Enski boltinn

Fabregas gæti spilað um helgina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fabregas fagnar marki sínu gegn Manchester United í síðasta mánuði.
Fabregas fagnar marki sínu gegn Manchester United í síðasta mánuði. Nordic Photos / Getty Images

Spánverjinn Cesc Fabregas æfði með Arsenal í dag og svo gæti farið að hann spili með Arsenal gegn Chelsea á sunnudaginn.

Hann hefur ekki spilað með Arsenal síðan hann meiddist í leik gegn Sevilla í Meistaradeild Evrópu þann 27. nóvember síðastliðinn.

Robin van Persie, Mathieu Flamini og Alexander Hleb tóku einnig þátt í æfingu liðsins í dag.

Didier Drogba verður ekki með Chelsea þar sem hann gekkst undir aðgerð á hné fyrir skömmu og þá verður Michael Essien í banni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×