Mýrin í nýju ljósi 3. júlí 2007 08:45 Baltasar hefur dustað rykið af Mýrinni sem nú fer á flakk milli kvikmyndahátíða í Evrópu. Tékkneska kvikmyndahátíðin í Karlovy Vary stendur nú sem hæst og eru Íslendingar áberandi þetta árið. Kvikmyndin Mýrin eftir Baltasar Kormák keppir um aðalverðlaun hátíðarinnar. „Kannski má segja að kvikmyndin Mýrin sé í keppninni á eigin forsendum. Heima voru flestir búnir að lesa bókina og gera sér einhverjar hugmyndir um hvernig persónurnar áttu að vera en hérna horfir fólk bara á kvikmyndina sem slíka," segir Baltasar Kormákur sem hefur dustað rykið af Mýrinni en kvikmyndin fer nú í ferðalag á kvikmyndahátíðir víða um heim. „Ég er búinn að vera að vinna í öðrum verkefnum og það er óneitanlega svolítið sérstakt að frumsýna hana aftur," bætir Baltasar við en í kringum tólf hundruð manns voru viðstaddir frumsýninguna. Með Baltasar í för eru Ingvar E. Sigurðsson og Atli Rafn Sigurðarson sem báðir fóru á kostum í kvikmyndinni. Þeir félagar hafa verið önnum kafnir síðan þeir komu út en tékkneskir fjölmiðlar hafa sýnt þeim og myndinni mikinn áhuga. Mýrin hlaut hreint út sagt ótrúlega aðsókn hér á landi og sló öll aðsóknarmet. Baltasar segir að henni hafi verið tekið mjög vel en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er að vænta umfjöllunar um myndina í kvikmyndabiblíunni Variety á næstu dögum. Baltasar hafði ekki heyrt af því en eftir því sem Fréttablaðið kemst næst verður sú gagnrýni á mjög jákvæðum nótum. Kynnir bæði Mýrina og Foreldra á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary. Framundan hjá Mýrinni eru að minnsta kosti tíu kvikmyndahátíðir sem Mýrin fer á, þar á meðal í Danmörku en þar hefur Arnaldur Indriðason, höfundur bókarinnar, notið töluverðrar hylli. „Líf kvikmynda í sjálfstæða kvikmyndageiranum er svona, þær lifa hjá leikstjóranum í mörg ár á eftir frumsýningu," segir Baltasar en til marks um það er leikstjórinn á leið til Spánar á næstunni til að vera viðstaddur frumsýningu á A Little Trip to Heaven. Gestir Karlovy Vary fá að sjá mikið af íslenskum kvikmyndum að þessu sinni því auk Mýrinnar eru kvikmyndirnar Börn og Foreldrar eftir Ragnar Bragason sýndar sem og stuttmyndin Anna. Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Tékkneska kvikmyndahátíðin í Karlovy Vary stendur nú sem hæst og eru Íslendingar áberandi þetta árið. Kvikmyndin Mýrin eftir Baltasar Kormák keppir um aðalverðlaun hátíðarinnar. „Kannski má segja að kvikmyndin Mýrin sé í keppninni á eigin forsendum. Heima voru flestir búnir að lesa bókina og gera sér einhverjar hugmyndir um hvernig persónurnar áttu að vera en hérna horfir fólk bara á kvikmyndina sem slíka," segir Baltasar Kormákur sem hefur dustað rykið af Mýrinni en kvikmyndin fer nú í ferðalag á kvikmyndahátíðir víða um heim. „Ég er búinn að vera að vinna í öðrum verkefnum og það er óneitanlega svolítið sérstakt að frumsýna hana aftur," bætir Baltasar við en í kringum tólf hundruð manns voru viðstaddir frumsýninguna. Með Baltasar í för eru Ingvar E. Sigurðsson og Atli Rafn Sigurðarson sem báðir fóru á kostum í kvikmyndinni. Þeir félagar hafa verið önnum kafnir síðan þeir komu út en tékkneskir fjölmiðlar hafa sýnt þeim og myndinni mikinn áhuga. Mýrin hlaut hreint út sagt ótrúlega aðsókn hér á landi og sló öll aðsóknarmet. Baltasar segir að henni hafi verið tekið mjög vel en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er að vænta umfjöllunar um myndina í kvikmyndabiblíunni Variety á næstu dögum. Baltasar hafði ekki heyrt af því en eftir því sem Fréttablaðið kemst næst verður sú gagnrýni á mjög jákvæðum nótum. Kynnir bæði Mýrina og Foreldra á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary. Framundan hjá Mýrinni eru að minnsta kosti tíu kvikmyndahátíðir sem Mýrin fer á, þar á meðal í Danmörku en þar hefur Arnaldur Indriðason, höfundur bókarinnar, notið töluverðrar hylli. „Líf kvikmynda í sjálfstæða kvikmyndageiranum er svona, þær lifa hjá leikstjóranum í mörg ár á eftir frumsýningu," segir Baltasar en til marks um það er leikstjórinn á leið til Spánar á næstunni til að vera viðstaddur frumsýningu á A Little Trip to Heaven. Gestir Karlovy Vary fá að sjá mikið af íslenskum kvikmyndum að þessu sinni því auk Mýrinnar eru kvikmyndirnar Börn og Foreldrar eftir Ragnar Bragason sýndar sem og stuttmyndin Anna.
Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira