Away From Her - Fjórar stjörnur 31. ágúst 2007 00:01 Away From Her Kvikmyndin Away From Her segir frá miðaldra hjónum, Fionu og Grant, takast á við Alzheimer-sjúkdóm Fionu og innlögn hennar á hjúkrunarheimili fyrir Alzheimer-sjúklinga. Við fylgjumst með Fionu missa minnið smám saman og erfiðleika þeirra hjóna við að sætta sig við sjúkdóminn og afleiðingar hans. Away From Her er fyrsta myndin í fullri lengd sem Sarah Polley leikstýrir. Sarah er tæplega þrítug, margverðlaunuð leikkona, sem hefur áður gert nokkrar stuttmyndir. Polley tekst einstaklega vel að fjalla um þetta viðkvæma efni af virðingu og án þess að vera væmin eða of dramatísk. Í grunninn er þetta einfaldlega saga um fólk sem er að gera sitt besta til að takast á við lífið í skugga illviðráðanlegs sjúkdóms. Leikurinn í myndinni er góður. Aðalleikkonan Julie Christie sýnir snilldarleik. Henni tekst að túlka andlega hnignun Fionu á einkar sannfærandi hátt. Aðrir standa nokkuð í skugganum af henni en skila sínu áfallalaust. Söguþráðurinn er að mörgu leyti fyrirsjánlegur en það kemur ekki að sök því ekki er verið að elta einhverjar klisjur. Persónusköpunin er það sterk að það sem er fyrirsjánlegt verður samt aldrei ósannfærandi. Away from her er því þegar á heildina er litið góð mynd um manneskjur í erfiðum aðstæðum. -Jarþrúður Karlsdóttir Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Kvikmyndin Away From Her segir frá miðaldra hjónum, Fionu og Grant, takast á við Alzheimer-sjúkdóm Fionu og innlögn hennar á hjúkrunarheimili fyrir Alzheimer-sjúklinga. Við fylgjumst með Fionu missa minnið smám saman og erfiðleika þeirra hjóna við að sætta sig við sjúkdóminn og afleiðingar hans. Away From Her er fyrsta myndin í fullri lengd sem Sarah Polley leikstýrir. Sarah er tæplega þrítug, margverðlaunuð leikkona, sem hefur áður gert nokkrar stuttmyndir. Polley tekst einstaklega vel að fjalla um þetta viðkvæma efni af virðingu og án þess að vera væmin eða of dramatísk. Í grunninn er þetta einfaldlega saga um fólk sem er að gera sitt besta til að takast á við lífið í skugga illviðráðanlegs sjúkdóms. Leikurinn í myndinni er góður. Aðalleikkonan Julie Christie sýnir snilldarleik. Henni tekst að túlka andlega hnignun Fionu á einkar sannfærandi hátt. Aðrir standa nokkuð í skugganum af henni en skila sínu áfallalaust. Söguþráðurinn er að mörgu leyti fyrirsjánlegur en það kemur ekki að sök því ekki er verið að elta einhverjar klisjur. Persónusköpunin er það sterk að það sem er fyrirsjánlegt verður samt aldrei ósannfærandi. Away from her er því þegar á heildina er litið góð mynd um manneskjur í erfiðum aðstæðum. -Jarþrúður Karlsdóttir
Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira