Feiminn við Björk 5. apríl 2007 10:00 Hot chip sveitin hitar upp fyrir Björk á tónleikum hennar í Laugardalshöll á annan dag páska. Stuðsveitin Hot Chip hitar upp fyrir Björk á tónleikum á mánudaginn. Steinþór Helgi Arnsteinsson sló á þráðinn til sveitarinnar. Joe Goddard, einn söngvari Hot Chip, lagahöfundur og hljómborðsleikari sveitarinnar, var að vonum spenntur fyrir heimsókninni. „Við höfum aldrei hitt Björk en þegar það gerist verð ég væntanlega mjög feiminn og stressaður. Hleyp líklegast bara í burtu,“ segir Joe mjög blíðlega en bætir við að líklegast muni hann spyrja Björk út í hvernig hafi verið að vinna með Timbaland og Konono No. 1 sem hann hrífst mjög af. Önnur plata Hot Chip, The Warning, kom út í fyrra og fékk frábærar viðtökur, bæði hjá gagnrýnendum og almenningi. Sveitin er á leið hingað til lands í þriðja skiptið til tónleikahalds en hljómsveitin er þekkt fyrir frábæra tónleika en þar breytir hún iðulega lögum sínum mikið. „Það er vegna þess að ég og Alexis gerum plöturnar saman í tölvunni minni heima [en hann var einmitt að vinna með Alexis að þriðju plötu sveitarinnar, sem kemur út á þessu ári, þegar Fréttablaðið náði tali af honum]. En þegar við spilum lögin á tónleikum erum við saman fimm og hinum líkar yfirleitt ekki hvernig við Alexis gerum lögin og vilja spila þau á annan hátt,“ útskýrir Joe og uppsker mikinn hlátur, bæði hjá blaðamanni og sjálfum sér. Hann bætir samt við að ákveðnir þættir haldi sér alltaf í öllum lögunum. Piltarnir í sveitinni stoppa stutt við á Íslandi sem Joe þykir miður þar sem honum, ásamt hinum hljómsveitarmeðlimum, líki einstaklega vel við Reykjavík. „Við einbeitum okkur þá frekar að tónleikunum. Við höfum samt átt nokkur frábær kvöld á Sirkus og Kaffibarnum líka, þannig að við kannski endum þar aftur eftir tónleikana.“ Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Stuðsveitin Hot Chip hitar upp fyrir Björk á tónleikum á mánudaginn. Steinþór Helgi Arnsteinsson sló á þráðinn til sveitarinnar. Joe Goddard, einn söngvari Hot Chip, lagahöfundur og hljómborðsleikari sveitarinnar, var að vonum spenntur fyrir heimsókninni. „Við höfum aldrei hitt Björk en þegar það gerist verð ég væntanlega mjög feiminn og stressaður. Hleyp líklegast bara í burtu,“ segir Joe mjög blíðlega en bætir við að líklegast muni hann spyrja Björk út í hvernig hafi verið að vinna með Timbaland og Konono No. 1 sem hann hrífst mjög af. Önnur plata Hot Chip, The Warning, kom út í fyrra og fékk frábærar viðtökur, bæði hjá gagnrýnendum og almenningi. Sveitin er á leið hingað til lands í þriðja skiptið til tónleikahalds en hljómsveitin er þekkt fyrir frábæra tónleika en þar breytir hún iðulega lögum sínum mikið. „Það er vegna þess að ég og Alexis gerum plöturnar saman í tölvunni minni heima [en hann var einmitt að vinna með Alexis að þriðju plötu sveitarinnar, sem kemur út á þessu ári, þegar Fréttablaðið náði tali af honum]. En þegar við spilum lögin á tónleikum erum við saman fimm og hinum líkar yfirleitt ekki hvernig við Alexis gerum lögin og vilja spila þau á annan hátt,“ útskýrir Joe og uppsker mikinn hlátur, bæði hjá blaðamanni og sjálfum sér. Hann bætir samt við að ákveðnir þættir haldi sér alltaf í öllum lögunum. Piltarnir í sveitinni stoppa stutt við á Íslandi sem Joe þykir miður þar sem honum, ásamt hinum hljómsveitarmeðlimum, líki einstaklega vel við Reykjavík. „Við einbeitum okkur þá frekar að tónleikunum. Við höfum samt átt nokkur frábær kvöld á Sirkus og Kaffibarnum líka, þannig að við kannski endum þar aftur eftir tónleikana.“
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira