Erlent

Eymdin vex hjá flóttamönnum í Írak

Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur vaxandi áhyggjur af þeim rúmlega tveimur milljónum Íraka sem eru á vergangi í landinu vegna átakanna þar. Fregnir berast nú um að 11 af 18 héraðsstjórum landsins hafi lokað fyrir flóttamannastraum inn á sín svæði og eykur það enn á eymd þessa fólks.

Héraðsstjórarnir eru í mjög þröngri stöðu og þurfa að grípa til þessa ráðs þar sem þeir hafa enga aðstöðu eða úrrræði til að taka á móti þessu fólki. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna lýsa ástandinu á þá lund að þetta sé gufuketill sem er um það bil að sprnga. Fyrir utan þær tvær milljónir Íraka sem eru flóttamenn í eigin landi er talið að aðrar tvær milljónir hafi flúið til nágrannalandana einkum Sýrlands og Jórdaníu. Talið er að fjöldi flóttamanna aukist um allt að 100.000 manns í hverjum mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×