Madonna ekki lögsótt 22. ágúst 2006 12:30 Krossfest á wembley Madonna hefur vakið mikla athygli fyrir tónleikaferð sína, Confession, en þýsk yfirvöld hafa hótað henni lögsókn. MYND/Getty images Poppdrottningin Madonna verður ekki kærð fyrir guðlast eins og búist hafði verið við eftir tónleika hennar í Düsseldorf en þetta kemur fram á fréttavef AP-fréttastofunnar. Þýskir saksóknarar tilkynntu um helgina að þeir hygðust fylgjast grannt með tónleikum Madonnu eftir að þeim hafði borist kvörtun um að söngkonan hefði í frammi guðlast en það er lögbrot samkvæmt þýskum lögum. Madonna hefur oft hneykslað kirkjunnar menn og í einu atriðanna í þessari tónleikaferð lætur hún krossfesta sig með þyrnikórónu á hausnum. Söngkonan vísar hins vegar öllum ásökunum um guðlast á bug. Hún segist vera að benda á eyðnivandann í heiminum en hann er hvað mestur í Afríku og er talið að yfir 25 milljónir manna séu smitaðar af veirunni, þar af tæplega tvær milljónir barna. Þýski biskupinn Magot Kaesmann sagði í samtali við Bild am Sonntag að aðdáendur dívunnar ættu að sniðganga tónleikanna. "Ég hélt að Madonna væri betri en þetta af því hún hefur alltaf sagst vera trúuð manneskja," sagði Kaesmann í blaðinu. "En kannski er vanvirðing á trúarbrögðum eina leiðin fyrir roskna poppstjörnu til að láta bera á sér," bætti biskupinn við. "Ég biðla því til fólksins að sniðganga tónleikana því stjörnur koma og fara en kristin trú er til að eilífu." Talsmaður söngkonunnar í New York sagði atriðið ekki vera hugsað til að vanvirða kirkjuna. Talsmaður saksóknaraembættisins í Düsseldorf, Johannes Mocken, lýsti því síðan yfir í gær að stjórnvöld í borginni hygðust ekki kæra Madonnu fyrir guðlast. "Sumum trúuðum kann að finnast atriðið móðgandi en það er ekki glæpsamlegt," sagði Mocken við fjölmiðla í gær. Poppdívan heldur næst til Hannover en engar fregnir hafa borist af því hvort stjórnvöld þar ætli að grípa til aðgerða. Menning Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Poppdrottningin Madonna verður ekki kærð fyrir guðlast eins og búist hafði verið við eftir tónleika hennar í Düsseldorf en þetta kemur fram á fréttavef AP-fréttastofunnar. Þýskir saksóknarar tilkynntu um helgina að þeir hygðust fylgjast grannt með tónleikum Madonnu eftir að þeim hafði borist kvörtun um að söngkonan hefði í frammi guðlast en það er lögbrot samkvæmt þýskum lögum. Madonna hefur oft hneykslað kirkjunnar menn og í einu atriðanna í þessari tónleikaferð lætur hún krossfesta sig með þyrnikórónu á hausnum. Söngkonan vísar hins vegar öllum ásökunum um guðlast á bug. Hún segist vera að benda á eyðnivandann í heiminum en hann er hvað mestur í Afríku og er talið að yfir 25 milljónir manna séu smitaðar af veirunni, þar af tæplega tvær milljónir barna. Þýski biskupinn Magot Kaesmann sagði í samtali við Bild am Sonntag að aðdáendur dívunnar ættu að sniðganga tónleikanna. "Ég hélt að Madonna væri betri en þetta af því hún hefur alltaf sagst vera trúuð manneskja," sagði Kaesmann í blaðinu. "En kannski er vanvirðing á trúarbrögðum eina leiðin fyrir roskna poppstjörnu til að láta bera á sér," bætti biskupinn við. "Ég biðla því til fólksins að sniðganga tónleikana því stjörnur koma og fara en kristin trú er til að eilífu." Talsmaður söngkonunnar í New York sagði atriðið ekki vera hugsað til að vanvirða kirkjuna. Talsmaður saksóknaraembættisins í Düsseldorf, Johannes Mocken, lýsti því síðan yfir í gær að stjórnvöld í borginni hygðust ekki kæra Madonnu fyrir guðlast. "Sumum trúuðum kann að finnast atriðið móðgandi en það er ekki glæpsamlegt," sagði Mocken við fjölmiðla í gær. Poppdívan heldur næst til Hannover en engar fregnir hafa borist af því hvort stjórnvöld þar ætli að grípa til aðgerða.
Menning Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist