Cusack til liðs við Óttar og De Bont 3. maí 2007 08:45 John Cusack leikur aðalhlutverkið í nýjustu mynd Jans De Bont. John Cusack er fyrsti leikarinn sem skrifar undir samning um að leika í kvikmyndinni Stoppin Power en henni er leikstýrt af Jan De Bont. Íslendingar eiga sinn hlut í myndinni en tökumaður myndarinnar verður Óttar Guðnason. Cusack mun leika þotuflugmann sem heldur í frí til Berlínar en hlutirnir fara á versta veg þegar fangi á flótta rænir húsbíl hans með dóttur þotuflugmannsins innanborðs. Í kjölfarið upphefst mikill eltingarleikur þar sem Cusack reynir að hafa hendur í hári mannsins. Jan De Bont þarf sárlega á góðri mynd að halda því eftir að Speed gerði allt brjálað í kvikmyndahúsum borgarinnar fyrir rúmum áratug hefur hann litlu áorkað. Og Cusack gæti aðstoðað hollenska leikstjórann til þess en hann hefur leikið í metsölumyndum á borð við Con Air, High Fidelity og Bullets over Broadway. Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
John Cusack er fyrsti leikarinn sem skrifar undir samning um að leika í kvikmyndinni Stoppin Power en henni er leikstýrt af Jan De Bont. Íslendingar eiga sinn hlut í myndinni en tökumaður myndarinnar verður Óttar Guðnason. Cusack mun leika þotuflugmann sem heldur í frí til Berlínar en hlutirnir fara á versta veg þegar fangi á flótta rænir húsbíl hans með dóttur þotuflugmannsins innanborðs. Í kjölfarið upphefst mikill eltingarleikur þar sem Cusack reynir að hafa hendur í hári mannsins. Jan De Bont þarf sárlega á góðri mynd að halda því eftir að Speed gerði allt brjálað í kvikmyndahúsum borgarinnar fyrir rúmum áratug hefur hann litlu áorkað. Og Cusack gæti aðstoðað hollenska leikstjórann til þess en hann hefur leikið í metsölumyndum á borð við Con Air, High Fidelity og Bullets over Broadway.
Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira