Björk í efsta sæti 4. nóvember 2006 18:00 Björk Guðmundsdóttir er mikils metin hjá heimasíðunni Drowned in Sound. MYND/Heiða Plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Vespertine, er í efsta sæti yfir 66 bestu plötur síðustu sex ára á bresku tónlistarsíðunni virtu Drownd in Sound. Listinn var settur saman í tilefni af sex ára afmæli síðunnar. Ein önnur íslensk plata er á listanum, eða Yesterday Was Dramatic – Today is OK með Múm, sem lenti í 48. sæti. Blaðamaður Drownd in Sound heldur vart vatni yfir Vespertine, sem kom út árið 2001, og segir plötuna undurfagra. „Hlustaðu á hana, lærðu að njóta hennar, reyndu að komast á það stig þar sem þú getur ekki komist í gegnum heila viku án þess að hlusta á hana, af ótta við að hjarta þitt muni bresta,“ segir hann. „Þú munt aldrei elska eins og Björk virðist vera fær um að gera. Þá kannski áttarðu þig á því hvað okkur finnst um þessa plötu.“ Í öðru sæti á listanum varð fyrsta plata rokksveitarinnar At the Drive In, Relationship of Command, og í því þriðja lenti Silent Alarm með Bloc Party, sem kom út á síðasta ári. Í sjötta sætinu sat hinn látni Elliott Smith með plötuna Figure 8, í því 16. varð Kid A með Radiohead og í 22. var nýjasta plata Muse, Black Holes and Revelations. Menning Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Vespertine, er í efsta sæti yfir 66 bestu plötur síðustu sex ára á bresku tónlistarsíðunni virtu Drownd in Sound. Listinn var settur saman í tilefni af sex ára afmæli síðunnar. Ein önnur íslensk plata er á listanum, eða Yesterday Was Dramatic – Today is OK með Múm, sem lenti í 48. sæti. Blaðamaður Drownd in Sound heldur vart vatni yfir Vespertine, sem kom út árið 2001, og segir plötuna undurfagra. „Hlustaðu á hana, lærðu að njóta hennar, reyndu að komast á það stig þar sem þú getur ekki komist í gegnum heila viku án þess að hlusta á hana, af ótta við að hjarta þitt muni bresta,“ segir hann. „Þú munt aldrei elska eins og Björk virðist vera fær um að gera. Þá kannski áttarðu þig á því hvað okkur finnst um þessa plötu.“ Í öðru sæti á listanum varð fyrsta plata rokksveitarinnar At the Drive In, Relationship of Command, og í því þriðja lenti Silent Alarm með Bloc Party, sem kom út á síðasta ári. Í sjötta sætinu sat hinn látni Elliott Smith með plötuna Figure 8, í því 16. varð Kid A með Radiohead og í 22. var nýjasta plata Muse, Black Holes and Revelations.
Menning Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira