Black Rebel Motorcycle Club: Baby 81- þrjár störnur 17. maí 2007 15:00 Tríóið er byrjað að rokka aftur en vantar auka skammt af groddaskap og er of slípað. Eftir frábærar tvær fyrstu plötur steig Black Rebel Motorcycle Club heldur betur feilspor á síðustu plötu sinni, Howl. Í hálfgerðu hrokakasti ætlaði sveitin að setja saman tímamótaverk þar sem gospel, blús, sveitatónlist og rokk áttu að mynda ómótstæðilega heild en líklegast fór minnst fyrir því síðastnefnda og útkoman var langt því frá nógu aðlaðandi. Platan átti þó sína spretti og sýndi að BRMC er hljómsveit í fremstu röð. Á nýju plötunni, Baby 81 (nefnd eftir Abhilasha Jeyarajah frá Srí Lanka sem, eingöngu tveggja mánaða gamall, lenti í hinum miklu flóðbylgjum í lok árs 2004 með þeim afleiðingum að hann varð viðskila við foreldra sína og seinna bitbeinið í harkalegum forræðisdeilum) heldur sveitin á sínar fornu slóðir og heldur sig við það sem hún gerir best. Nick Jago er einnig mættur aftur á bak við trommurnar eftir smá hlé og virðist endurkoma hans hafa góð áhrif á hina tvo í sveitinni. Hér er því aftur komin á stjá rokkhljómsveit sem gerir það sem henni er eðlislægt og það sem henni finnst skemmtilegast. Á tímum er hljómurinn á plötunni reyndar alltof slípaður sem á ekki nógu vel við BRMC og platan missir oft marks. Aftur á móti er Baby 81 langaðgengilegast plata BRMC til þessa en þá staðreynd má túlka á tvo vegu: fínt fyrir þá sem ekki hafa mikið heyrt frá sveitinni áður en slæmt fyrir þá sem eru sólgnir í groddalegri útgáfuna af BRMC. Viðfangsefnin eru hins vegar í anda hinnar sönnu töffararokksrætur og fjalla um trúna, póliTíkina og einfaldlega almennan töffaraskap, þið vitið; sex, drugs and rock ‘n‘ roll. Nokkur lög fara því létt með að fá töffararokkgæsahúðina til þess að rísa og líklegast ekkert meira en hið rúmlega níu mínútna epíska lag American X. Berlin, Weapon of Choice og Need Some Air standa einnig sína plikt með sóma og sanna að Black Rebel Motorcycle Club er enn rokksveit af bestu gerð. Steinþór Helgi Arnsteinsson Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Eftir frábærar tvær fyrstu plötur steig Black Rebel Motorcycle Club heldur betur feilspor á síðustu plötu sinni, Howl. Í hálfgerðu hrokakasti ætlaði sveitin að setja saman tímamótaverk þar sem gospel, blús, sveitatónlist og rokk áttu að mynda ómótstæðilega heild en líklegast fór minnst fyrir því síðastnefnda og útkoman var langt því frá nógu aðlaðandi. Platan átti þó sína spretti og sýndi að BRMC er hljómsveit í fremstu röð. Á nýju plötunni, Baby 81 (nefnd eftir Abhilasha Jeyarajah frá Srí Lanka sem, eingöngu tveggja mánaða gamall, lenti í hinum miklu flóðbylgjum í lok árs 2004 með þeim afleiðingum að hann varð viðskila við foreldra sína og seinna bitbeinið í harkalegum forræðisdeilum) heldur sveitin á sínar fornu slóðir og heldur sig við það sem hún gerir best. Nick Jago er einnig mættur aftur á bak við trommurnar eftir smá hlé og virðist endurkoma hans hafa góð áhrif á hina tvo í sveitinni. Hér er því aftur komin á stjá rokkhljómsveit sem gerir það sem henni er eðlislægt og það sem henni finnst skemmtilegast. Á tímum er hljómurinn á plötunni reyndar alltof slípaður sem á ekki nógu vel við BRMC og platan missir oft marks. Aftur á móti er Baby 81 langaðgengilegast plata BRMC til þessa en þá staðreynd má túlka á tvo vegu: fínt fyrir þá sem ekki hafa mikið heyrt frá sveitinni áður en slæmt fyrir þá sem eru sólgnir í groddalegri útgáfuna af BRMC. Viðfangsefnin eru hins vegar í anda hinnar sönnu töffararokksrætur og fjalla um trúna, póliTíkina og einfaldlega almennan töffaraskap, þið vitið; sex, drugs and rock ‘n‘ roll. Nokkur lög fara því létt með að fá töffararokkgæsahúðina til þess að rísa og líklegast ekkert meira en hið rúmlega níu mínútna epíska lag American X. Berlin, Weapon of Choice og Need Some Air standa einnig sína plikt með sóma og sanna að Black Rebel Motorcycle Club er enn rokksveit af bestu gerð. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira