Einn leikur er á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld, en það er viðureign West Ham og Fulham sem fram fer á Upton Park í London. Talið er líklegt að gamla brýnið Teddy Sheringham gæti verið orðinn klár í slaginn með West Ham, en eins má gera ráð fyrir því að Heiðar Helguson verði í eldlínunni með liði sínu Fulham. Leikurinn hefst klukkan 20.
West Ham og Fulham mætast í kvöld
