Enski boltinn

Klinsmann hafnaði Chelsea í sumar

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Þýska goðsögnin Jürgen Klinsmann hefur sagt frá því að hann hafi hafnað tækifæri til að taka við Chelsea í sumar. Klinsmann hefur búið í Kaliforníu síðan hann kom þýska landsliðinu í undanúrslit á HM í Þýskalandi árið 2006.

„Ég gerði mér grein fyrir því að ef ég tæki við starfinu þyrfti ég að flytja með fjölskylduna mína aftur til Evrópu. Það væri ekki vandamál fyrir mig persónulega en það væri ekki gott fyrir fjölskylduna," sagði Klinsmann við Sunday Mirror. „Í Kaliforníu er fjölskyldan þau sem þau eru, en í Evrópu eru þau börn og kona Jürgen Klinsmann, ég myndi ekki vilja setja þá pressu sem fylgir því að stýra Chelsea á fjölskylduna mína. Ég vil að börnin mín alist upp í umhverfi þar sem þau eru látin í friði og nafn föður þeirra ásækir þau ekki."

Frank Rijkaard og Guus Hiddink voru líka orðaðir við Chelsea í sumar en José Mourinho segist vera viss um að hann verði enn við stjórnvölinn á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×