Tónlist.is skuldar listamönnum ekkert 22. maí 2007 10:15 Stefán Hjörleifsson segir Tónlist.is hafa gengið frá öllum skuldbindingum við tónlistarmenn. „Okkur er ekki skemmt ef það er rétt að þessir peningar séu ekki að skila sér,“ segir Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Tónlist.is. Fréttablaðið greindi í gær frá óánægju nokkurra ungra tónlistarmanna með vefinn Tónlist.is. Í tölvupóstssamskiptum þeirra kom fram óánægja með stjörnugjöf sem settar voru á plötur á vefnum, sem og með réttindagreiðslur fyrir notkun á tónlist þeirra. Stefán er ósáttur með að Tónlist.is sé kennt um það að listamennirnir fái ekki greitt, fyrirtækið hafi ekkert með þær greiðslur að gera. „Við gerum bara samninga við STEF og svo útgefendur. Útgefendurnir gera svo samninga við listamennina og þeir geta verið misjafnir. Við skiptum okkur ekkert af því. Það er alla vega klárt að við höfum staðið skil á öllum greiðslum,“ segir Stefán. Hann segir jafnframt að telji tónlistarmenn sig hlunnfarna ættu þeir að leita til útgefenda sinna eða STEFS. „Ég veit reyndar að nokkir hafa gert það þegar í dag [í gær].“ Krefst úttektar Samúel Samúelsson vill að FTT skoði málefni Tónlist.is. Samúel J. Samúelsson básúnuleikari er einn þeirra sem tók þátt í umræðum á póstlista tónlistarmannanna. Í svari sínu segist hann sitja í stjórn FTT, félagi tónskálda- og textahöfunda, og hann hafi þar óskað eftir úttekt á Tónlist.is. Ekki náðist í Samúel í gær. Stefán er ósáttur við gagnrýni á stjörnugjöf á plötur á Tónlist.is. Bent var á að plötur sem gefnar væru út af Senu og Cod, sem eru í sömu eigu og Tónlist.is, virtust fá hærri stjörnugjöf en plötur samkeppnisaðila. „Þetta er bara rangt, það er öllum gert jafnt undir höfði. Í byrjun settum við þrjár stjörnur á allar plötur og svo hækkaði eða lækkaði stjörnugjöfin eftir því hvað notendum fannst. Þessu hefur hins vegar verið breytt á þann veg að allar plötur byrja á núlli nú og einkunnagjöf notenda ræður einvörðungu,“ segir Stefán. Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Okkur er ekki skemmt ef það er rétt að þessir peningar séu ekki að skila sér,“ segir Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Tónlist.is. Fréttablaðið greindi í gær frá óánægju nokkurra ungra tónlistarmanna með vefinn Tónlist.is. Í tölvupóstssamskiptum þeirra kom fram óánægja með stjörnugjöf sem settar voru á plötur á vefnum, sem og með réttindagreiðslur fyrir notkun á tónlist þeirra. Stefán er ósáttur með að Tónlist.is sé kennt um það að listamennirnir fái ekki greitt, fyrirtækið hafi ekkert með þær greiðslur að gera. „Við gerum bara samninga við STEF og svo útgefendur. Útgefendurnir gera svo samninga við listamennina og þeir geta verið misjafnir. Við skiptum okkur ekkert af því. Það er alla vega klárt að við höfum staðið skil á öllum greiðslum,“ segir Stefán. Hann segir jafnframt að telji tónlistarmenn sig hlunnfarna ættu þeir að leita til útgefenda sinna eða STEFS. „Ég veit reyndar að nokkir hafa gert það þegar í dag [í gær].“ Krefst úttektar Samúel Samúelsson vill að FTT skoði málefni Tónlist.is. Samúel J. Samúelsson básúnuleikari er einn þeirra sem tók þátt í umræðum á póstlista tónlistarmannanna. Í svari sínu segist hann sitja í stjórn FTT, félagi tónskálda- og textahöfunda, og hann hafi þar óskað eftir úttekt á Tónlist.is. Ekki náðist í Samúel í gær. Stefán er ósáttur við gagnrýni á stjörnugjöf á plötur á Tónlist.is. Bent var á að plötur sem gefnar væru út af Senu og Cod, sem eru í sömu eigu og Tónlist.is, virtust fá hærri stjörnugjöf en plötur samkeppnisaðila. „Þetta er bara rangt, það er öllum gert jafnt undir höfði. Í byrjun settum við þrjár stjörnur á allar plötur og svo hækkaði eða lækkaði stjörnugjöfin eftir því hvað notendum fannst. Þessu hefur hins vegar verið breytt á þann veg að allar plötur byrja á núlli nú og einkunnagjöf notenda ræður einvörðungu,“ segir Stefán.
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira