Pavarotti nær dauða en lífi 6. júlí 2007 01:30 Kom síðast opinberlega fram á Vetrarólympíuleikunum í Tórínó fyrir 16 mánuðum þegar hann söng lagið sem hann hefur gert ódauðlegt á ferli sínum, Nessun Dorma. Óperusöngvarinn Luciano Pavarotti telur að hann muni deyja á allra næstu dögum eftir að hafa barist við krabbamein í briskirtli frá því í júlí í fyrra. Að sögn dóttur Pavarottis, Giuliana, er úthaldið á þrotum eftir rúmlega árslanga baráttu. „Hann veit að hann mun kveðja þessa jörð innan skamms og hann talar mikið um þann dag sem hann mun loksins hitta foreldra sína á ný,“ segir Giuliana, en þeir létust með stuttu millibili fyrir nokkrum árum og hafði andlát foreldranna mikil áhrif á tenórinn. Hinn 71 árs gamli Pavarotti hefur ekki komið opinberlega fram eftir að hann greindist með krabbameinið en að sögn þeirra sem séð hafa til söngvarans hefur hann lést gríðarlega í veikindunum og styðst við hjólastól til að geta ferðast um heimili sitt í Pesaro á Ítalíu. Hann eyðir þeirri litlu orku sem hann hefur í að kenna fjölskyldumeðlimum söng auk þess sem hann spilar á spil við barnabörnin. „Hann ætlar að nota síðustu stundirnar til að vera með fjölskyldu sinni,“ sagði umboðsmaður söngvarans í gær. Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Óperusöngvarinn Luciano Pavarotti telur að hann muni deyja á allra næstu dögum eftir að hafa barist við krabbamein í briskirtli frá því í júlí í fyrra. Að sögn dóttur Pavarottis, Giuliana, er úthaldið á þrotum eftir rúmlega árslanga baráttu. „Hann veit að hann mun kveðja þessa jörð innan skamms og hann talar mikið um þann dag sem hann mun loksins hitta foreldra sína á ný,“ segir Giuliana, en þeir létust með stuttu millibili fyrir nokkrum árum og hafði andlát foreldranna mikil áhrif á tenórinn. Hinn 71 árs gamli Pavarotti hefur ekki komið opinberlega fram eftir að hann greindist með krabbameinið en að sögn þeirra sem séð hafa til söngvarans hefur hann lést gríðarlega í veikindunum og styðst við hjólastól til að geta ferðast um heimili sitt í Pesaro á Ítalíu. Hann eyðir þeirri litlu orku sem hann hefur í að kenna fjölskyldumeðlimum söng auk þess sem hann spilar á spil við barnabörnin. „Hann ætlar að nota síðustu stundirnar til að vera með fjölskyldu sinni,“ sagði umboðsmaður söngvarans í gær.
Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira