Sumarkvöld í Hömrum 10. ágúst 2007 02:15 Herdís Anna og Sígríður Á sunnudagskvöld kl. 20 halda þær Herdís Anna Jónasdóttir sópran og Sigríður Ragnarsdóttir píanóleikari tónleika í Hömrum, og eru það sjöttu tónleikarnir í sumartónleikaröð Tónlistarfélags Ísafjarðar, Sumar í Hömrum. Á efnisskránni eru ljóðasöngvar eftir Grieg, Schumann, Schubert og Strauss, íslensk sönglög og óperuaríur. Herdís Anna Jónasdóttir stundaði tónlistarnám við Tónlistarskóla Ísafjarðar frá unga aldri, í píanóleik, fiðluleik og söng, en að loknu stúdentsprófi hélt hún til framhaldsnáms við Listaháskóla Íslands og lauk þaðan B.Mus. prófi vorið 2006. Hún stundar nú framhaldsnám í ljóða- og óperusöng í Berlín. Herdís tók þátt í uppfærslum Óperustúdíós Íslensku óperunnar meðfram náminu í LHÍ, og sl. vor söng hún hlutverk Romildu í óperunni Xerxes eftir Händel í uppfærslu Hanns Eisler-tónlistarháskólans í Berlín. Þessi unga listakona er nú snúin heim sumarlangt og gefur Ísfirðingum kost á að njóta listar sinnar. Sigríður Ragnarsdóttir er skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar þar sem hún kennir einnig á píanó. Sigríður hefur leikið með einsöngvurum og kórum og tekið þátt í flutningi kammertónlistar á Ísafirði um áratugaskeið auk þess sem hún hefur gegnt organistastörfum á Ísafirði og í Súðavík. Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Á sunnudagskvöld kl. 20 halda þær Herdís Anna Jónasdóttir sópran og Sigríður Ragnarsdóttir píanóleikari tónleika í Hömrum, og eru það sjöttu tónleikarnir í sumartónleikaröð Tónlistarfélags Ísafjarðar, Sumar í Hömrum. Á efnisskránni eru ljóðasöngvar eftir Grieg, Schumann, Schubert og Strauss, íslensk sönglög og óperuaríur. Herdís Anna Jónasdóttir stundaði tónlistarnám við Tónlistarskóla Ísafjarðar frá unga aldri, í píanóleik, fiðluleik og söng, en að loknu stúdentsprófi hélt hún til framhaldsnáms við Listaháskóla Íslands og lauk þaðan B.Mus. prófi vorið 2006. Hún stundar nú framhaldsnám í ljóða- og óperusöng í Berlín. Herdís tók þátt í uppfærslum Óperustúdíós Íslensku óperunnar meðfram náminu í LHÍ, og sl. vor söng hún hlutverk Romildu í óperunni Xerxes eftir Händel í uppfærslu Hanns Eisler-tónlistarháskólans í Berlín. Þessi unga listakona er nú snúin heim sumarlangt og gefur Ísfirðingum kost á að njóta listar sinnar. Sigríður Ragnarsdóttir er skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar þar sem hún kennir einnig á píanó. Sigríður hefur leikið með einsöngvurum og kórum og tekið þátt í flutningi kammertónlistar á Ísafirði um áratugaskeið auk þess sem hún hefur gegnt organistastörfum á Ísafirði og í Súðavík.
Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira