Fótbolti

Brassarnir með fullt hús stiga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Maiken Pape, Danmörku og Monica, Brasilíu, berjast um boltann í dag.
Maiken Pape, Danmörku og Monica, Brasilíu, berjast um boltann í dag. Nordic Photos / AFP

Brasilía vann Danmörku, 1-0, í lokaumferð D-riðils á HM kvenna í knattspyrnu í Kína og kemst áfram ásamt heimamönnum.

Það var Pretinha sem skoraði sigurmark leiksins þegar ein mínúta var liðin af uppbótartíma.

Brasilía var þó mun meira með boltann og átti átta skot að marki á meðan að Danir náði fjórum skotum að marki.

Brasilía er eina liðið sem komst í gegnum riðlakeppnina með fullt hús stiga. 

Það var sömuleiðis mikill fögnuður hjá heimamönnum en Kína vann Nýja-Sjáland, 2-0, í sama riðli.

Þar með er ljóst að Kína kemst áfram og mætir Noregi í fjórðungsúrslitum um helgina.

Brasilía mætir Ástralíu í fjórðungsúrslitum.

Yfirburðir Norðurlandaþjóðanna í kvennaknattspyrnu fara dvínandi samkvæmt þessu því hvorki Svíum né Dönum tókst að komast áfram upp úr riðlakeppninni. 

Fjórðungsúrslit:

Laugardagur:

Þýskaland - Norður-Kórea

Bandaríkin - England

Sunnudagur:

Noregur - Kína

Brasilía - Ástralía

Sjá einnig:

A-riðill: Þýskaland og England í fjórðungsúrslit

B-riðill: Bandaríkin og Norður-Kórea áfram

C-riðill: Norðmenn áfram eftir stórsigur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×