á daga Kæju og vina hennar en bakland sögunnar og forsagan sem lesendur kynntust betur í fyrri bókunum tveimur ná nú ákveðnu hámarki í sameiningu fjölskyldunnar. Sagan stendur þó fyllilega ein og sér enda eru helstu atriði fyrri bókanna reifuð í upphafskafla hennar. Sögumaðurinn Karen Karlotta er ósköp venjuleg tíu ára stelpa sem pælir í mörgu, hún er athugul á umhverfi sitt, gamansöm og umhyggjusöm enda leitar margt á hana - hvort sem það er tengt uppeldisaðferðum, heimspólitík eða tilfinningalífi fólksins sem stendur henni næst. Bókin er skreytt myndum eftir Önnu Cynthiu Leplar sem undirstrika vel víða tíðarandaskírskotun bókarinnar, myndirnar eru hlýlegar og kómískar og hefðu að ósekju mátt vera fleiri. Eitt leiðarstef „Öðruvísi“ bókanna er hugmynd barna um stríð og átök. Nú kynnist Kæja betur fortíð ömmu sinnar og afa, sem líkt og fjölskylduvinurinn Elísabet upplifðu seinni heimsstyrjöldina, en öll eru þau enn að vinna úr þeirri reynslu sinni. Önnur stríð koma einnig við sögu, hvort heldur í einkalífi eða fréttunum sem Kæja horfir á. Frásögn Kæju er mjög tilgerðarlaus enda hefur höfundurinn afbragðslag á því að ljá börnum raddir í bókum sínum. Kæja er hrifnæm og tilfinningasöm og það gerir hana að enn skemmtilegri sögumanni þó að maður óskaði þess stundum að hún væri ekki svona agalega vel upp alin. Sagan er samt mjög skondin á köflum - grínið er ekki aðeins fólgið í fyndnum aðstæðum heldur getur Kæja líka verið óttalegur grínisti sjálf án þess að vita of mikið að því. Líkt og í sumum fyrri bóka sinna dregur Guðrún upp fjölskrúðugt persónusafn þar sem hver og einn fær notið sín. Fjölskylda Kæju er langt því frá að vera staðalmynduð kjarnafjölskylda - enda er yfirskrift hennar réttnefni - í fjölskyldunni hafa allir sína kosti og lesti sem auðga frásögnina og gera hana trúverðugri fyrir vikið. Bókin hentar vel ungum lesendum og er ég viss um að fólk á þeim aldri hefur oft leitt hugann að svipuðum aðstæðum og Kæja hugsar um. Hugleiðingar hennar gætu þannig vakið fleiri spurningar og veitt kjörið tækifæri fyrir hina eldri að ræða við hina yngri um stríðsátök, söguna og ástandið í dag. Það er margt sem Kæja skilur ekki enn í bókarlok þó að hún hafi orðið margs vísari með hjálp fjölskyldu sinnar, en hún er í það minnsta bjartsýn á að skilja það einhvern daginn. Kristrún Heiða Hauksdóttir Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Þriðja bókin um Karen Karlottu eftir Guðrúnu Helgadóttur, Öðruvísi saga, rekur eftirminnilegt sumar og óvenjulegt ferðalag til Englands. Líkt og í fyrri „Öðruvísi“ bókum höfundarins drífur margt á daga Kæju og vina hennar en bakland sögunnar og forsagan sem lesendur kynntust betur í fyrri bókunum tveimur ná nú ákveðnu hámarki í sameiningu fjölskyldunnar. Sagan stendur þó fyllilega ein og sér enda eru helstu atriði fyrri bókanna reifuð í upphafskafla hennar. Sögumaðurinn Karen Karlotta er ósköp venjuleg tíu ára stelpa sem pælir í mörgu, hún er athugul á umhverfi sitt, gamansöm og umhyggjusöm enda leitar margt á hana - hvort sem það er tengt uppeldisaðferðum, heimspólitík eða tilfinningalífi fólksins sem stendur henni næst. Bókin er skreytt myndum eftir Önnu Cynthiu Leplar sem undirstrika vel víða tíðarandaskírskotun bókarinnar, myndirnar eru hlýlegar og kómískar og hefðu að ósekju mátt vera fleiri. Eitt leiðarstef „Öðruvísi“ bókanna er hugmynd barna um stríð og átök. Nú kynnist Kæja betur fortíð ömmu sinnar og afa, sem líkt og fjölskylduvinurinn Elísabet upplifðu seinni heimsstyrjöldina, en öll eru þau enn að vinna úr þeirri reynslu sinni. Önnur stríð koma einnig við sögu, hvort heldur í einkalífi eða fréttunum sem Kæja horfir á. Frásögn Kæju er mjög tilgerðarlaus enda hefur höfundurinn afbragðslag á því að ljá börnum raddir í bókum sínum. Kæja er hrifnæm og tilfinningasöm og það gerir hana að enn skemmtilegri sögumanni þó að maður óskaði þess stundum að hún væri ekki svona agalega vel upp alin. Sagan er samt mjög skondin á köflum - grínið er ekki aðeins fólgið í fyndnum aðstæðum heldur getur Kæja líka verið óttalegur grínisti sjálf án þess að vita of mikið að því. Líkt og í sumum fyrri bóka sinna dregur Guðrún upp fjölskrúðugt persónusafn þar sem hver og einn fær notið sín. Fjölskylda Kæju er langt því frá að vera staðalmynduð kjarnafjölskylda - enda er yfirskrift hennar réttnefni - í fjölskyldunni hafa allir sína kosti og lesti sem auðga frásögnina og gera hana trúverðugri fyrir vikið. Bókin hentar vel ungum lesendum og er ég viss um að fólk á þeim aldri hefur oft leitt hugann að svipuðum aðstæðum og Kæja hugsar um. Hugleiðingar hennar gætu þannig vakið fleiri spurningar og veitt kjörið tækifæri fyrir hina eldri að ræða við hina yngri um stríðsátök, söguna og ástandið í dag. Það er margt sem Kæja skilur ekki enn í bókarlok þó að hún hafi orðið margs vísari með hjálp fjölskyldu sinnar, en hún er í það minnsta bjartsýn á að skilja það einhvern daginn. Kristrún Heiða Hauksdóttir
Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira