McClane á gervihnattaöld 30. júní 2007 00:01 Die Hard 4.0 Leikstjóri: Len Wiseman Aðalhlutverk: Bruce Willis, Justin Long og Timothy Olyphant. HHH Nýjasta kvikmyndin um harðhausinn John McClane á eflaust eftir að ylja aðdáendum Die Hard og frammistaða Bruce Willis svíkur engan. Hún líður þó fyrir frekar bragðdauft og sviplaust illmenni. Freyr Gígja Gunnarsson skrifar,Hollywood hefur ekki tekist að skapa nýjar hetjur sem hvorki eru byggðar á myndasögum né hafa óeðlilega krafta í kögglum. Hetjur sem standa einar á móti öllu og beita gömlum en gildum aðferðum við að knésetja óþjóðalýðinn. Og því hefur draumasmiðjan endurvakið eina fræknustu, kjaftforustu og mannlegustu hetju síðari tíma og etur henni gegn nútímanum holdi klæddum; tölvuþrjót. John McClane er orðinn grár og gugginn. Síðustu árin hafa verið honum erfið í einkalífinu enda er eiginkonan Holly farin frá honum og krakkarnir vilja ekkert við hann tala. Starfið hjá lögreglunni í New York er rólegt og það er varla að McClane hafi þurft að hleypa af einu skoti. En þegar McClane er falið að sækja tölvuþrjótinn Matthew Farrell til yfirheyrslu hjá FBI flækist hann inn í listilega skipulagðan glæp hins miskunnarlausa tölvusnillings Thomas Gabriel. Gabriel framkvæmir svonefnda „rýmingarsölu“ á tölvukerfum Bandaríkjanna og lamar allt stjórn- og hagkerfi landsins í þeim tilgangi að ræna stjarnfræðilegum upphæðum. McClane tekst auðvitað að pirra vonda náungann fram úr hófi með steinaldaraðferðum sínum, hnyttnum tilsvörum og tveimur hnefum auk löggubyssunnar. Fjórða myndin er full af spennu og hraða, eltingarleikjum og sprengjum. Leikstjórinn Len Wiseman heldur vel utan um stjórnartaumana og víða má finna tilvísanir í gömlu myndirnar. Vandi Die Hard 4.0 er kannski fyrst og fremst fólginn í frekar slöppum vondum karli en Gabriel er hnakkavæddur tölvugúru og heldur sviplaus. Leikarinn Timothy Olyphant á þó alla samúð skilið, hann fetar í vandfyllt spor Alans Rickman og Jeremys Iron. Die Hard 4.0 er eins og hasarmyndir eiga að vera. Og eflaust myndi McClane lemja líftóruna úr öllum þessum snoppufríðu hetjum með næturkremin og sléttu húðina sem hafa tröllriðið kvikmyndahúsunum að undanförnu. Willis gerir McClane fyrst og fremst mannlegan sem enn á ný þarf að fórna lífi og limum til að koma í veg fyrir að áætlanir skúrkanna gangi upp og bjarga deginum. Þó að Bruce sé kominn á efri árin er hann enn í fantaformi og aðdáendur Die Hard-myndanna verða ekki sviknir þótt hún skáki varla háhýsatryllinum í Nakatomi eða eltingarleiknum við Simon. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Freyr Gígja Gunnarsson skrifar,Hollywood hefur ekki tekist að skapa nýjar hetjur sem hvorki eru byggðar á myndasögum né hafa óeðlilega krafta í kögglum. Hetjur sem standa einar á móti öllu og beita gömlum en gildum aðferðum við að knésetja óþjóðalýðinn. Og því hefur draumasmiðjan endurvakið eina fræknustu, kjaftforustu og mannlegustu hetju síðari tíma og etur henni gegn nútímanum holdi klæddum; tölvuþrjót. John McClane er orðinn grár og gugginn. Síðustu árin hafa verið honum erfið í einkalífinu enda er eiginkonan Holly farin frá honum og krakkarnir vilja ekkert við hann tala. Starfið hjá lögreglunni í New York er rólegt og það er varla að McClane hafi þurft að hleypa af einu skoti. En þegar McClane er falið að sækja tölvuþrjótinn Matthew Farrell til yfirheyrslu hjá FBI flækist hann inn í listilega skipulagðan glæp hins miskunnarlausa tölvusnillings Thomas Gabriel. Gabriel framkvæmir svonefnda „rýmingarsölu“ á tölvukerfum Bandaríkjanna og lamar allt stjórn- og hagkerfi landsins í þeim tilgangi að ræna stjarnfræðilegum upphæðum. McClane tekst auðvitað að pirra vonda náungann fram úr hófi með steinaldaraðferðum sínum, hnyttnum tilsvörum og tveimur hnefum auk löggubyssunnar. Fjórða myndin er full af spennu og hraða, eltingarleikjum og sprengjum. Leikstjórinn Len Wiseman heldur vel utan um stjórnartaumana og víða má finna tilvísanir í gömlu myndirnar. Vandi Die Hard 4.0 er kannski fyrst og fremst fólginn í frekar slöppum vondum karli en Gabriel er hnakkavæddur tölvugúru og heldur sviplaus. Leikarinn Timothy Olyphant á þó alla samúð skilið, hann fetar í vandfyllt spor Alans Rickman og Jeremys Iron. Die Hard 4.0 er eins og hasarmyndir eiga að vera. Og eflaust myndi McClane lemja líftóruna úr öllum þessum snoppufríðu hetjum með næturkremin og sléttu húðina sem hafa tröllriðið kvikmyndahúsunum að undanförnu. Willis gerir McClane fyrst og fremst mannlegan sem enn á ný þarf að fórna lífi og limum til að koma í veg fyrir að áætlanir skúrkanna gangi upp og bjarga deginum. Þó að Bruce sé kominn á efri árin er hann enn í fantaformi og aðdáendur Die Hard-myndanna verða ekki sviknir þótt hún skáki varla háhýsatryllinum í Nakatomi eða eltingarleiknum við Simon.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira