Mýrin í nýju ljósi 3. júlí 2007 08:45 Baltasar hefur dustað rykið af Mýrinni sem nú fer á flakk milli kvikmyndahátíða í Evrópu. Tékkneska kvikmyndahátíðin í Karlovy Vary stendur nú sem hæst og eru Íslendingar áberandi þetta árið. Kvikmyndin Mýrin eftir Baltasar Kormák keppir um aðalverðlaun hátíðarinnar. „Kannski má segja að kvikmyndin Mýrin sé í keppninni á eigin forsendum. Heima voru flestir búnir að lesa bókina og gera sér einhverjar hugmyndir um hvernig persónurnar áttu að vera en hérna horfir fólk bara á kvikmyndina sem slíka," segir Baltasar Kormákur sem hefur dustað rykið af Mýrinni en kvikmyndin fer nú í ferðalag á kvikmyndahátíðir víða um heim. „Ég er búinn að vera að vinna í öðrum verkefnum og það er óneitanlega svolítið sérstakt að frumsýna hana aftur," bætir Baltasar við en í kringum tólf hundruð manns voru viðstaddir frumsýninguna. Með Baltasar í för eru Ingvar E. Sigurðsson og Atli Rafn Sigurðarson sem báðir fóru á kostum í kvikmyndinni. Þeir félagar hafa verið önnum kafnir síðan þeir komu út en tékkneskir fjölmiðlar hafa sýnt þeim og myndinni mikinn áhuga. Mýrin hlaut hreint út sagt ótrúlega aðsókn hér á landi og sló öll aðsóknarmet. Baltasar segir að henni hafi verið tekið mjög vel en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er að vænta umfjöllunar um myndina í kvikmyndabiblíunni Variety á næstu dögum. Baltasar hafði ekki heyrt af því en eftir því sem Fréttablaðið kemst næst verður sú gagnrýni á mjög jákvæðum nótum. Kynnir bæði Mýrina og Foreldra á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary. Framundan hjá Mýrinni eru að minnsta kosti tíu kvikmyndahátíðir sem Mýrin fer á, þar á meðal í Danmörku en þar hefur Arnaldur Indriðason, höfundur bókarinnar, notið töluverðrar hylli. „Líf kvikmynda í sjálfstæða kvikmyndageiranum er svona, þær lifa hjá leikstjóranum í mörg ár á eftir frumsýningu," segir Baltasar en til marks um það er leikstjórinn á leið til Spánar á næstunni til að vera viðstaddur frumsýningu á A Little Trip to Heaven. Gestir Karlovy Vary fá að sjá mikið af íslenskum kvikmyndum að þessu sinni því auk Mýrinnar eru kvikmyndirnar Börn og Foreldrar eftir Ragnar Bragason sýndar sem og stuttmyndin Anna. Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Tékkneska kvikmyndahátíðin í Karlovy Vary stendur nú sem hæst og eru Íslendingar áberandi þetta árið. Kvikmyndin Mýrin eftir Baltasar Kormák keppir um aðalverðlaun hátíðarinnar. „Kannski má segja að kvikmyndin Mýrin sé í keppninni á eigin forsendum. Heima voru flestir búnir að lesa bókina og gera sér einhverjar hugmyndir um hvernig persónurnar áttu að vera en hérna horfir fólk bara á kvikmyndina sem slíka," segir Baltasar Kormákur sem hefur dustað rykið af Mýrinni en kvikmyndin fer nú í ferðalag á kvikmyndahátíðir víða um heim. „Ég er búinn að vera að vinna í öðrum verkefnum og það er óneitanlega svolítið sérstakt að frumsýna hana aftur," bætir Baltasar við en í kringum tólf hundruð manns voru viðstaddir frumsýninguna. Með Baltasar í för eru Ingvar E. Sigurðsson og Atli Rafn Sigurðarson sem báðir fóru á kostum í kvikmyndinni. Þeir félagar hafa verið önnum kafnir síðan þeir komu út en tékkneskir fjölmiðlar hafa sýnt þeim og myndinni mikinn áhuga. Mýrin hlaut hreint út sagt ótrúlega aðsókn hér á landi og sló öll aðsóknarmet. Baltasar segir að henni hafi verið tekið mjög vel en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er að vænta umfjöllunar um myndina í kvikmyndabiblíunni Variety á næstu dögum. Baltasar hafði ekki heyrt af því en eftir því sem Fréttablaðið kemst næst verður sú gagnrýni á mjög jákvæðum nótum. Kynnir bæði Mýrina og Foreldra á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary. Framundan hjá Mýrinni eru að minnsta kosti tíu kvikmyndahátíðir sem Mýrin fer á, þar á meðal í Danmörku en þar hefur Arnaldur Indriðason, höfundur bókarinnar, notið töluverðrar hylli. „Líf kvikmynda í sjálfstæða kvikmyndageiranum er svona, þær lifa hjá leikstjóranum í mörg ár á eftir frumsýningu," segir Baltasar en til marks um það er leikstjórinn á leið til Spánar á næstunni til að vera viðstaddur frumsýningu á A Little Trip to Heaven. Gestir Karlovy Vary fá að sjá mikið af íslenskum kvikmyndum að þessu sinni því auk Mýrinnar eru kvikmyndirnar Börn og Foreldrar eftir Ragnar Bragason sýndar sem og stuttmyndin Anna.
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira