Sport

Jafnt í Kópavogi

fréttablaðið/valli

Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í gær. Harpa Þorsteinsdóttir kom Stjörnunni yfir í Kópavoginum gegn Blikastúlkum en Greta Mjöll Samúelsdóttir jafnaði metin í fyrri hálfleik. Greta misnotaði svo vítaspyrnu þegar skot hennar small í stönginni og hvorugt liðið náði að bæta við marki í litlausum síðari hálfleik.



Keflavík burstaði ÍR 7-0 þar sem Guðný Þórðardóttir og Vesna Smiljkovic skoruðu báðar þrennu. Danka Podovac skoraði eitt mark. Þá vann KR lið Fylkis í Árbænum 4-2. Hrefna Jóhannesdóttir skoraði þrennu fyrir KR og og Edda Garðarsdóttir eitt en Anna Björg Björnsdóttir skoraði bæði mörk Fylkisstúlkna.

- hþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×