Bocelli syngur á Íslandi 5. júlí 2007 03:45 Celine Dion sagði eitt sinn að ef Guð væri með söngrödd þá myndi hún hljóma eitthvað í líkingu við rödd Bocellis. Nordicphotos/Getty Ítalski stórsöngvarinn Andrea Bocelli mun halda tónleika í Egilshöll þann 31. október en það er fyrirtækið Déjávu sem stendur að komu tenórsins. Undirbúningur hefur staðið yfir í rúm tvö ár. „Heildarfjöldi þeirra sem koma gagngert til landsins vegna tónleikanna eru um 100 manns. Í þeirri tölu eru hljóðmenn, skipuleggjendur, hljóðhönnuðir, hljómsveitarmeðlimir og fleiri. Þá mun fullskipuð tékkneska sinfóníuhljómsveitin spila undir. Þetta er risastór pakki,” segir Karl Lúðvíksson, framkvæmdastjóri framleiðslufyrirtækisins Déjávu, sem stendur fyrir tónleikum Bocellis í Egilshöllinni. Að sögn Karls hefur undirbúningur fyrir komu Bocellis til landsins staðið yfir frá árinu 2005. Fór þá af stað ferli sem lauk með því að Karl sjálfur hélt til Ítalíu á fund umboðsmanns söngvarans í maí síðastliðnum. „Þá var þetta loksins niðurneglt og það var mikill áfangi. Þessi hugmynd hefur blundað í mér í nokkur ár, enda er um að ræða einn vinsælasta klassíska poppsöngvara allra tíma sem er í miklu uppáhaldi hjá mörgum Íslendingum,“ segir Karl, sem sjálfur er mikill aðdáandi söngvarans. Umræddur fundur fór fram á heimili Bocellis í nágrenni Pisa á Ítalíu og varð Karl þeirrar gæfu aðnjótandi að hitta sjálfan söngvarann. „Hann spurði mikið um Ísland og þá sérstaklega veðrið. Honum var mikið í mun að vita hvort hann þyrfti að vera í loðgalla þegar hann kæmi,“ segir Karl og hlær. „Hann var mjög hissa þegar hann heyrði af vinsældum sínum á Íslandi og hann hlakkar mikið til að syngja fyrir hóp sem hann hefur ekki sungið fyrir áður.“ Andrea Bocelli er margverðlaunaður tenór og einn söluhæsti tónlistarmaður heims síðustu ár. Hann öðlaðist heimsfrægð fyrir rúmum áratug fyrir enska útgáfu sína á laginu Con te partirò sem margir ættu að þekkja sem Time to say goodbye. Bocelli hefur verið blindur frá 12 ára aldri en þykir búa yfir einstakri rödd. „Ef Guð væri með söngrödd, þá myndi hún hljóma eitthvað í líkingu við rödd Andreas Bocelli,“ lét söngkonan Celine Dion eitt sinn hafa eftir sér. Um svokallað sitjandi tónleika verður um að ræða í Egilshöllinni og er gert ráð fyrir að sæti verði fyrir um 6000 manns. Miðasala hefst á næstu dögum og fer fram á midi.is. Mest lesið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Tónlist Fleiri fréttir Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Ítalski stórsöngvarinn Andrea Bocelli mun halda tónleika í Egilshöll þann 31. október en það er fyrirtækið Déjávu sem stendur að komu tenórsins. Undirbúningur hefur staðið yfir í rúm tvö ár. „Heildarfjöldi þeirra sem koma gagngert til landsins vegna tónleikanna eru um 100 manns. Í þeirri tölu eru hljóðmenn, skipuleggjendur, hljóðhönnuðir, hljómsveitarmeðlimir og fleiri. Þá mun fullskipuð tékkneska sinfóníuhljómsveitin spila undir. Þetta er risastór pakki,” segir Karl Lúðvíksson, framkvæmdastjóri framleiðslufyrirtækisins Déjávu, sem stendur fyrir tónleikum Bocellis í Egilshöllinni. Að sögn Karls hefur undirbúningur fyrir komu Bocellis til landsins staðið yfir frá árinu 2005. Fór þá af stað ferli sem lauk með því að Karl sjálfur hélt til Ítalíu á fund umboðsmanns söngvarans í maí síðastliðnum. „Þá var þetta loksins niðurneglt og það var mikill áfangi. Þessi hugmynd hefur blundað í mér í nokkur ár, enda er um að ræða einn vinsælasta klassíska poppsöngvara allra tíma sem er í miklu uppáhaldi hjá mörgum Íslendingum,“ segir Karl, sem sjálfur er mikill aðdáandi söngvarans. Umræddur fundur fór fram á heimili Bocellis í nágrenni Pisa á Ítalíu og varð Karl þeirrar gæfu aðnjótandi að hitta sjálfan söngvarann. „Hann spurði mikið um Ísland og þá sérstaklega veðrið. Honum var mikið í mun að vita hvort hann þyrfti að vera í loðgalla þegar hann kæmi,“ segir Karl og hlær. „Hann var mjög hissa þegar hann heyrði af vinsældum sínum á Íslandi og hann hlakkar mikið til að syngja fyrir hóp sem hann hefur ekki sungið fyrir áður.“ Andrea Bocelli er margverðlaunaður tenór og einn söluhæsti tónlistarmaður heims síðustu ár. Hann öðlaðist heimsfrægð fyrir rúmum áratug fyrir enska útgáfu sína á laginu Con te partirò sem margir ættu að þekkja sem Time to say goodbye. Bocelli hefur verið blindur frá 12 ára aldri en þykir búa yfir einstakri rödd. „Ef Guð væri með söngrödd, þá myndi hún hljóma eitthvað í líkingu við rödd Andreas Bocelli,“ lét söngkonan Celine Dion eitt sinn hafa eftir sér. Um svokallað sitjandi tónleika verður um að ræða í Egilshöllinni og er gert ráð fyrir að sæti verði fyrir um 6000 manns. Miðasala hefst á næstu dögum og fer fram á midi.is.
Mest lesið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Tónlist Fleiri fréttir Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira