Íslenski boltinn

FH, KR og HK á sigurbraut

FH, KR og HK unnu öll leiki sína í Lengjubikarnum um helgina. FH vann 2-1 sigur á Val, KR vann Þrótt 2-0 og HK vann Grindavík 1-0.

Matthías Vilhjálmsson og Tryggvi Guðmundsson skoruðu mörk FH á fyrsta hálftímanum en Pálmi Rafn Pálmason minnkaði muninn. Tryggvi var síðan rekinn útaf mínútu fyrir leikslok þegar hann fékk sitt annað gula spjald. Sigmundur Kristjánsson og Ingimundur Níels Óskarsson skoruðu mörk KR.

Það var síðan Ólafur Valdimar Júlíusson sem tryggði HK sigurinn með marki úr vítaspyrnu en þetta var annar leikurinn í röð sem hann skorar sigurmark af vítapunktinum.

FH og HK eru búin að vinna þrjá fyrstu leiki sína en þetta var fyrsti leikur KR-inga í Lengjubikarnum en þeir eru nýkomnir heim frá La Manga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×