Frú Kolbeins klagar Smáralind fyrir klám 8. mars 2007 10:30 Forsíðan umdeilda. Doktor í fjölmiðlafræði hefur nú sent erindi til Umboðsmanna barna vegna hennar. „Undirrituð og eiginmaður hennar hafa sent Umboðsmanni barna erindi vegna forsíðunnar á fermingabæklingi Smáralindar," segir Guðbjörg Hildur Kolbeins, doktor í fjölmiðlafræði og lektor í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands á póstlista Femínistafélagsins. Og vill fá fram viðbrögð femínista við forsíðu bæklingsins. Á bloggsíðu sinni fer Guðbjörg Hildur svo afar hörðum orðum um forsíðuna: „Á forsíðunni má sjá unga stúlku á háum hælum í velþekktri stellingu úr klámmyndum," segir doktor Guðbjörg og skilur ekki hvernig þeim sem stóðu að þessum bæklingi datt í hug að blanda saman táknum saklausrar barnæsku og stellingum úr klámmyndum. Útleggingar doktorsins á því hvað hún ímyndar sér að gerist í framhaldinu af þessari klámfengnu stellingu fermingarstúlku eru of dónalegar til að Fréttablaðið birti slíkt. En áhugasömum er bent á síðu Guðbjargar Hildar (kolbeins.blog.is). eva dögg Telur að þeir sem lesi einhvern sora út úr fermingarmyndinni hljóti að vera sjúkir. Markaðsstjóri Smáralindar er Eva Dögg Sigurgeirsdóttir og hún ber ábyrgð á bæklingnum sem er sá sjöundi sem Smáralind gefur út. Henni hafði verið bent á ummæli Guðbjargar Hildar í gær og var brugðið mjög. „Þetta kom mér verulega á óvart. Ég hef ekki hugmyndaflug í svona. Ég er farin að hafa af því áhyggjur hvert þetta þjóðfélag er að stefna. Þetta er fermingarbarn og hún sér bara einhvern sora út úr þessu. Það hlýtur að vera á hennar ábyrgð," segir Eva Dögg. Bæklingurinn er hannaður af Ennemm auglýsingastofu og Eva Dögg segist hafa séð svipaða mynd af Línu langsokki sem hún telur hönnuðinn vera að vísa til. Segir hina hreinu mey verða í einni svipan að klámmyndadrottningu. „Mér finnst hryggilegt að fólk skuli lesa svona nokkuð í þessa mynd. Veit bara hreinlega ekki hvað skal segja? Þetta er eitthvað sjúkt inni í hugarfylgsnum þeirra sem vilja lesa slíkt út úr mynd sem þessari." Guðbjörg Hildur segir í túlkun sinni á táknfræðinni sem hún sér búa að baki myndarinnar að þar sé blandað saman sakleysi barnæskunnar... "(stúlkan er umkringd böngsum og loðdýrum) við tákn úr klámi (líkamsstellingin, opni munnurinn og háu hælarnir). Útkoman verður hin saklausa hóra, hin hreina mey sem í einni svipan verður klámmyndadrottning." Hún segir að slík notkun á táknum sé flestum fullorðnum vel kunnug og spyr hvort slík notkun á táknum sé viðeigandi á bækling sem er ætlaður fermingarbörnum? Að sögn Evu Daggar eru engin áform uppi í Smáralind um að bregðast við umkvörtunum Guðbjargar Hildar Kolbeins á einn eða annan hátt. „Þetta er ekki svaravert," segir Eva Dögg. Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
„Undirrituð og eiginmaður hennar hafa sent Umboðsmanni barna erindi vegna forsíðunnar á fermingabæklingi Smáralindar," segir Guðbjörg Hildur Kolbeins, doktor í fjölmiðlafræði og lektor í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands á póstlista Femínistafélagsins. Og vill fá fram viðbrögð femínista við forsíðu bæklingsins. Á bloggsíðu sinni fer Guðbjörg Hildur svo afar hörðum orðum um forsíðuna: „Á forsíðunni má sjá unga stúlku á háum hælum í velþekktri stellingu úr klámmyndum," segir doktor Guðbjörg og skilur ekki hvernig þeim sem stóðu að þessum bæklingi datt í hug að blanda saman táknum saklausrar barnæsku og stellingum úr klámmyndum. Útleggingar doktorsins á því hvað hún ímyndar sér að gerist í framhaldinu af þessari klámfengnu stellingu fermingarstúlku eru of dónalegar til að Fréttablaðið birti slíkt. En áhugasömum er bent á síðu Guðbjargar Hildar (kolbeins.blog.is). eva dögg Telur að þeir sem lesi einhvern sora út úr fermingarmyndinni hljóti að vera sjúkir. Markaðsstjóri Smáralindar er Eva Dögg Sigurgeirsdóttir og hún ber ábyrgð á bæklingnum sem er sá sjöundi sem Smáralind gefur út. Henni hafði verið bent á ummæli Guðbjargar Hildar í gær og var brugðið mjög. „Þetta kom mér verulega á óvart. Ég hef ekki hugmyndaflug í svona. Ég er farin að hafa af því áhyggjur hvert þetta þjóðfélag er að stefna. Þetta er fermingarbarn og hún sér bara einhvern sora út úr þessu. Það hlýtur að vera á hennar ábyrgð," segir Eva Dögg. Bæklingurinn er hannaður af Ennemm auglýsingastofu og Eva Dögg segist hafa séð svipaða mynd af Línu langsokki sem hún telur hönnuðinn vera að vísa til. Segir hina hreinu mey verða í einni svipan að klámmyndadrottningu. „Mér finnst hryggilegt að fólk skuli lesa svona nokkuð í þessa mynd. Veit bara hreinlega ekki hvað skal segja? Þetta er eitthvað sjúkt inni í hugarfylgsnum þeirra sem vilja lesa slíkt út úr mynd sem þessari." Guðbjörg Hildur segir í túlkun sinni á táknfræðinni sem hún sér búa að baki myndarinnar að þar sé blandað saman sakleysi barnæskunnar... "(stúlkan er umkringd böngsum og loðdýrum) við tákn úr klámi (líkamsstellingin, opni munnurinn og háu hælarnir). Útkoman verður hin saklausa hóra, hin hreina mey sem í einni svipan verður klámmyndadrottning." Hún segir að slík notkun á táknum sé flestum fullorðnum vel kunnug og spyr hvort slík notkun á táknum sé viðeigandi á bækling sem er ætlaður fermingarbörnum? Að sögn Evu Daggar eru engin áform uppi í Smáralind um að bregðast við umkvörtunum Guðbjargar Hildar Kolbeins á einn eða annan hátt. „Þetta er ekki svaravert," segir Eva Dögg.
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira