Menning

Að klæðast bók

Unnar GUðrúnar óttarsdóttur Listakonan fræðir gesti sýningarinnar um bóklist sína í dag.
Unnar GUðrúnar óttarsdóttur Listakonan fræðir gesti sýningarinnar um bóklist sína í dag.

Unnur Guðrún Óttarsdóttir sýnir bókverk á myndlistarsýningunni „Bókalíf” í ReykjavíkurAkademíunni.

Öll höfum við ákveðnar hugmyndir um bækur, útlit þeirra og áferð. Bækur eru formfastir hlutir en á sýningu Unnar eru þær gæddar lífi með því að brjóta upp hið hefðbundna. Á sama tíma er leitast við að vekja hughrif svipuð og framkallast við hefðbundinn bókalestur. Heimilt að handfjatla og „lesa“ bækurnar á sýningunni því bækur Unnar fela í sér möguleika á nokkurs konar tilfinninga- og myndlæsi.

ReykjavíkurAkademían er til húsa á fjórðu hæð í JL-húsinu við Hringbraut 121 en þar er opið milli kl. 9-17 alla virka daga.

Í dag kl. 12.10 mun Unnur leiða gesti um sýninguna og sýna hvernig klæðast má bók.

Á sama stað stendur yfir sýningin „Að mynda orð“ en hún samanstendur af nýjum og eldri verkum myndlistarmanna og ljóðskálda sem notast bæði við texta og myndræna þætti í verkum sínum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.