Innlent

DV braut siðareglur blaðamanna

MYND/Stefán Karlsson

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur úrskurðað að DV hafi gerst brotlegt á þriðju grein siðareglna Blaðamannafélagsins þegar það birti forsíðufyrirsögnina „Hafnfirskur gleraugnasali selur tæki sem á að lækna fuglaflensu" og fyrirsögn á bls. 8 þar sem stóð ,,Lækning við fuglaflensu í Hafnarfirði". Kemst Siðanefndin að þeirri niðurstöðu að brotið sé ámælisvert.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×