Lordi lék við hvern sinn fingur í Cannes 22. maí 2007 10:00 Ingvar og Júlíus Kemp ásamt Lordi eftir tónleikana í Cannes. „Þetta gengur mjög vel, vægast sagt,“ segir Ingvar Þórðarson hjá Kvikmyndafélagi Íslands en hann ásamt samstarfsfélaga sínum Júlíusi Kemp eru nú í fullum gangi við að kynna hryllingsmyndina Dark Floors: Lordi Motion Picture á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Framleiðendurnir stóðu fyrir stórum tónleikum á laugardaginn þar sem Lordi lék fyrir dansi og segir Ingvar að góð stemning hafi myndast hjá stjörnunum í sólinni. „Við vorum náttúrlega að keppa við U2,“ útskýrir Ingvar en írsku rokkrisarnir voru að kynna tónleikamynd í þrívídd sem hefur fengið gríðarlega góða dóma í heimspressunni. „Við skiptum áhuga fjölmiðla bróðurlega á milli okkar. Þeir voru reyndar aðeins á undan okkur og það hjálpaði okkur við að fá athygli heimspressunnar,“ bætir Ingvar við og segir að hljómsveitin fái mikla athygli. „Þeir eru reyndar ekki öfundsverðir af því að ganga um í þessum búningum í tuttugu stiga hita,“ segir Ingvar. Tökum á myndinni hefur verið frestað nokkrum sinnum að undanförnu en Ingvar segir að nú sé loks búin að negla niður tökudaga sem verða í lok þessa mánaðar. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu hafa tveir íslenskir leikarar komið sterklega til greina í stór hlutverk í myndina, þau Theódór Júlíusson og Brynhildur Guðjónsdóttir en Ingvar segir að allt útlit fyrir að engin Íslendingur fái hlutverk. „Því miður lítur þetta þannig út,“ útskýrir Ingvar. Íslenskt tæknifólk leikur hins vegar þeim mun stærra hlutverk í undirbúningsvinnunni og við gerð myndarinnar og hafa þeir verið að vinna hörðum höndum að því að byggja ógnarstórt sett í Finnlandi. Þá verður Ásta Hafþórsdóttir einn helsti förðunarsérfræðingurinn í myndinni og hefur komið að hönnun búninga fyrir myndina sem verða fjölmargir og flóknir. Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
„Þetta gengur mjög vel, vægast sagt,“ segir Ingvar Þórðarson hjá Kvikmyndafélagi Íslands en hann ásamt samstarfsfélaga sínum Júlíusi Kemp eru nú í fullum gangi við að kynna hryllingsmyndina Dark Floors: Lordi Motion Picture á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Framleiðendurnir stóðu fyrir stórum tónleikum á laugardaginn þar sem Lordi lék fyrir dansi og segir Ingvar að góð stemning hafi myndast hjá stjörnunum í sólinni. „Við vorum náttúrlega að keppa við U2,“ útskýrir Ingvar en írsku rokkrisarnir voru að kynna tónleikamynd í þrívídd sem hefur fengið gríðarlega góða dóma í heimspressunni. „Við skiptum áhuga fjölmiðla bróðurlega á milli okkar. Þeir voru reyndar aðeins á undan okkur og það hjálpaði okkur við að fá athygli heimspressunnar,“ bætir Ingvar við og segir að hljómsveitin fái mikla athygli. „Þeir eru reyndar ekki öfundsverðir af því að ganga um í þessum búningum í tuttugu stiga hita,“ segir Ingvar. Tökum á myndinni hefur verið frestað nokkrum sinnum að undanförnu en Ingvar segir að nú sé loks búin að negla niður tökudaga sem verða í lok þessa mánaðar. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu hafa tveir íslenskir leikarar komið sterklega til greina í stór hlutverk í myndina, þau Theódór Júlíusson og Brynhildur Guðjónsdóttir en Ingvar segir að allt útlit fyrir að engin Íslendingur fái hlutverk. „Því miður lítur þetta þannig út,“ útskýrir Ingvar. Íslenskt tæknifólk leikur hins vegar þeim mun stærra hlutverk í undirbúningsvinnunni og við gerð myndarinnar og hafa þeir verið að vinna hörðum höndum að því að byggja ógnarstórt sett í Finnlandi. Þá verður Ásta Hafþórsdóttir einn helsti förðunarsérfræðingurinn í myndinni og hefur komið að hönnun búninga fyrir myndina sem verða fjölmargir og flóknir.
Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira