Björk í efsta sæti 4. nóvember 2006 18:00 Björk Guðmundsdóttir er mikils metin hjá heimasíðunni Drowned in Sound. MYND/Heiða Plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Vespertine, er í efsta sæti yfir 66 bestu plötur síðustu sex ára á bresku tónlistarsíðunni virtu Drownd in Sound. Listinn var settur saman í tilefni af sex ára afmæli síðunnar. Ein önnur íslensk plata er á listanum, eða Yesterday Was Dramatic – Today is OK með Múm, sem lenti í 48. sæti. Blaðamaður Drownd in Sound heldur vart vatni yfir Vespertine, sem kom út árið 2001, og segir plötuna undurfagra. „Hlustaðu á hana, lærðu að njóta hennar, reyndu að komast á það stig þar sem þú getur ekki komist í gegnum heila viku án þess að hlusta á hana, af ótta við að hjarta þitt muni bresta,“ segir hann. „Þú munt aldrei elska eins og Björk virðist vera fær um að gera. Þá kannski áttarðu þig á því hvað okkur finnst um þessa plötu.“ Í öðru sæti á listanum varð fyrsta plata rokksveitarinnar At the Drive In, Relationship of Command, og í því þriðja lenti Silent Alarm með Bloc Party, sem kom út á síðasta ári. Í sjötta sætinu sat hinn látni Elliott Smith með plötuna Figure 8, í því 16. varð Kid A með Radiohead og í 22. var nýjasta plata Muse, Black Holes and Revelations. Menning Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Vespertine, er í efsta sæti yfir 66 bestu plötur síðustu sex ára á bresku tónlistarsíðunni virtu Drownd in Sound. Listinn var settur saman í tilefni af sex ára afmæli síðunnar. Ein önnur íslensk plata er á listanum, eða Yesterday Was Dramatic – Today is OK með Múm, sem lenti í 48. sæti. Blaðamaður Drownd in Sound heldur vart vatni yfir Vespertine, sem kom út árið 2001, og segir plötuna undurfagra. „Hlustaðu á hana, lærðu að njóta hennar, reyndu að komast á það stig þar sem þú getur ekki komist í gegnum heila viku án þess að hlusta á hana, af ótta við að hjarta þitt muni bresta,“ segir hann. „Þú munt aldrei elska eins og Björk virðist vera fær um að gera. Þá kannski áttarðu þig á því hvað okkur finnst um þessa plötu.“ Í öðru sæti á listanum varð fyrsta plata rokksveitarinnar At the Drive In, Relationship of Command, og í því þriðja lenti Silent Alarm með Bloc Party, sem kom út á síðasta ári. Í sjötta sætinu sat hinn látni Elliott Smith með plötuna Figure 8, í því 16. varð Kid A með Radiohead og í 22. var nýjasta plata Muse, Black Holes and Revelations.
Menning Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira