Erlent

Bonnie og Clyde boðin gifting

Lögreglustjóri í smábæ í Michigan hefur beðið flóttapar sem rændi banka bæjarins nýlega að gefa sig fram. Lögreglustjórinn sem líkir parinu við Bonnie og Clyde segir að hann muni sjálfur gefa þau saman í hjónaband í fangelsi bæjarins ef þau gefi sig fram en ránsfenginn notaði parið m.a. til að kaupa giftingarhringa.

Parið sem bæði eru rúmlega tvítug réðust inn í bankann í Deerfield Township í síðasta mánuði vopnuð leikfangabyssu. Þeim tókst að komast á brott með 5.000 dollara eða um 300.000 kr. Þau hafa verið á flótta undan réttvísinni síðan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×