Safaríkar tónlistarsögur 23. október 2007 07:00 Mynd um feril The Rolling Stones er væntanleg á hvíta tjaldið. nordicphotos/afp Heimildarmyndir um hljómsveitir eða tónlistarmenn hafa sjaldan eða aldrei verið vinsælli. Myndir um The Rolling Stones, Tom Petty og George Harrison eru allar á leiðinni á hvíta tjaldið, svo ekki sé minnst á gott gengi Heima með Sigur Rós. Þó svo að Heima fjalli ekki um feril Sigur Rósar er hún vissulega góð og gild heimildarmynd, enda er umfjöllunarefnið tónleikaferð sveitarinnar um Ísland síðasta sumar. Þar voru áhorfendur teknir með í ferðalag um landið umvafnir undurfögrum og náttúruvænum tónum sveitarinnar í magnaðri mynd. Kafað ofan í sögunaTom petty Heimildarmynd um Petty var frumsýnd í New York á dögunum.Í gegnum tíðina hefur lítið farið fyrir heimildarmyndum þar sem kafað er ofan í sögu flytjendanna, en á næstunni verður gerð bragarbót á því. Martin Scorsese er að ljúka við heimildarmynd sína Shine a Light, sem fjallar um The Rolling Stones, auk þess sem hann undirbýr mynd um Bítilinn sáluga George Harrison. Scorsese er ekki ókunnur heimildarmyndum sem þessum því hann sendi á áttunda áratugnum frá sér The Last Waltz, sem fjallaði á skemmtilegan hátt um síðustu tónleika hljómsveitarinnar The Band, auk þess sem hann gerði hina vel heppnuðu No Direction Home um Bob Dylan, sem var sýnd í Ríkissjónvarpinu ekki alls fyrir löngu. Sérlega gaman verður að skyggnast á bak við tjöldin hjá Rollingunum, enda eru þeir frægir fyrir sitt sukk og svínarí í gegnum tíðina þótt þeir hafi nú róast mjög á efri árum. Tenging við samfélagiðmartin scorsese Leikstjórinn heimsfrægi er afar fær heimildarmyndagerðarmaður.Leikstjórinn Peter Bogdanovich, sem átti sína dýrðardaga á áttunda áratugnum með myndum á borð við The Last Picture Show og Paper Moon, frumsýndi nýverið á kvikmyndahátíðinni í New York heimildarmyndina Running Down a Dream um tónlistarmanninn Tom Petty. Bogdanovich gerir sér fyllilega grein fyrir því hversu mikill efniviður getur verið í goðsögnum eins og Petty. „Sagan um Tom Petty er sérlega bandarísk,“ sagði hann í viðtali við New York Times. „Ég held að með því að fylgjast með popptónlist sé hægt að sjá hvar við sjálf stöndum í okkar samfélagi.“ Talið er að myndin, sem er tæplega fjögurra tíma löng, eigi eftir að njóta töluverðra vinsælda vestanhafs, enda hefur Petty selt um fimmtíu milljónir platna á ferli sínum, langflestar í Bandaríkjunum. Þjáðar goðsagnirHvaðan þessi mikli áhugi á heimildarmyndum sem þessum kemur er erfitt að segja en telja má líklegt að bæði kvikmyndin Ray, sem fjallaði um ævi Ray Charles, og Walk the Line, sem byggði á ævi Johnny Cash, hafi haft töluvert að segja. Nutu þær báðar mikilla vinsælda enda fjölluðu þær báðar um þjáðar tónlistargoðsagnir sem áttu einkar viðburðarík æviskeið. Slíkur efniviður er ávallt safaríkur sé rétt unnið með hann og því hafa peningamennirnir áttað sig á. Bera hinar væntanlegu kvikmyndir Control, sem fjallar um stutta ævi Ian Curtis, söngvara Joy Division, og I"m Not There, sem er byggð á ævi Bobs Dylan, líkast til vott um það sem koma skal í kvikmyndaborginni þegar tengsl tónlistar og hvíta tjaldsins eru annars vegar. freyr@frettabladid.is Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira
Heimildarmyndir um hljómsveitir eða tónlistarmenn hafa sjaldan eða aldrei verið vinsælli. Myndir um The Rolling Stones, Tom Petty og George Harrison eru allar á leiðinni á hvíta tjaldið, svo ekki sé minnst á gott gengi Heima með Sigur Rós. Þó svo að Heima fjalli ekki um feril Sigur Rósar er hún vissulega góð og gild heimildarmynd, enda er umfjöllunarefnið tónleikaferð sveitarinnar um Ísland síðasta sumar. Þar voru áhorfendur teknir með í ferðalag um landið umvafnir undurfögrum og náttúruvænum tónum sveitarinnar í magnaðri mynd. Kafað ofan í sögunaTom petty Heimildarmynd um Petty var frumsýnd í New York á dögunum.Í gegnum tíðina hefur lítið farið fyrir heimildarmyndum þar sem kafað er ofan í sögu flytjendanna, en á næstunni verður gerð bragarbót á því. Martin Scorsese er að ljúka við heimildarmynd sína Shine a Light, sem fjallar um The Rolling Stones, auk þess sem hann undirbýr mynd um Bítilinn sáluga George Harrison. Scorsese er ekki ókunnur heimildarmyndum sem þessum því hann sendi á áttunda áratugnum frá sér The Last Waltz, sem fjallaði á skemmtilegan hátt um síðustu tónleika hljómsveitarinnar The Band, auk þess sem hann gerði hina vel heppnuðu No Direction Home um Bob Dylan, sem var sýnd í Ríkissjónvarpinu ekki alls fyrir löngu. Sérlega gaman verður að skyggnast á bak við tjöldin hjá Rollingunum, enda eru þeir frægir fyrir sitt sukk og svínarí í gegnum tíðina þótt þeir hafi nú róast mjög á efri árum. Tenging við samfélagiðmartin scorsese Leikstjórinn heimsfrægi er afar fær heimildarmyndagerðarmaður.Leikstjórinn Peter Bogdanovich, sem átti sína dýrðardaga á áttunda áratugnum með myndum á borð við The Last Picture Show og Paper Moon, frumsýndi nýverið á kvikmyndahátíðinni í New York heimildarmyndina Running Down a Dream um tónlistarmanninn Tom Petty. Bogdanovich gerir sér fyllilega grein fyrir því hversu mikill efniviður getur verið í goðsögnum eins og Petty. „Sagan um Tom Petty er sérlega bandarísk,“ sagði hann í viðtali við New York Times. „Ég held að með því að fylgjast með popptónlist sé hægt að sjá hvar við sjálf stöndum í okkar samfélagi.“ Talið er að myndin, sem er tæplega fjögurra tíma löng, eigi eftir að njóta töluverðra vinsælda vestanhafs, enda hefur Petty selt um fimmtíu milljónir platna á ferli sínum, langflestar í Bandaríkjunum. Þjáðar goðsagnirHvaðan þessi mikli áhugi á heimildarmyndum sem þessum kemur er erfitt að segja en telja má líklegt að bæði kvikmyndin Ray, sem fjallaði um ævi Ray Charles, og Walk the Line, sem byggði á ævi Johnny Cash, hafi haft töluvert að segja. Nutu þær báðar mikilla vinsælda enda fjölluðu þær báðar um þjáðar tónlistargoðsagnir sem áttu einkar viðburðarík æviskeið. Slíkur efniviður er ávallt safaríkur sé rétt unnið með hann og því hafa peningamennirnir áttað sig á. Bera hinar væntanlegu kvikmyndir Control, sem fjallar um stutta ævi Ian Curtis, söngvara Joy Division, og I"m Not There, sem er byggð á ævi Bobs Dylan, líkast til vott um það sem koma skal í kvikmyndaborginni þegar tengsl tónlistar og hvíta tjaldsins eru annars vegar. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira