Ferdinand afgreiddi Liverpool 23. janúar 2006 00:01 Sigurmarkið: Rio Ferdinand sést hér stanga boltann glæsilega inn í mark Liverpool á síðustu mínútu leiksins í gær. Jose Reina var með fingurna í boltanum en skallinn var einfaldlega of fastur. Fréttablaðið/Getty Leikurinn á Old Trafford var kaflaskiptur en lánleysi Liverpoolmanna var algjört. Miðjuhnoð og barátta einkenndi fyrri hálgfleikinn en sá síðari var öllu líflegri. Ferdinand bjargaði á línu og Djibril Cisse skaut yfir fyrir opnu marki á meðan Wayne Rooney sýndi skemmtilega takta í sóknarleik United sem var stirður á löngum köflum. Allt leit út fyrir markalaust jafntefli áður en Ferdinand stangaði aukaspyrnu Ryan Giggs í markið á lokasekúndum leiksins og tryggði United öll stigin. Hetjan Ferdinand var með fæturna á jörðinni eftir leikinn og sagði lið Man. Utd ekki ætla að ofnmetnast með þessum sigri. "Það eina sem við getum gert er að vinna okkar leiki og vona að önnur lið misstígi sig. Það ætti að skila okkur ágætri stöðu þegar tímabilið er á enda," sagði Ferdinand. Ryan Giggs, sem átti snilldarlegu aukaspyrnuna sem gaf mark sagði leikinn í gær hafa verið kennslubókardæmi um hvernig það mætti aldrei gefast upp. "Það er alltaf gaman að spila á móti Liverpool en ennþá skemmtilegra að vinna þá. Við lögðum okkur allir fram eins og við gátum og það skilaði okkur góðum úrslitum," sagði Giggs. Rafael Benitz, stjóri Liverpool, taldi úrslitin hafa verið ósanngjörn. "Það er ekki hægt að vera annað en vonsvikinn með þessa niðurstöðu. Við stjórnuðum leiknum og stóðum okkur vel í að halda boltanum og spila skyndisóknir en töpuðum á marki eftir aukaspyrnu á síðustu mínútunni sem er augljóslega mjög dapurt. Við fengum færi til að vinna leikinn en við þurfum að klára færin sem við sköpum til að vinna," sagði sársvekktur Benítez eftir leikinn. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Leikurinn á Old Trafford var kaflaskiptur en lánleysi Liverpoolmanna var algjört. Miðjuhnoð og barátta einkenndi fyrri hálgfleikinn en sá síðari var öllu líflegri. Ferdinand bjargaði á línu og Djibril Cisse skaut yfir fyrir opnu marki á meðan Wayne Rooney sýndi skemmtilega takta í sóknarleik United sem var stirður á löngum köflum. Allt leit út fyrir markalaust jafntefli áður en Ferdinand stangaði aukaspyrnu Ryan Giggs í markið á lokasekúndum leiksins og tryggði United öll stigin. Hetjan Ferdinand var með fæturna á jörðinni eftir leikinn og sagði lið Man. Utd ekki ætla að ofnmetnast með þessum sigri. "Það eina sem við getum gert er að vinna okkar leiki og vona að önnur lið misstígi sig. Það ætti að skila okkur ágætri stöðu þegar tímabilið er á enda," sagði Ferdinand. Ryan Giggs, sem átti snilldarlegu aukaspyrnuna sem gaf mark sagði leikinn í gær hafa verið kennslubókardæmi um hvernig það mætti aldrei gefast upp. "Það er alltaf gaman að spila á móti Liverpool en ennþá skemmtilegra að vinna þá. Við lögðum okkur allir fram eins og við gátum og það skilaði okkur góðum úrslitum," sagði Giggs. Rafael Benitz, stjóri Liverpool, taldi úrslitin hafa verið ósanngjörn. "Það er ekki hægt að vera annað en vonsvikinn með þessa niðurstöðu. Við stjórnuðum leiknum og stóðum okkur vel í að halda boltanum og spila skyndisóknir en töpuðum á marki eftir aukaspyrnu á síðustu mínútunni sem er augljóslega mjög dapurt. Við fengum færi til að vinna leikinn en við þurfum að klára færin sem við sköpum til að vinna," sagði sársvekktur Benítez eftir leikinn.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira