Latabæjarsýning fyrir hlaup 14. ágúst 2007 04:15 Gunnar Helgason leikstýrir Latabæjarleikriti fyrir Reykjavíkurmaraþon Glitnis MYND/GVA Gunnar Helgason leikstýrir stuttu Latabæjarleikriti sem sett verður upp fyrir Latabæjarhlaupið en það verður haldið á menningarnótt. Glanni á vafalítið eftir að láta á sér kræla og setja allt á annan endann. „Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að útskýra þetta," sagði Gunnar þegar Fréttablaðið náði tali af honum í herbúðum Latabæjar í Garðabæ. Þá var hann að skoða sviðsmynd sem á að nota fyrir leikritið. „Þetta er eiginlega Latabæjarþáttur sem ekki verður sýndur í sjónvarpi heldur leikinn frammi fyrir áhorfendum," útskýrir Gunnar sem vildi þó lítið gefa upp um söguþráðinn og vonaðist helst til að skúrkurinn Glanni glæpur myndi ekki mæta til leiks. „Ég hef þó rökstuddan grun um að hann láti sjá sig og þá verður fjandinn laus." Heimildir Gunnars herma að glæponinn snjalli vinni nú hörðum höndum að því í undirheimum að smíða vél sem er þeim kostum búin að geta smækkað fólk. Sýningin verður sett upp fyrir framan Háskóla Íslands þar sem hlaupið fer fram og má reikna með miklum fjölda áhorfenda, bæði stórra og smárra. „Þetta verður eflaust einhver mesti áhorfendafjöldinn sem Latibær hefur verið sýndur frammi fyrir," segir Gunnar. Latabæjarhetjan Íþróttálfurinn mætti í fyrra og sá til þess að allir væru vel heitir fyrir hlaupið. Að sögn Gunnars var ákveðið að hafa þetta aðeins stærra í sniðum í ár og skrifa heilt leikrit. „Þema leiksýningarinnar er síðan mjög áþekkt því sem gerist í einum þættinum en það á eftir að sýna hann í sjónvarpi," bætir leikstjórinn við en leikritið verður í svipaðri lengd og þættirnir eða 23 og hálf mínúta. „Þótt auðvitað geti aðeins teygst úr þessu," segir Gunnar og áréttar að þetta sé alvöru leiksýning með sprengjum og öllu tilheyrandi. Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Gunnar Helgason leikstýrir stuttu Latabæjarleikriti sem sett verður upp fyrir Latabæjarhlaupið en það verður haldið á menningarnótt. Glanni á vafalítið eftir að láta á sér kræla og setja allt á annan endann. „Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að útskýra þetta," sagði Gunnar þegar Fréttablaðið náði tali af honum í herbúðum Latabæjar í Garðabæ. Þá var hann að skoða sviðsmynd sem á að nota fyrir leikritið. „Þetta er eiginlega Latabæjarþáttur sem ekki verður sýndur í sjónvarpi heldur leikinn frammi fyrir áhorfendum," útskýrir Gunnar sem vildi þó lítið gefa upp um söguþráðinn og vonaðist helst til að skúrkurinn Glanni glæpur myndi ekki mæta til leiks. „Ég hef þó rökstuddan grun um að hann láti sjá sig og þá verður fjandinn laus." Heimildir Gunnars herma að glæponinn snjalli vinni nú hörðum höndum að því í undirheimum að smíða vél sem er þeim kostum búin að geta smækkað fólk. Sýningin verður sett upp fyrir framan Háskóla Íslands þar sem hlaupið fer fram og má reikna með miklum fjölda áhorfenda, bæði stórra og smárra. „Þetta verður eflaust einhver mesti áhorfendafjöldinn sem Latibær hefur verið sýndur frammi fyrir," segir Gunnar. Latabæjarhetjan Íþróttálfurinn mætti í fyrra og sá til þess að allir væru vel heitir fyrir hlaupið. Að sögn Gunnars var ákveðið að hafa þetta aðeins stærra í sniðum í ár og skrifa heilt leikrit. „Þema leiksýningarinnar er síðan mjög áþekkt því sem gerist í einum þættinum en það á eftir að sýna hann í sjónvarpi," bætir leikstjórinn við en leikritið verður í svipaðri lengd og þættirnir eða 23 og hálf mínúta. „Þótt auðvitað geti aðeins teygst úr þessu," segir Gunnar og áréttar að þetta sé alvöru leiksýning með sprengjum og öllu tilheyrandi.
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira