Time and Time Again - Lada Sport - Þrjár stjörnur Trausti Júlíusson skrifar 21. júlí 2007 01:45 Þessi fyrsta plata Lödu Sport í fullri lengd er ekki fullkomin, en staðfestir að þetta er hljómsveit sem getur bæði samið, útsett og flutt góð rokklög. Fagmannlega unnin rokkplataLada Sport er fjögurra manna sveit úr Hafnarfirði. Hún vakti fyrst athygli þegar hún lenti í öðru sæti á Músíktilraunum árið 2004. Í dag eru í sveitinni þeir Stefnir Gunnarsson söngvari og gítarleikari, Friðrik Sigurbjörn Friðriksson bassaleikari og Haraldur Leví Gunnarsson trommuleikari sem allir voru í Lödunni á Músíktilraunum og á EP-plötunni Personal Humor sem kom út sama ár, og svo Jón Þór Ólafsson söngvari og gítarleikari sem gekk til liðs við sveitina haustið 2005. Og nú er fyrsta plata sveitarinnar í fullri lengd komin út. Það fyrsta sem maður tekur eftir þegar maður hlustar á Time and Time Again er hversu fagmannlega hún er unnin. Hljómurinn er þykkur og þéttur og útsetningarnar eru gerðar af kunnáttu. Tónlistin minnir mig stundum á þykkan hljóðvegginn hjá Muse, en einnig kemur Weezer upp í hugann. Nokkrir gestahljóðfæraleikarar koma við sögu; fiðlu- og sellóleikari, trompetleikari og bakraddasöngvarar auk Gísla Steins Péturssonar sem vinnur með gítarhljóminn í nokkrum lögum. Eins og áður segir eru útsetningarnar vel gerðar og þessi aukamannskapur kemur vel út og gerir hljóminn massífari. Axel Flex Árnason stjórnar upptökum ásamt hljómsveitarmeðlimum. Það er mörg ágæt lög á Time and Time Again. Ég nefni fyrstu tvö lögin, Love Donors og The World Is A Place For Kids Going Far, lagið Trampoline, lokalagið Leví, It's Time To Wake Up og Holocaust sem er mitt uppáhaldslag á plötunni. Fín lög allt, en það sem þeim Lada Sport drengjum hefur samt ekki alveg tekist að mínu mati er að marka sér sérstöðu og gera tónlistina spennandi. Platan hljómar svolítið einsleit og of keimlík öðrum rokkplötum sem maður hefur heyrt í gegn um tíðina. Á heildina litið er Time and Time Again samt ágætis plata. Kostirnir eru fleiri en gallarnir. Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Fagmannlega unnin rokkplataLada Sport er fjögurra manna sveit úr Hafnarfirði. Hún vakti fyrst athygli þegar hún lenti í öðru sæti á Músíktilraunum árið 2004. Í dag eru í sveitinni þeir Stefnir Gunnarsson söngvari og gítarleikari, Friðrik Sigurbjörn Friðriksson bassaleikari og Haraldur Leví Gunnarsson trommuleikari sem allir voru í Lödunni á Músíktilraunum og á EP-plötunni Personal Humor sem kom út sama ár, og svo Jón Þór Ólafsson söngvari og gítarleikari sem gekk til liðs við sveitina haustið 2005. Og nú er fyrsta plata sveitarinnar í fullri lengd komin út. Það fyrsta sem maður tekur eftir þegar maður hlustar á Time and Time Again er hversu fagmannlega hún er unnin. Hljómurinn er þykkur og þéttur og útsetningarnar eru gerðar af kunnáttu. Tónlistin minnir mig stundum á þykkan hljóðvegginn hjá Muse, en einnig kemur Weezer upp í hugann. Nokkrir gestahljóðfæraleikarar koma við sögu; fiðlu- og sellóleikari, trompetleikari og bakraddasöngvarar auk Gísla Steins Péturssonar sem vinnur með gítarhljóminn í nokkrum lögum. Eins og áður segir eru útsetningarnar vel gerðar og þessi aukamannskapur kemur vel út og gerir hljóminn massífari. Axel Flex Árnason stjórnar upptökum ásamt hljómsveitarmeðlimum. Það er mörg ágæt lög á Time and Time Again. Ég nefni fyrstu tvö lögin, Love Donors og The World Is A Place For Kids Going Far, lagið Trampoline, lokalagið Leví, It's Time To Wake Up og Holocaust sem er mitt uppáhaldslag á plötunni. Fín lög allt, en það sem þeim Lada Sport drengjum hefur samt ekki alveg tekist að mínu mati er að marka sér sérstöðu og gera tónlistina spennandi. Platan hljómar svolítið einsleit og of keimlík öðrum rokkplötum sem maður hefur heyrt í gegn um tíðina. Á heildina litið er Time and Time Again samt ágætis plata. Kostirnir eru fleiri en gallarnir.
Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira