Hvíti víkingurinn verður Embla 14. júní 2007 08:00 Loksins er Hvíti víkingurinn orðin að myndinni sem hún átti að vera. „Eftir fimmtán ár er Hvíti víkingurinn loksins orðin að þeirri mynd eins og ég vildi hafa hana," segir Hrafn Gunnlaugsson en á vefsíðunni logs.is kemur fram að leikstjórinn hyggst frumsýna kvikmyndina á nýjan leik í haust. Um mánaðarmótin september, október. Að þessu sinni situr Hrafn hins vegar sjálfur við klippiborðið og hefur gjörbylt myndinni. Klippingum er formlega lokið og nú er verið að endurhljóðsetja hana hjá Kjartani Kjartanssyni í Bíóhljóðum auk þess sem Hrafn og gítarleikarinn Guðmundur Pétursson hafa samið nýja tónlist við myndina. „Hvíti víkingurinn var á sínum tíma bara eitthvað samkrull af senum sem ég hafði tekið og átti skilið þá útreið sem hún hlaut," útskýrir Hrafn sem hefur aldrei gengist við myndinni enda sagði hanni sig frá henni og mætti ekki á frumsýninguna fyrir fimmtán árum. „Ég lenti í mikilli rimmu við framleiðanda myndarinnar sem vildi einblína á „stórar landslagssenur frá Íslandi" á meðan ég vildi fókusera á dramatíkina í sögunni," bætir Hrafn við. „Og úr varð þessi óskapnaður," heldur hann áfram. Marie Bonnevie er stjarna myndarinnar að mati Hrafns. Og nú heitir Hvíti Víkingurinn ekki lengur Hvíti Víkingurinn heldur Embla: Valkyrja Hvíta víkingsins. Hrafn segir að efnið fái nú loks að njóta fyllsta réttlætis og hann er feginn að þessu „tímabili" sé að ljúka. „Ég hef gengið með þetta eins og steinbarn í maganum," segir Hrafn en það var góðvinur hans, sænski framleiðandinn Bo Hansen, sem hvatti Hrafn til að ljúka við þetta. Leikstjórinn fer hins vegar ekki leynt með hver sé stjarna myndarinnar; sænska leikkonan Marie Bonevie. „Ég nefndi þetta við hana fyrir þremur árum en ég held að hún hafi ekki trúað mér. Hún sagði þó að hún yrði mér ævinlega þakklát ef mér tækist þetta," segir Hrafn sem útilokar ekki að bjóða leikkonunni sjálfri á frumsýninguna. Mest lesið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
„Eftir fimmtán ár er Hvíti víkingurinn loksins orðin að þeirri mynd eins og ég vildi hafa hana," segir Hrafn Gunnlaugsson en á vefsíðunni logs.is kemur fram að leikstjórinn hyggst frumsýna kvikmyndina á nýjan leik í haust. Um mánaðarmótin september, október. Að þessu sinni situr Hrafn hins vegar sjálfur við klippiborðið og hefur gjörbylt myndinni. Klippingum er formlega lokið og nú er verið að endurhljóðsetja hana hjá Kjartani Kjartanssyni í Bíóhljóðum auk þess sem Hrafn og gítarleikarinn Guðmundur Pétursson hafa samið nýja tónlist við myndina. „Hvíti víkingurinn var á sínum tíma bara eitthvað samkrull af senum sem ég hafði tekið og átti skilið þá útreið sem hún hlaut," útskýrir Hrafn sem hefur aldrei gengist við myndinni enda sagði hanni sig frá henni og mætti ekki á frumsýninguna fyrir fimmtán árum. „Ég lenti í mikilli rimmu við framleiðanda myndarinnar sem vildi einblína á „stórar landslagssenur frá Íslandi" á meðan ég vildi fókusera á dramatíkina í sögunni," bætir Hrafn við. „Og úr varð þessi óskapnaður," heldur hann áfram. Marie Bonnevie er stjarna myndarinnar að mati Hrafns. Og nú heitir Hvíti Víkingurinn ekki lengur Hvíti Víkingurinn heldur Embla: Valkyrja Hvíta víkingsins. Hrafn segir að efnið fái nú loks að njóta fyllsta réttlætis og hann er feginn að þessu „tímabili" sé að ljúka. „Ég hef gengið með þetta eins og steinbarn í maganum," segir Hrafn en það var góðvinur hans, sænski framleiðandinn Bo Hansen, sem hvatti Hrafn til að ljúka við þetta. Leikstjórinn fer hins vegar ekki leynt með hver sé stjarna myndarinnar; sænska leikkonan Marie Bonevie. „Ég nefndi þetta við hana fyrir þremur árum en ég held að hún hafi ekki trúað mér. Hún sagði þó að hún yrði mér ævinlega þakklát ef mér tækist þetta," segir Hrafn sem útilokar ekki að bjóða leikkonunni sjálfri á frumsýninguna.
Mest lesið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira