EM 2008: Ummæli allra þjálfara um riðlana Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. desember 2007 14:41 Frá vinstri: Bruckner, Terim, Scolari og Kuhn. Nordic Photos / AFP Landsliðsþjálfarar liðanna í úrslitakeppni EM 2008 voru auðvitað misánægðir með hvernig skipaðist í riðlana í mótinu sem fer fram í Austurríki og Sviss á næsta ári. Vísir tekur hér saman ummæli allra þjálfara eftir dráttinn: A-riðill (Sviss, Tyrkland, Tékkland og Portúgal): Fatih Terim, landsliðsþjálfari Tyrklands, var ánægður með riðilinn. „Þetta er mjög góður riðill og liðin í honum mjög samkeppnishæf," sagði hann. Tyrkland og Sviss áttust við í frægum leik í undankeppni HM 2006 sem lauk með því að Sviss komast áfram en Tyrkland sat eftir. „Það sem gerðist í þessum leik var skilið eftir inn á vellinum. Síðasti maðurinn sem ég faðmaði áður en ég gekk inn í salinn var Alex Frei, leikmaður Sviss. Þannig að það eru engin vandamál á milli Sviss og Tyrklands." Koebi Kuhn, þjálfari Sviss, tók í svipaðan streng. „Allt of margir einblína á eitthvað sem á að vera löngu gleymt. Ég held að leikur liðanna verði sanngjarn og engin vandamál verði með stuðningsmenn liðanna." Luiz Felipe Scolari, þjálfari Portúgal, sagði að allir þjálfarar liðanna í riðlinum væru mjög reyndir sem kæmi liðunum til góða. „Ég vona að riðillinn sé sanngjarn og leikirnir verða góðir. Við verðum að sjá hver færir sér reynsluna best í nyt." Hinn þaulreyndi Karel Bruckner, þjálfari Tékklands, vildi lítið tjá sig um hvort að drátturinn væri góður eða slæmur fyrir Tékka. „Það eina sem ég get sagt er að ég verð mjög ánægður ef við komumst áfram. Öll lið sem taka þátt í mótinu búa yfir sínum styrkleikum." Frá vinstri: Hickersberger, Löw, Bilic og Beenhakker.Nordic Photos / AFP B-riðill (Austurríki, Króatía, Pólland og Þýskaland): Austurríki er án efa með slakasta lið keppninnar en þjálfari liðsins, Josef Hickersberger, var nokkuð brattur. „Ég held að Þýskaland sé sigurstranglegasta lið riðilsins. Við erum auðvitað lítilmagninn en það eru til verri hlutskipti en það. Þetta snýst um hvernig við tökumst á við aðstæður og við munum reyna að gera okkar besta." Slaven Bilic, þjálfari Króatíu, virtist nokkuð sáttur við hlutskipti Króatíu en á blaðamannafundinum sagði hann að riðillinn væri erfiður. „Ég get gefið ykkur tuttugu ástæður fyrir því að þetta er erfiðasti riðill keppninnar. Hérna eru þrjár: Austurríki er á heimavelli, Þýskaland er eitt besta lið heims og Pólland eru að taka þátt í mótinu í fyrsta skipti sem er ávallt góður hvati." Joachim Löw, þjálfari Þýskalands, sagðist vera spenntur fyrir mótinu. „Þegar við spiluðum við Pólverja á HM í fyrra náðum við ekki að vinna fyrr en á lokamínútu leiksins. Pólverjar eru með afar sterkt lið og í þetta skiptið voru áttatíu þúsund stuðningsmenn Þýskalands á vellinum - því má ekki gleyma. Ég er viss um að Miroslav Klose og Lukas Podolski verða spenntir fyrir þessum leik vegna uppruna þeirra." Löw viðurkenndi þó að riðillinn væri ekki jafn sterkur og C-riðill. Leo Beenhakker er þjálfari Póllands og sagði að hann viti ekkert skemmtilegra en stórar og miklar áskoranir. „Þýskalandi er með eitt besta lið í heiminum og það er alltaf gaman að mæta þeim bestu. Við verðum líka mjög nálægt Póllandi þannig að vonandi koma margir stuðningsmenn til að styðja okkur." Frá vinstri: Donadoni, Piturca, Van Basten og Domenech.Nordic Photos / AFP C-riðill (Holland, Ítalía, Rúmenía og Frakkland): Raymond Domenech, þjálfari Frakklands, virtist ekkert allt of kátur með dráttinn. „Ég verð nú að segja að hvernig liðin röðuðust í styrkleikaflokka var nokkuð sérkennilegt. Ítalir eru heimsmeistarar og áttu heima í efsta styrkleikaflokkinum. Ég hefði líka frekar viljað spila í Austurríki en Sviss því þar verðum við fyrir minna áreiti. Ekkert gekk eftir eins og ég vildi að það hefði gert." Domenech bætti við að hann teldi að enginn þeirra fjögurra þjálfara sem væru í C-riðli væru ánægðir með dráttinn. „Við hefðum allir viljað sleppa við hin þrjú liðin en nú verðum við bara að takast á við þetta." Marco van Basten sagði að á síðasta stórmóti, HM 2006, hafi Holland einnig verið í dauðariðlinum. „Ég veit ekki hvað er hægt að kalla þennan riðill. Við mætum nú liðunum sem léku til úrslita á HM í Þýskalandi þannig að það er eins gott að við mætum vel undirbúnir til leiks." Roberto Donadoni, þjálfari Ítala, tók í svipaðan streng. „Við vorum ekki í auðveldum riðli í undankeppninni og vorum ekki heppnir í dag heldur. Ég hafði á tilfinningunni að eitthvað þessu líkt myndi gerast en það er ekki hægt að breyta reglunum og í úrslitakeppninni eru allir andstæðingar erfiðir." Donadoni sagðist hafa rætt við Marco van Basten fyrir dráttinn og að hann hafi sagt honum að liðin þeirar myndu dragast í sama riðil. „Það kom líka á daginn. Við mætum líka Frökkum aftur sem verður erfitt. En þeim leikjum sem er lokið eru nú hluti af fortíðinni. Við hlökkum til næsta leiks." Victor Piturca er landsliðsþjálfari Rúmeníu. „Hvað okkur varðar er þetta mjög indælt - auðveldur riðill. Við mætum heimsmeisturum, silifurliðinu frá síðasta HM og Hollandi sem við vitum að eru með mjög sterkt lið. Ég vona að þetta verði skemmtileg lífsreynsla og af hverju ættum við ekki eitt þeirra liða sem kemst áfram?" Frá vinstri: Aragones, Rehhagel, Hiddink og Lagerback.Nordic Photos / AFP D-riðill (Grikkland, Rússland, Spánn, Svíþjóð): Otto Rehhagel gerði Grikki að Evrópumeisturum árið 2004 en sagði að það væri nú hluti af fortíðinni. „Sá árangur telur ekki lengur í dag. Við byrjum aftur upp á nýtt á árinu 2008. Ég ætla ekki að velta fyrir mér hvaða lið er sterkast í riðlinum. Mig skiptir meira máli að leikmennirnir mínir eru heilir heilsu og geti tekið þátt í mótinu." Það er langt síðan að Spánverjar hafa fagnað sigri á stórmóti í knattspyrnu og Luis Aragones telur að tími Spánverja er nú kominn á nýjan leik. „Ég held að allt það sem við gengum í gegnum til að komast í úrslitakeppnina muni þjóna okkur vel. Við erum með hóp leikmanna sem hafa lagt mikið á sig og eiga skilið að vera í úrslitakeppninni." „Ég held að riðillinn sé viðráðanlegur en við verðum að hafa stjórn á tilfinningunum okkar og bera virðingu fyrir andstæðingum okkar. Við þurfum að láta verkin tala inn á vellinum," sagði Aragones. Spánn og Svíþjóð voru með Íslandi í riðli í undankeppni EM. Lars Lagerback, þjálfari Svía, sagði að sínir menn myndu gera sitt besta til að komast áfram. „Ég tel að Spánn sé með eitt besta lið Evrópu. Það er erfitt að mæta slíkum liðum en ég held að leikirnir okkar tveir í undankeppninni muni nýtast okkur vel." Guus Hiddink er þjálfari Rússa og sagði að allir hjá rússneska knattspyrnusambandinu væru ánægðir með að vera komnir áfram í úrslitakeppnina. „Ég held að Grikkir hafi komið á óvart þegar þeir unnu EM fyrir fjórum árum en þeir áttu það sannarlega skilið. Þeir munu leggja mikið á sig til að komast upp úr riðlinum næsta sumar." „Ég er ánægður með að vera með í keppninni og er það eitt nóg fyrir mig. Við munum þó reyna að koma öðrum á óvart á mótinu." Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira
Landsliðsþjálfarar liðanna í úrslitakeppni EM 2008 voru auðvitað misánægðir með hvernig skipaðist í riðlana í mótinu sem fer fram í Austurríki og Sviss á næsta ári. Vísir tekur hér saman ummæli allra þjálfara eftir dráttinn: A-riðill (Sviss, Tyrkland, Tékkland og Portúgal): Fatih Terim, landsliðsþjálfari Tyrklands, var ánægður með riðilinn. „Þetta er mjög góður riðill og liðin í honum mjög samkeppnishæf," sagði hann. Tyrkland og Sviss áttust við í frægum leik í undankeppni HM 2006 sem lauk með því að Sviss komast áfram en Tyrkland sat eftir. „Það sem gerðist í þessum leik var skilið eftir inn á vellinum. Síðasti maðurinn sem ég faðmaði áður en ég gekk inn í salinn var Alex Frei, leikmaður Sviss. Þannig að það eru engin vandamál á milli Sviss og Tyrklands." Koebi Kuhn, þjálfari Sviss, tók í svipaðan streng. „Allt of margir einblína á eitthvað sem á að vera löngu gleymt. Ég held að leikur liðanna verði sanngjarn og engin vandamál verði með stuðningsmenn liðanna." Luiz Felipe Scolari, þjálfari Portúgal, sagði að allir þjálfarar liðanna í riðlinum væru mjög reyndir sem kæmi liðunum til góða. „Ég vona að riðillinn sé sanngjarn og leikirnir verða góðir. Við verðum að sjá hver færir sér reynsluna best í nyt." Hinn þaulreyndi Karel Bruckner, þjálfari Tékklands, vildi lítið tjá sig um hvort að drátturinn væri góður eða slæmur fyrir Tékka. „Það eina sem ég get sagt er að ég verð mjög ánægður ef við komumst áfram. Öll lið sem taka þátt í mótinu búa yfir sínum styrkleikum." Frá vinstri: Hickersberger, Löw, Bilic og Beenhakker.Nordic Photos / AFP B-riðill (Austurríki, Króatía, Pólland og Þýskaland): Austurríki er án efa með slakasta lið keppninnar en þjálfari liðsins, Josef Hickersberger, var nokkuð brattur. „Ég held að Þýskaland sé sigurstranglegasta lið riðilsins. Við erum auðvitað lítilmagninn en það eru til verri hlutskipti en það. Þetta snýst um hvernig við tökumst á við aðstæður og við munum reyna að gera okkar besta." Slaven Bilic, þjálfari Króatíu, virtist nokkuð sáttur við hlutskipti Króatíu en á blaðamannafundinum sagði hann að riðillinn væri erfiður. „Ég get gefið ykkur tuttugu ástæður fyrir því að þetta er erfiðasti riðill keppninnar. Hérna eru þrjár: Austurríki er á heimavelli, Þýskaland er eitt besta lið heims og Pólland eru að taka þátt í mótinu í fyrsta skipti sem er ávallt góður hvati." Joachim Löw, þjálfari Þýskalands, sagðist vera spenntur fyrir mótinu. „Þegar við spiluðum við Pólverja á HM í fyrra náðum við ekki að vinna fyrr en á lokamínútu leiksins. Pólverjar eru með afar sterkt lið og í þetta skiptið voru áttatíu þúsund stuðningsmenn Þýskalands á vellinum - því má ekki gleyma. Ég er viss um að Miroslav Klose og Lukas Podolski verða spenntir fyrir þessum leik vegna uppruna þeirra." Löw viðurkenndi þó að riðillinn væri ekki jafn sterkur og C-riðill. Leo Beenhakker er þjálfari Póllands og sagði að hann viti ekkert skemmtilegra en stórar og miklar áskoranir. „Þýskalandi er með eitt besta lið í heiminum og það er alltaf gaman að mæta þeim bestu. Við verðum líka mjög nálægt Póllandi þannig að vonandi koma margir stuðningsmenn til að styðja okkur." Frá vinstri: Donadoni, Piturca, Van Basten og Domenech.Nordic Photos / AFP C-riðill (Holland, Ítalía, Rúmenía og Frakkland): Raymond Domenech, þjálfari Frakklands, virtist ekkert allt of kátur með dráttinn. „Ég verð nú að segja að hvernig liðin röðuðust í styrkleikaflokka var nokkuð sérkennilegt. Ítalir eru heimsmeistarar og áttu heima í efsta styrkleikaflokkinum. Ég hefði líka frekar viljað spila í Austurríki en Sviss því þar verðum við fyrir minna áreiti. Ekkert gekk eftir eins og ég vildi að það hefði gert." Domenech bætti við að hann teldi að enginn þeirra fjögurra þjálfara sem væru í C-riðli væru ánægðir með dráttinn. „Við hefðum allir viljað sleppa við hin þrjú liðin en nú verðum við bara að takast á við þetta." Marco van Basten sagði að á síðasta stórmóti, HM 2006, hafi Holland einnig verið í dauðariðlinum. „Ég veit ekki hvað er hægt að kalla þennan riðill. Við mætum nú liðunum sem léku til úrslita á HM í Þýskalandi þannig að það er eins gott að við mætum vel undirbúnir til leiks." Roberto Donadoni, þjálfari Ítala, tók í svipaðan streng. „Við vorum ekki í auðveldum riðli í undankeppninni og vorum ekki heppnir í dag heldur. Ég hafði á tilfinningunni að eitthvað þessu líkt myndi gerast en það er ekki hægt að breyta reglunum og í úrslitakeppninni eru allir andstæðingar erfiðir." Donadoni sagðist hafa rætt við Marco van Basten fyrir dráttinn og að hann hafi sagt honum að liðin þeirar myndu dragast í sama riðil. „Það kom líka á daginn. Við mætum líka Frökkum aftur sem verður erfitt. En þeim leikjum sem er lokið eru nú hluti af fortíðinni. Við hlökkum til næsta leiks." Victor Piturca er landsliðsþjálfari Rúmeníu. „Hvað okkur varðar er þetta mjög indælt - auðveldur riðill. Við mætum heimsmeisturum, silifurliðinu frá síðasta HM og Hollandi sem við vitum að eru með mjög sterkt lið. Ég vona að þetta verði skemmtileg lífsreynsla og af hverju ættum við ekki eitt þeirra liða sem kemst áfram?" Frá vinstri: Aragones, Rehhagel, Hiddink og Lagerback.Nordic Photos / AFP D-riðill (Grikkland, Rússland, Spánn, Svíþjóð): Otto Rehhagel gerði Grikki að Evrópumeisturum árið 2004 en sagði að það væri nú hluti af fortíðinni. „Sá árangur telur ekki lengur í dag. Við byrjum aftur upp á nýtt á árinu 2008. Ég ætla ekki að velta fyrir mér hvaða lið er sterkast í riðlinum. Mig skiptir meira máli að leikmennirnir mínir eru heilir heilsu og geti tekið þátt í mótinu." Það er langt síðan að Spánverjar hafa fagnað sigri á stórmóti í knattspyrnu og Luis Aragones telur að tími Spánverja er nú kominn á nýjan leik. „Ég held að allt það sem við gengum í gegnum til að komast í úrslitakeppnina muni þjóna okkur vel. Við erum með hóp leikmanna sem hafa lagt mikið á sig og eiga skilið að vera í úrslitakeppninni." „Ég held að riðillinn sé viðráðanlegur en við verðum að hafa stjórn á tilfinningunum okkar og bera virðingu fyrir andstæðingum okkar. Við þurfum að láta verkin tala inn á vellinum," sagði Aragones. Spánn og Svíþjóð voru með Íslandi í riðli í undankeppni EM. Lars Lagerback, þjálfari Svía, sagði að sínir menn myndu gera sitt besta til að komast áfram. „Ég tel að Spánn sé með eitt besta lið Evrópu. Það er erfitt að mæta slíkum liðum en ég held að leikirnir okkar tveir í undankeppninni muni nýtast okkur vel." Guus Hiddink er þjálfari Rússa og sagði að allir hjá rússneska knattspyrnusambandinu væru ánægðir með að vera komnir áfram í úrslitakeppnina. „Ég held að Grikkir hafi komið á óvart þegar þeir unnu EM fyrir fjórum árum en þeir áttu það sannarlega skilið. Þeir munu leggja mikið á sig til að komast upp úr riðlinum næsta sumar." „Ég er ánægður með að vera með í keppninni og er það eitt nóg fyrir mig. Við munum þó reyna að koma öðrum á óvart á mótinu."
Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira