Lagi Magna stolið frá Rás 2 21. júlí 2007 04:45 Rokkarinn Magni er mjög sáttur við sína fyrstu sólóplötu. „Fólk er orðið frekar tæknivætt þegar það er farið að gera svona hluti. Ég botna ekkert í þessu," segir Magni Ásgeirsson, en nýjasta lag hans, If I Promised You The World, er komið í dreifingu á netinu án hans samþykkis. Erlendir aðdáendur Magna hafa beðið í ofvæni eftir fyrstu sólóplötu hans sem kemur út hérlendis og á iTunes í lok mánaðarins. Tókst einhverjum þeirra að stela nýja laginu af heimasíðu Rásar 2, þar sem það var frumflutt á dögunum. Einnig hafa hinir æstu aðdáendur tekið lög af MySpace-síðu Magna sem eiga að vera vernduð gegn þjófnaði. Platan heitir einfaldlega Magni og segist rokkaranum ekki hafa dottið neitt skárra nafn í hug. „Af því að hún er á ensku en er gefin út á Íslandi og líka á iTunes þá er hún þannig séð gefin út alls staðar. Það var ekki hægt að láta hana heita íslensku nafni og ekki heldur ensku þannig að þetta er fín lausn." Magni, sem var upptekinn við sveitastörf á traktori þegar Fréttablaðið ræddi við hann, segist vera mjög sáttur við plötuna. „Hún „sándar" alveg frábærlega og ég er mjög hreykinn af útkomunni. Það gekk allt upp einhvern veginn en ég á eftir að sjá hana fullbúna. Vonandi hefur ekkert klúðrast." Magni, sem tók plötuna upp í Danmörku, gefur hana út sjálfur og segir það skipta miklu máli. „Þetta gefur manni fullkomið frelsi og það er enginn sem getur sagt þér að gera neitt. Þarna á maður líka allt sjálfur og enginn getur tekið neitt af þér. Maður stendur bara og fellur með þessu sjálfur." Útgáfutónleikar vegna nýju plötunnar verða haldnir á Borgarfirði eystri, heimaslóðum Magna, þann 27. júlí næstkomandi. Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Fólk er orðið frekar tæknivætt þegar það er farið að gera svona hluti. Ég botna ekkert í þessu," segir Magni Ásgeirsson, en nýjasta lag hans, If I Promised You The World, er komið í dreifingu á netinu án hans samþykkis. Erlendir aðdáendur Magna hafa beðið í ofvæni eftir fyrstu sólóplötu hans sem kemur út hérlendis og á iTunes í lok mánaðarins. Tókst einhverjum þeirra að stela nýja laginu af heimasíðu Rásar 2, þar sem það var frumflutt á dögunum. Einnig hafa hinir æstu aðdáendur tekið lög af MySpace-síðu Magna sem eiga að vera vernduð gegn þjófnaði. Platan heitir einfaldlega Magni og segist rokkaranum ekki hafa dottið neitt skárra nafn í hug. „Af því að hún er á ensku en er gefin út á Íslandi og líka á iTunes þá er hún þannig séð gefin út alls staðar. Það var ekki hægt að láta hana heita íslensku nafni og ekki heldur ensku þannig að þetta er fín lausn." Magni, sem var upptekinn við sveitastörf á traktori þegar Fréttablaðið ræddi við hann, segist vera mjög sáttur við plötuna. „Hún „sándar" alveg frábærlega og ég er mjög hreykinn af útkomunni. Það gekk allt upp einhvern veginn en ég á eftir að sjá hana fullbúna. Vonandi hefur ekkert klúðrast." Magni, sem tók plötuna upp í Danmörku, gefur hana út sjálfur og segir það skipta miklu máli. „Þetta gefur manni fullkomið frelsi og það er enginn sem getur sagt þér að gera neitt. Þarna á maður líka allt sjálfur og enginn getur tekið neitt af þér. Maður stendur bara og fellur með þessu sjálfur." Útgáfutónleikar vegna nýju plötunnar verða haldnir á Borgarfirði eystri, heimaslóðum Magna, þann 27. júlí næstkomandi.
Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“