Í beinu sambandi við Jónas 26. júlí 2007 05:45 Fær leiðsögn að handan Valdimar Leifsson kvikmyndagerðarmaður ásamt leikurunum Erlu Hazel, Steini Ármanni Magnússyni og Petru Kristínu Kristinsdóttur við tökur á mynd um Jónas Hallgrímsson. „Ég vil meina að Jónas sé að tala í gegnum mig," segir kvikmyndagerðarmaðurinn Valdimar Leifsson sem er að ljúka tökum á sjónvarpsmynd í fullri lengd um Jónas Hallgrímsson, einn af Fjölnismönnum okkar á nítjándu öld. Myndin er samansett af leiknum atriðum og viðtölum og er að sögn leikstjórans eins konar ljóð til Jónasar í kabarettstíl. Valdimar skrifaði handritið í samvinnu við Þorstein Marelsson rithöfund sem lést áður en tökur hófust. „Það kom í raun ekkert á óvart að hann skyldi deyja, hann var veikur og bjóst allt eins við því. Við göntuðumst með það að hann myndi þá tala við Jónas. Hann hlýtur að hafa gert það því það hafa margir undarlegir hlutir gerst í tökunum." Valdimar hefur ítrekað fengið köllun frá Jónasi í miðjum tökum um að breyta atriðum og breytingarnar hafa alltaf verið til hins betra. Eins virðist Jónas hafa átt orð við veðurguðina því þeir hafa verið einstaklega hliðhollir tökufólkinu. Kannski þetta sé skýringin á góða veðrinu sem hefur verið hér í sumar. Steinn Ármann sem Jónas Það er Steinn Ármann Magnússon sem fer með hlutverk Jónasar Hallgrímssonar í sjónvarpsmynd Valdimars Leifssonar. Fréttablaðið/GVA „Þetta hefur verið mikið ævintýri. Við tókum meðal annars upp senu í Kaupmannahöfn þar sem Skafti Tímóteus vinur Jónasar drukknar eftir fyllerí þeirra félaga. Við ákváðum að taka bara áhættuna og taka þetta upp án þess að biðja borgaryfirvöld um leyfi. Það fylltist allt af túristum og svo þegar við vorum búin að taka upp stungum við af í leigubíl." Valdimar er viss um að þarna hafi Jónas vakað yfir þeim og komið í veg fyrir handtöku. Í myndinni er einnig fjallað um beinamálið svokallaða. Bein Jónasar voru sem kunnugt er flutt heim frá Kaupmannahöfn og grafin fyrir norðan en voru að lokum flutt í þjóðargrafreitinn á Þingvöllum. „Það eru uppi efasemdaraddir um að þetta hafi í raun verið bein Jónasar sem voru flutt heldur jafnvel bara einhver danskur bakari." Valdimar hefur talað við Íslenska erfðagreiningu sem er tilbúin til að greina beinin fái hún þau til að skera úr um hvort þau séu íslensk eða dönsk. „Ég skora hér með á Þingvallanefndina að gefa mér leyfi til að grafa beinin upp og fá endanlega úr þessu skorið," segir Valdimar að lokum. Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
„Ég vil meina að Jónas sé að tala í gegnum mig," segir kvikmyndagerðarmaðurinn Valdimar Leifsson sem er að ljúka tökum á sjónvarpsmynd í fullri lengd um Jónas Hallgrímsson, einn af Fjölnismönnum okkar á nítjándu öld. Myndin er samansett af leiknum atriðum og viðtölum og er að sögn leikstjórans eins konar ljóð til Jónasar í kabarettstíl. Valdimar skrifaði handritið í samvinnu við Þorstein Marelsson rithöfund sem lést áður en tökur hófust. „Það kom í raun ekkert á óvart að hann skyldi deyja, hann var veikur og bjóst allt eins við því. Við göntuðumst með það að hann myndi þá tala við Jónas. Hann hlýtur að hafa gert það því það hafa margir undarlegir hlutir gerst í tökunum." Valdimar hefur ítrekað fengið köllun frá Jónasi í miðjum tökum um að breyta atriðum og breytingarnar hafa alltaf verið til hins betra. Eins virðist Jónas hafa átt orð við veðurguðina því þeir hafa verið einstaklega hliðhollir tökufólkinu. Kannski þetta sé skýringin á góða veðrinu sem hefur verið hér í sumar. Steinn Ármann sem Jónas Það er Steinn Ármann Magnússon sem fer með hlutverk Jónasar Hallgrímssonar í sjónvarpsmynd Valdimars Leifssonar. Fréttablaðið/GVA „Þetta hefur verið mikið ævintýri. Við tókum meðal annars upp senu í Kaupmannahöfn þar sem Skafti Tímóteus vinur Jónasar drukknar eftir fyllerí þeirra félaga. Við ákváðum að taka bara áhættuna og taka þetta upp án þess að biðja borgaryfirvöld um leyfi. Það fylltist allt af túristum og svo þegar við vorum búin að taka upp stungum við af í leigubíl." Valdimar er viss um að þarna hafi Jónas vakað yfir þeim og komið í veg fyrir handtöku. Í myndinni er einnig fjallað um beinamálið svokallaða. Bein Jónasar voru sem kunnugt er flutt heim frá Kaupmannahöfn og grafin fyrir norðan en voru að lokum flutt í þjóðargrafreitinn á Þingvöllum. „Það eru uppi efasemdaraddir um að þetta hafi í raun verið bein Jónasar sem voru flutt heldur jafnvel bara einhver danskur bakari." Valdimar hefur talað við Íslenska erfðagreiningu sem er tilbúin til að greina beinin fái hún þau til að skera úr um hvort þau séu íslensk eða dönsk. „Ég skora hér með á Þingvallanefndina að gefa mér leyfi til að grafa beinin upp og fá endanlega úr þessu skorið," segir Valdimar að lokum.
Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira