Tilraunakenndari Leaves 12. maí 2007 13:30 Arnar Guðjónsson. Hljómsveitin Leaves er langt komin með sína þriðju plötu. MYND/Valli Hljómsveitin Leaves er komin langt með upptökur á sinni þriðju plötu. Arnar Guðjónsson söngvari segir tónlistina tilraunakenndari en áður. „Við ætlum ekkert að gefa út fyrr en við erum orðnir ánægðir. Við ætlum að taka upp tvö lög í viðbót áður en við segjum þetta gott,“ segir Arnar Guðjónsson, söngvari Leaves. Sveitin gefur þriðju plötu sína út í haust. Síðasta plata sveitarinnar, The Angela Test, kom út fyrir tveimur árum og í framhaldinu hitaði sveitin upp fyrir Supergrass á tónleikaferð um Bretland. Að sögn Arnars verða upptökurnar kláraðar í sumar og er útgáfa fyrirhuguð í haust. „Við höfum í rauninni aldrei hætt að vinna. Við erum alltaf að vinna í nýju efni. Við erum búnir að semja helling sem hefur verið hent.“ Arnar segir að nýja platan sé rökrétt þróun frá The Angela Test. „Það eru meiri tilraunir í gangi. Hún er ekki jafnþung og Angela og hún fer víða, allt frá elektróník yfir í popp.“ Þeir félagar ætla að gefa plötuna út sjálfir hér heima og síðan kemur í ljós hvort hún verði gefin út erlendis. Leaves er laus undan samningi við Island Records og er því frjáls sem fuglinn þessa dagana. Fram undan hjá sveitinni eru tónleikar í Stúdentakjallaranum miðvikudagskvöldið 16. maí, þar sem hljómsveitin Ég treður einnig upp. Í ágúst spilar Leaves síðan á tónlistarhátíð í Litháen. Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitin Leaves er komin langt með upptökur á sinni þriðju plötu. Arnar Guðjónsson söngvari segir tónlistina tilraunakenndari en áður. „Við ætlum ekkert að gefa út fyrr en við erum orðnir ánægðir. Við ætlum að taka upp tvö lög í viðbót áður en við segjum þetta gott,“ segir Arnar Guðjónsson, söngvari Leaves. Sveitin gefur þriðju plötu sína út í haust. Síðasta plata sveitarinnar, The Angela Test, kom út fyrir tveimur árum og í framhaldinu hitaði sveitin upp fyrir Supergrass á tónleikaferð um Bretland. Að sögn Arnars verða upptökurnar kláraðar í sumar og er útgáfa fyrirhuguð í haust. „Við höfum í rauninni aldrei hætt að vinna. Við erum alltaf að vinna í nýju efni. Við erum búnir að semja helling sem hefur verið hent.“ Arnar segir að nýja platan sé rökrétt þróun frá The Angela Test. „Það eru meiri tilraunir í gangi. Hún er ekki jafnþung og Angela og hún fer víða, allt frá elektróník yfir í popp.“ Þeir félagar ætla að gefa plötuna út sjálfir hér heima og síðan kemur í ljós hvort hún verði gefin út erlendis. Leaves er laus undan samningi við Island Records og er því frjáls sem fuglinn þessa dagana. Fram undan hjá sveitinni eru tónleikar í Stúdentakjallaranum miðvikudagskvöldið 16. maí, þar sem hljómsveitin Ég treður einnig upp. Í ágúst spilar Leaves síðan á tónlistarhátíð í Litháen.
Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira