Erlent

Mikill áhugi á lýtalækninganámi í Danmörku

Umsóknum læknanema um framhaldsnám í lýtalækningum hefur fjölgað mikið í Danmörku undanfarin ár sem meðal annars má rekja til góðra atvinnuhorfa. Frá þessu greinir Nyhedsavisen.

Þar er vísað í tölur frá Félagi lýtalækna í Danmörku sem sýna að umsóknir undanfarin ár hafi verið fjórum til fimm sinnum fleiri en þau námspláss sem í boði eru. Munu það vera meðal annars vonir um háar tekjur og stöðugan vinnutíma auk möguleikans á að hjálpa fólki að verða fallegra sem lokkar unga læknanema í lýtalækningar. Það skal þó tekið fram að á hverju ári eru aðeins sex námspláss í Danmörku í lýtalækningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×